Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 64
Mér er það enn í fersku minni þegar þá nýorðn- ir tengdaforeldrar mínir íhuguðu að afneita mér sökum þess að ég játaði í einu matarboðinu að hafa ekki minnsta grun um hver Guðjón Þórðarson væri. Ég var 17 ára og mig grunaði ekki að á því heimilinu jafnaðist þetta á við að játa þá synd að vita ekki hver Ólafur Ragnar Grímsson væri. Ég sá mér þann kost vænstan að lesa mér örlítið til í heimi knatt- spyrnunnar enda kærastinn í lið- inu og stórfjölskylda hans mikið áhugafólk um sportið. Skömmu seinna byrjaði ég að vinna sem blaðamaður á Skessu- horni, héraðsfréttablaði Vestur- lands. Á milli þess sem ég skrifaði um bæjarmálin, álversáform og tók myndir af nýfæddum Vestlend- ingum mætti ég á fótboltaleiki og tók myndir af miklum móð. Fyrr- greindur kærasti í liðinu kom sér vel þegar kom að greinaskrifunum enda var markatalan yfirleitt einu upplýsingarnar sem eftir sátu í kollinum þegar heim var komið. Svo liðu árin og á einhvern dular- fullan hátt hefur íslenskur fótbolti borað sér leið inn að steinhjartanu. Mér finnst næstum því gaman að mæta á völlinn og hef gengið svo langt að horfa á beinar útsendingar frá leikjum annarra liða þegar ekk- ert skárra er í boði á öðrum sjón- varpsstöðvum. Guðjón Þórðarson, sem ég myndi jafnvel þekkja í sjón í dag, er auk þess mættur aftur í brúna hjá heimaliðinu og Íslands- mótið er spennandi sem aldrei fyrr. Hins vegar finnst mér ennþá tímasóun af verstu gerð að horfa á erlendan fótbolta þar sem maður þekkir ekki nokkurn mann í eigin persónu og hefur engra hagsmuna að gæta. Skil heldur ekki hvernig Íslendingar nenna að velta sér upp úr því að einhver Múrínjó hafi verið látinn fara frá Chelsea þegar Eiður Smári er ekki einu sinni lengur þar. Hvurn djöfulinn kemur okkur það við? Mér finnst þetta eins og að fylgjast af áhuga með bresku undankeppninni í Euro- vision.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.