Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 60
Á undanförnum árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á framkvæmd fjár- laga. Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra áformar nú enn frekari breytingar, með það að markmiði að stefnan í ríkisfjár- málunum verði markvissari. Á tímabilinu 1991-1995 var tekin upp svokölluð rammafjár- lagagerð, þar sem hvert ráðu- neyti fékk sinn útgjaldaramma og ráðherrarnir þurftu að for- gangsraða innan síns ráðuneytis. Við upphaf síðasta kjörtímabils settu stjórnvöld sér svo í fyrsta skipti útgjaldamarkmið til lengri tíma, með það að markmiði að reka ríkissjóð í jafnvægi yfir hagsveifluna. „Þessar breytingar hafa virkað vel, en þær hafa ekki leyst úr öllum málum hjá okkur,“ segir Árni. Í svokölluðum fjárreiðulög- um er gert ráð fyrir því að lögð verði fram langtímaáætlun í fjár- málum, sem hefur verið gert. Þar eru drögin lögð fyrir næstu þrjú ár á eftir. „Við teljum núna, og það er í stjórnarsáttmálanum, að við ættum að fara lengra með þetta, og fara út í rammafjárlagagerð til nokkurra ára,“ segir Árni. Þannig verði sett upp áætlun um fjárlög næstu ára, og innan þess ramma verði verkefnum forgangsraðað. Þar með hafi hver ráðherra betri yfirsýn yfir það sem koma skuli, þó að rammi hvers ráðuneytis geti verið breytilegur milli ára. „Þetta verður gert heildstætt og gæti jafnvel náð til alls kjörtíma- bilsins. Við erum að byrja að vinna í svona ramma fyrir kjörtímabilið sem var að hefjast. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svo þetta verður kannski viðameira en það verður í framtíðinni. Við reiknum með að geta lagt fram svona ramma fyrir fjárlög næstu ára á vorþingi,“ segir Árni. „Þetta verður siglingakort ríkis- stjórnarinnar inn í kjörtímabilið og um þá hluti sem hún ætlar að gera. Þess vegna skiptir mjög miklu að vandað sé til verksins.“ Hann segir þetta ekki gert sam- hliða fjárlagafrumvarpi nú vegna þess að vinna við fjárlögin hafi verið langt komin þegar ríkis- stjórnin var mynduð. „Ríkisstjórnin er eins og stórt olíuskip, menn taka ekki mjög krappar beygjur nema það verði mikill veltingur, og við erum ekki í þeirri stöðu í dag að við þurfum að búa til einhvern velting,“ segir Árni. „Þetta ætti að leiða til þess að fjárlagagerðin verði enn fyrirsjáan- legri en hún hefur verið, og meiri stöðugleiki í þessum hluta, sem ætti að hjálpa efnahagslífinu að taka ákvarðanir sem byggjast að einhverju leyti á fjárlögunum,“ segir Árni. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um breytingar sem verða á fjárlagafrumvarpi í meðförum þingsins og með fjár- aukalögum. Einnig hefur kastljósið beinst að stofnunum sem fara fram úr fjárheimildum, jafnvel ár eftir ár, og stofnunum sem safna drátt- arvöxtum vegna vöruviðskipta við birgja. Öllu þessu stendur til að breyta að sögn ráðherra. „Ég hef margsinnis sagt að það skorti aga í framkvæmd fjárlaga, og það séu ýmsir ósiðir sem menn hafa vanist á sem við þurfum að breyta,“ segir Árni. Hann segir ýmislegt hafa verið gert til að breyta þessum hugsunarhætti á undanförnum árum, og af því megi merkja árangur. „Við teljum að við getum náð meiri árangri í þessu með því að breyta vinnubrögðunum. Róttæk- asta aðgerðin í þessu væri að ná fram breytingu á framkvæmd fjáraukalaga, þannig að áætlað verði fyrir óvissuþáttum á fjár- Stórfelldar breytingar framundan Fjárlög ársins 2008 verða lögð fram á Alþingi og gerð opinber á mánudag. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra boðar í samtali við Brján Jónasson margvís- legar breytingar á framkvæmd fjárlaga sem ganga munu í garð við gerð fjárlaga ársins 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.