Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 29
Íslendingar eru sjaldséðir í Ástr- alíu. Það fengu þrjú ungmenni að upplifa í faðmi Nágranna. Ása Birna Ísfjörð er forfallinn aðdá- andi áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna. „Ég var fimm ára þegar ég byrj- aði að horfa á Nágranna með mömmu. Það kveikti áhuga minn á Ástralíu og í sumar fannst mér tími til kominn að fara,“ segir Ása Birna sem stefndi ákveðið á slóðir Nágranna í St. Kilda þegar hún fór utan með Benedikt Bjarnasyni og Helgu Jóhannesdóttur. „Á mánudögum er boðið upp á skoðunarferð og Nágrannakvöld á pöbbnum, og ég var staðráðin að fara hvern einasta mánudag,“ segir Ása Birna sem komst að raun um að ekki er allt sem sýnist í sjónvarpi. „Ramsey Street er ekki til í raun- veruleikanum, heldur heitir gatan Pin Oak. Rútubílstjórinn var með vegpresta í bílnum sem hann hengdi upp eftir þörfum og við tókum mynd- ir. Ramsey Street virðist stór gata en við Pin Oak standa aðeins átta hús og í húsunum býr fólk. Því eru atriði aldrei tekin inni í húsunum, en úti- senur auðvitað teknar við húsin á Pin Oak,“ segir Ása Birna, en þau Benedikt og Helga skörtuðu sér- útbúnum Henson-peysum með íslenskum fána og skjaldarmerki. „Fyrsta Nágrannakvöldið gáfum við leikurum íslenskt brennivín og harðfisk, en þeir skiptast á að hitta aðdáendur og eru oftast fjórir saman. Doktor Karl Kennedy leikur þarna í hljómsveit svo við gáfum honum afgang af brennivíni sem hann hellti upp á hljómsveitarmeð- limi. Næst þegar við komum til- kynnti hann gestum að aftur væru íslensku vinir hans mættir en varast skyldi brennivín Íslendinga, því það væri eitur. Dr. Karl var hins vegar hrifinn af harðfiskinum. Við skipt- umst svo á netföngum því hann vill ólmur koma til Íslands,“ segir Ása Birna sem heldur mest upp á gömlu brýnin Harold og Lou í þáttunum, en einnig Stingray. „Mér þótti mikið í hans karakter spunnið, en hann er nú dáinn í Nágrönnum. Hann mætti samt á tvö Nágrannakvöld, eyddi með okkur löngum tíma og bauð okkur í VIP- herbergi þar sem við komumst í enn meira návígi við leikarahóp Nágranna,“ segir Ása Birna, alsæl með ferðalagið og óþreyjufull að komast aftur til Ástralíu. „Upphaflega ætluðum við að ferð- ast víðar en Melbourne reyndist svo æðisleg að við tímdum ekki að fara. Íbúarnir voru svo kurteisir og alúð- legir, borgin svo falleg og hrein með náttúru og dýralíf allt um kring. Á ströndinni mættum við smávöxnum mörgæsaflokki og fórum á slóðir kóalabjarna og kengúra. Ferðalag til Ástralíu kostar minna en maður heldur og virkilega ódýrt að lifa,“ segir Ása Birna um landið sem skart- aði vori þegar haustaði heima á Íslandi. Í návígi Nágranna MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.