Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 70
Bono, söngvari U2, fékk fyrir skömmu afhent banda- rísku Frelsisverðlaunin fyrir mannúðarstarf sitt í Afríku. Í ræðu sinni hvatti hann Bandaríkjamenn til að halda áfram að reyna að leysa vandamál heimsins. „Þegar fátækt umlykur líf þitt ertu ekki frjáls. Þegar viðskiptalög koma í veg fyrir að þú getir selt matinn sem þú ræktaðir ertu ekki frjáls,“ sagði Bono. „Þegar þú ert munkur í Búrma og færð ekki inn- göngu í musteri vegna þess að þú talar fyrir friði, þá er ekkert okkar í raun og veru frjálst.“ Bono og stofnun hans, Debt AIDS Trade Africa, fengu verðlaunin afhent úr höndum George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fékk verðlaunin á síðasta ári ásamt Bill Clinton fyrir fjáröflun þeirra fyrir fórnarlömb fellibylj- arins Katrínu og flóðanna í Suð- austur-Asíu. Í ræðu sinni sagðist Bono vera aðdá- andi Bandaríkjanna vegna fram- lags þeirra til heimsins en tók þó fram að þjóðin ætti við hin ýmsu vandamál að stríða. „Bandaríkin ykkar snúast um það þegar Neil Armstrong gengur á tunglinu. Bandaríkin ykkar snúast um Marshall-aðstoðina fyrir Evrópu- búa. Bandaríkin ykkar gáfu heimin- um friðarsveitirnar,“ sagði Bono. „Bandaríkin eru ekki bara land, þau eru hugmynd. Þau eru frábær og kraftmikil hugmynd um að allir séu skapaðir jafnir og eigi rétt á ákveðn- um hlutum. Á meðal þeirra eru líf, frelsi og leit að hamingjunni. Banda- ríkin geta boðið upp á mörg frábær svör. Við getum ekki leyst öll vanda- mál heimsins en við getum leyst þau sem við getum.“ Frelsisverðlaunin voru stofnuð árið 1988 til að heiðra þá einstaklinga eða stofnanir sem berjast fyrir mál- efnum sem eru í takt við grundvallar- hugmyndir Bandaríkjanna. Síðan fyrstu verðlaunin voru afhent hafa sex verðlaunahafar hlotið Friðar- verðlaun Nóbels. Á meðal Frelsis- verðlaunahafa eru Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Hamid Karzai, forseti Afganistans, og hæstaréttardómarinn Sandra Day O´Connor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.