Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 34
hús&heimili „Afi minn átti heima í Hörgárdal sem er í um þrjátíu kílómetra fjar- lægð frá Akureyri,“ segir Bergþór. „Sextán ára gamall festi hann kaup á þessu orgeli og dró það svo með sér á sleða heim til sín, en slíkur var áhugi hans og ástríða fyrir tón- list,“ segir Bergþór og bætir við að afi hans hafi, líkt og margir tónlist- armenn á þessum tíma, verið að mestu sjálfmenntaður. „Hann spilaði þó heilmikið í kirkj- unni á Möðruvöllum og á Bakka og Bægisá í Öxnadal.“ Bergþór segist slarkfær á org- elið og kveðst stundum spila á það þótt hann líti aðallega á það sem nokkurs konar safngrip. „Enda er það ákaflega fallegt með þessu út- skorna hilluverki og öllu sem því tilheyrir,“ segir hann. Um þessar mundir æfir Bergþór fyrir óperuna Ariadne eftir Richard Strauss sem hann segir skemmtilegt verk. „Það fjallar um samruna ólíkra stíla,“ útskýrir Bergþór, en sagan segir af manni sem býður til veislu og vill gera vel við gesti sína með fjölbreyttum skemmtiatriðum, þó að sjálfum bregði honum aldrei fyrir í verkinu. „Það vill svo til að þetta er auð- maður, sem á vel við því þeim fjölg- ar jú hratt hér á landi,“ segir hann. „Auðmaðurinn ákveður að hafa óperu í veislunni, en svo finnst honum allt í einu eins og það verði svolítið þungt svo hann pantar líka gamanleikara. Málið flækist og til að þetta verði ekki of langdregið, slær hann saman gamanleiknum og óperunni á síðustu stundu og úr verður heilmikið kaos,“ segir Bergþór sem túlkar tónlistarkenn- ara í verkinu. „Svo skemmtilega vill til að sonur minn, Bragi er með í sýningunni og þetta er í fyrsta sinn sem við feðgar mætumst á leiksviði,“ segir Berg- þór að lokum en rétt er að geta þess að verkið verður frumsýnt næsta fimmtudag í Íslensku óperunni. margret@frettabladid.is Orgelið hans afa míns Bergþór Pálsson á einstaklega fallega útskorið harmóníum sem hann erfði eftir afa sinn. Fyrir hundrað árum fór afinn í langt ferðalag með gripinn. SÉRSTÆÐUR KRANI OG VASKUR frá tyrk- neska hönnuðinum Inci Mutlu. Þetta verk hennar var til sýnis á húsgagna- og hönnunarsýningunni í Mílanó í vor. Mutlu býr nú á Ítalíu og starfar ásamt Luca Milano í fyrirtæki þeirra Mutlu+Milano. hönnun RAMMAR MEÐ STÍL Til þess að fallegar myndir njóti sín sem allra best er um að gera að velja skemmti- legan ramma. Hér er dæmi um einn slíkan eftir Craig Varterian. Innan stóra rammans eru tveir smærri sem eru festir á tein þannig að hægt er að snúa þeim allan hringinn. Ramminn þarf því ekki að standa upp við vegg heldur getur verið hvar sem er þar sem hann nýtur sín líkt og skúlptúr. HAUSTLAUF FRÁ HEY-SIGN Í versluninni Kokku fást ýmsar vörur frá Hey-sign, en það fyrirtæki sérhæfir sig í hlutum úr ull. Margir kannast við glasa- motturnar sem fást í ýmsum litum og mörgum formum. Nú má fá haustlauf úr hreinni ull í nokkrum grænum, brúnum, fjólu- bláum og rauðleitum litum sem skapa skemmtilega hauststemn- ingu á heimilinu. ENGINN EÐA NOBODY CHAIR er nafnið á þessum sérstöku stólum frá danska hönnunar-fyrirtækinu Komplot. Notuð var tækni sem tekin var að láni frá bílaframleiðendum þar sem endurunnar plastflöskur eru mótaðar í ný form eins og þessa stóla sem má hlaða hverjum ofan á annan. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók myndina á heimili hönnuðarins Marý. Útgáfufélag: 365 - miðlar ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. stólar Bergþór Pálsson tekur hér lagið á íðilfagurt harmóníum sem hann erfði eftir afa sinn, en sá hafði líkt og Bergþór, mikla ást á tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Upplýsinga- og tölvusvið Stafræn ljósmyndun Kennari: Hrönn Axelsdóttir Tímasetning: 18 kennslust. námskeið, 18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv., kl. 18-21. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús, stofa 621. Lýsing: Farið verður yfir grunnatriði stafrænna myndavéla, samspil ljósops, hraða og ISO og áhrif þess á myndir. Áhrif linsa á rýmið. Æfingar verða gerðar í tíma, einnig verða heimaverkefni gerð sem eru tengd yfirferð. Helstu leiðréttingar í Photoshop. Nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að stafrænni myndavél sem hefur manual fókus. Námsefni: Hefti frá kennara með helstu upplýsingum um ljósop, hraða, ISO. Photoshop, lagfæringar á myndum. Verð: 19.000 kr. Python forritun Kennari: Andri Mar Jónsson, forritari hjá CCP. Tímasetning: 30 kennslust. námskeið kennt lau. 20. okt., 27 okt. og 3. nóv. kl. 9–16 alla dagana. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús, stofa 633. Lýsing: Grunnatriði Python forritunarmálsins kynnt og æfð með fjölda verkefna. Forkröfur: Grunnþekking á einhverju forritunarmáli Námsefni: Frá kennara. Verð: 30.000 kr. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500. 29. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.