Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 70
Bono, söngvari U2, fékk
fyrir skömmu afhent banda-
rísku Frelsisverðlaunin
fyrir mannúðarstarf sitt í
Afríku. Í ræðu sinni hvatti
hann Bandaríkjamenn til
að halda áfram að reyna að
leysa vandamál heimsins.
„Þegar fátækt umlykur líf þitt ertu
ekki frjáls. Þegar viðskiptalög
koma í veg fyrir að þú getir selt
matinn sem þú ræktaðir ertu ekki
frjáls,“ sagði Bono. „Þegar þú ert
munkur í Búrma og færð ekki inn-
göngu í musteri vegna þess að þú
talar fyrir friði, þá er ekkert okkar
í raun og veru frjálst.“
Bono og stofnun hans, Debt AIDS
Trade Africa, fengu verðlaunin
afhent úr höndum George Bush,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
sem fékk verðlaunin á síðasta ári
ásamt Bill Clinton fyrir fjáröflun
þeirra fyrir fórnarlömb fellibylj-
arins Katrínu og flóðanna í Suð-
austur-Asíu.
Í ræðu sinni sagðist Bono vera aðdá-
andi Bandaríkjanna vegna fram-
lags þeirra til heimsins en tók þó
fram að þjóðin ætti við hin ýmsu
vandamál að stríða. „Bandaríkin
ykkar snúast um það þegar Neil
Armstrong gengur á tunglinu.
Bandaríkin ykkar snúast um
Marshall-aðstoðina fyrir Evrópu-
búa. Bandaríkin ykkar gáfu heimin-
um friðarsveitirnar,“ sagði Bono.
„Bandaríkin eru ekki bara land, þau
eru hugmynd. Þau eru frábær og
kraftmikil hugmynd um að allir séu
skapaðir jafnir og eigi rétt á ákveðn-
um hlutum. Á meðal þeirra eru líf,
frelsi og leit að hamingjunni. Banda-
ríkin geta boðið upp á mörg frábær
svör. Við getum ekki leyst öll vanda-
mál heimsins en við getum leyst
þau sem við getum.“
Frelsisverðlaunin voru stofnuð árið
1988 til að heiðra þá einstaklinga
eða stofnanir sem berjast fyrir mál-
efnum sem eru í takt við grundvallar-
hugmyndir Bandaríkjanna. Síðan
fyrstu verðlaunin voru afhent hafa
sex verðlaunahafar hlotið Friðar-
verðlaun Nóbels. Á meðal Frelsis-
verðlaunahafa eru Jimmy Carter,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
og hæstaréttardómarinn Sandra
Day O´Connor.