Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 64

Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 64
Mér er það enn í fersku minni þegar þá nýorðn- ir tengdaforeldrar mínir íhuguðu að afneita mér sökum þess að ég játaði í einu matarboðinu að hafa ekki minnsta grun um hver Guðjón Þórðarson væri. Ég var 17 ára og mig grunaði ekki að á því heimilinu jafnaðist þetta á við að játa þá synd að vita ekki hver Ólafur Ragnar Grímsson væri. Ég sá mér þann kost vænstan að lesa mér örlítið til í heimi knatt- spyrnunnar enda kærastinn í lið- inu og stórfjölskylda hans mikið áhugafólk um sportið. Skömmu seinna byrjaði ég að vinna sem blaðamaður á Skessu- horni, héraðsfréttablaði Vestur- lands. Á milli þess sem ég skrifaði um bæjarmálin, álversáform og tók myndir af nýfæddum Vestlend- ingum mætti ég á fótboltaleiki og tók myndir af miklum móð. Fyrr- greindur kærasti í liðinu kom sér vel þegar kom að greinaskrifunum enda var markatalan yfirleitt einu upplýsingarnar sem eftir sátu í kollinum þegar heim var komið. Svo liðu árin og á einhvern dular- fullan hátt hefur íslenskur fótbolti borað sér leið inn að steinhjartanu. Mér finnst næstum því gaman að mæta á völlinn og hef gengið svo langt að horfa á beinar útsendingar frá leikjum annarra liða þegar ekk- ert skárra er í boði á öðrum sjón- varpsstöðvum. Guðjón Þórðarson, sem ég myndi jafnvel þekkja í sjón í dag, er auk þess mættur aftur í brúna hjá heimaliðinu og Íslands- mótið er spennandi sem aldrei fyrr. Hins vegar finnst mér ennþá tímasóun af verstu gerð að horfa á erlendan fótbolta þar sem maður þekkir ekki nokkurn mann í eigin persónu og hefur engra hagsmuna að gæta. Skil heldur ekki hvernig Íslendingar nenna að velta sér upp úr því að einhver Múrínjó hafi verið látinn fara frá Chelsea þegar Eiður Smári er ekki einu sinni lengur þar. Hvurn djöfulinn kemur okkur það við? Mér finnst þetta eins og að fylgjast af áhuga með bresku undankeppninni í Euro- vision.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.