Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 73
Um hvað fjallar myndin þín í stuttu
máli?
Þetta er ástarsaga um tvo samkyn-
hneigða glímumenn í afskekktri
sveit.
Hvaðan færðu hugmyndir að mynd-
um?
Ég veit það ekki, Bara ef ég er ein-
hvers staðar í ró og næði.
Hver er uppáhalds leikstjórinn
þinn?
Aki Kaurismäki, Woody Allen og
Bernardo Bertolucci.
Uppáhalds kvikmyndin þín?
Happiness eftir Todd Solondz.
Hvað ætlarðu að sjá á RIFF?
The Bothersome Man, eitthvað með
Fassbinder, 4 Months, 3 Weeks, 2
Days , sem vann gullpálmann í
Cannes, Óbeislaða fegurð og The
Edge of Heaven.
Um hvað fjallar myndin þín í stuttu
máli?
Hún fjallar um Anton, miðaldra
bílasala sem lætur gamlan draum
rætast og kaupir sér kúrekastígvél.
Hvaðan færðu hugmyndir að mynd-
um?
Bara frá lífinu og fólkinu í kringum
mig.
Hver er uppáhalds leikstjórinn
þinn?
Ég segi bara Ingmar Bergman af
því að ég er staddur í Stokkhólmi.
Uppáhalds kvikmyndin þín?
Persona eftir Bergman.
Hvað ætlarðu að sjá á RIFF?
Ég er ekki búinn að kynna mér dag-
skrána vel en ætla að reyna að sjá
einhverjar Fassbinder-myndir.
Um hvað fjallar myndin þín í stuttu
máli?
Hún er um mann sem felur sig undir
rúmi. Svo kemur líka ástarþríhyrn-
ingur inn í myndina.
Hvaðan færðu hugmyndir að mynd-
um?
Yfirleitt úr bókum sem ég er að
lesa. En líka úr hversdagsleikanum
og öðrum bíómyndum.
Hver er uppáhalds leikstjórinn
þinn?
Þeir eru svo margir. Það fer eftir
því hvernig skapi ég er í. Stundum
vil ég klassík eins og Hitchcock, svo
annan daginn vil ég sósíalrealisma
frá Ken Loach. Pedro Almodóvar og
Woody Allen eru líka í svolitlu uppá-
haldi.
Uppáhalds kvikmyndin þín?
The Servant frá 1964 eftir Joseph
Losey. Harold Pinter skrifaði hand-
ritið. Hún er frábær.
Hvað ætlarðu að sjá á RIFF?
Girls Rock og nýta tækifærið og sjá
Kaurismäki-mynd sem ég hef ekki
séð. Kvikmyndahátíðin er með
margar góðar myndir þetta árið svo
ég vona að ég nái að sjá sem flest.
Um hvað fjallar myndin þín í stuttu
máli?
Myndin fjallar um dauðans óvissa
tíma, líka um margt annað í leið-
inni.
Hvaðan færðu hugmyndir að mynd-
um?
Úr lífi mínu og íslenskum fornsög-
um.
Hver er uppáhalds leikstjórinn
þinn?
Ætli ég nefni ekki bara Nikita Mikail-
kov, Fellini, Woody Allen og líka
Leni Riefenstahl.
Uppáhalds kvikmyndin þín?
Í augnablikinu er það Naglinn, 15
mínútna stuttmynd sem frumsýnd
verður á næsta ári eftir mig.
Hvað ætlarðu að sjá á RIFF?
Mig langar að sjá Fassbinder-
mynd, Kaurismäki, The Band´s
Visit, stelpurokkið Girls Rock og
fjölda annarra mynda.
B&L
LANG MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI YFIR 40.000 MANNS
-AS, MBL -RÁS 2 -JIS, FILM.IS
SÝND Í REYKJAVÍK, AKUREYRI OG FJARÐABYGGÐ.
FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING / PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI
SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA