Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 66
Magnús Tómasson opnar í dag sýningu í Listasafni ASÍ sem ber yfirskriftina DRASL og undirtitilinn Ferðalag um skissubækur listamannsins. „Það er kannski full hátíðlega til orða tekið að kalla þetta ferðalag um skissubækur. Hugmyndirnar að verkunum á sýningunni eru sumar hverjar komnar til ára sinna, en þær voru líkast til bara hripaðar niður á einhverja pappírssnepla frekar en í virðulegar skissu- bækur,“ segir Magnús og hlær. Magnús er fæddur í Reykjavík 1943. Hann hélt sína fyrstu einka- sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins árið 1962, þá aðeins 19 ára gamall. Ári síðar innritaðist hann í Listaháskólann í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan frá málaradeild og deildinni fyrir „Mur og Rumkunst“ árið 1970. Þó Magnús væri við nám í Danmörku var hann í góðum tengslum við það sem var að gerast í myndlist hér heima og var hann einn af stofnendum Gallerís SÚM þegar það var stofnað 1968. Verkin sem sjá má á sýning- unni DRASL eru af ýmsu tagi. „Uppistaðan í sýningunni er ann- ars vegar málverk og hins vegar verk sem eru steypt í steypujárn. Verkin eru kannski dálítið sundur- leit enda hafa hugmyndirnar að þeim kviknað á mismunandi tíma- bilum. Heiti sýningarinnar ber það líklega svolítið með sér að hér er á ferðinni blanda af ólíkum hlutum.“ Meðal þess sem sjá má á sýn- ingunni er samansafn steyptra verka sem kallast Harðstjórn hlutanna. Verkin fjalla um draslið og óreiðuna sem sankast að fólki á lífsleiðinni. Einnig er á sýning- unni málverkaröðin Samanburðar- landafræði, en þar blandar Magnús saman þekktum kenni- leitum frá ólíkum heimshornum. „Hugmyndin á bak við þá myndaröð er að sýna að þekkt kennileiti deila oft formum. Þannig sýni ég til að mynda Baulu í Borgarfirði innan um pýramíd- ana í Egyptalandi og Sigurbogann á Dyrhólaey. Það er önnur mynda- röð á sýningunni sem ég kalla Formrím og vinn út frá svipaðri hugmynd. Sú myndaröð saman- stendur af myndþrennum sem sýna hluti sem eiga fátt annað sameiginlegt en formið. Það má því segja að þetta séu form sem ríma hvort við annað.“ Að lokum langar Magnús til að koma á framfæri þakklæti til Járnsteypunnar, sem sá um að steypa verkin á sýningunni, og til Listasafns ASÍ. „ASÍ stendur afskaplega vel að sínum sýningum og því er ánægjulegt að fá að vera þar með verkin mín.“ Safnið, sem er við Freyjugötu 41, er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Kl. 13.30 Vísindafélag Íslendinga og Háskóli Íslands gangast fyrir ráðstefnu um vísindamanninn Jónas Hallgrímsson laugardaginn 29. september 2007 kl. 13.30-16.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Jónas Hallgrímsson er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar en hann var einnig á sinni tíð einn færasti náttúrufræðingur Íslendinga og brautryðjandi á hinum ýmsu sviðum vísinda. Danski ljósmyndarinn Kim Linnet sýnir um þessar mundir í Gallerí Gel, Hverfisgötu 37. Sýn- ingin nefnist „Dulin himintungl álfanna“. Á sýningunni eru níu stórar ljósmyndir sem sýna hnattlaga umhverfi. Þær eru teknar í Reykjavík, á Snæfellsnesi og á Reykjanesi. Eins og lögun mynd- efnisins gefur til kynna tákna þær níu plánetur sem alltaf hafa verið til en eru dags daglega huldar sjónum okkar. Hver plánetumynd saman- stendur af meira en fimmtíu stafrænum myndum, sem eru settar saman með því að nota ákveðið tölvuforrit. Þessi tækni gerir áhorfendum kleift að endur- uppgötva fegurð og smáatriði kunnuglegs umhverfis með því að sýna það í nýju samhengi. Huldar plánetur Van Gogh skrifar Handverkshefð í hönnun 34 hönnuðir, lista- og handverkskfólk sýna verk sín Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa Leiðsögn á skandivanísku kl.14 á laugardag Leiðsögn á íslensku kl.14 á sunnudag Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? Prjónanámskeið fyrir byrjendur fjögur mánudagskvöld 1. - 22. okt kl. 19:30 - 22:30. Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir. Skráning á www.heimilisidnadur.is, s. 551 7800 og 895 0780 Komdu að kveða í Gerðubergi! Kvæðamannafélagið Iðunn Dagskrá haustsins er að hefjast Kvæðalagaæfing mið. 3. október kl.20 og félagsfundur fös 5. október kl.20. Sjá www.rimur.is Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Vissir þú... að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur. Sjá www.gerduberg.is Sýningar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.