Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 60

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 60
Á undanförnum árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á framkvæmd fjár- laga. Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra áformar nú enn frekari breytingar, með það að markmiði að stefnan í ríkisfjár- málunum verði markvissari. Á tímabilinu 1991-1995 var tekin upp svokölluð rammafjár- lagagerð, þar sem hvert ráðu- neyti fékk sinn útgjaldaramma og ráðherrarnir þurftu að for- gangsraða innan síns ráðuneytis. Við upphaf síðasta kjörtímabils settu stjórnvöld sér svo í fyrsta skipti útgjaldamarkmið til lengri tíma, með það að markmiði að reka ríkissjóð í jafnvægi yfir hagsveifluna. „Þessar breytingar hafa virkað vel, en þær hafa ekki leyst úr öllum málum hjá okkur,“ segir Árni. Í svokölluðum fjárreiðulög- um er gert ráð fyrir því að lögð verði fram langtímaáætlun í fjár- málum, sem hefur verið gert. Þar eru drögin lögð fyrir næstu þrjú ár á eftir. „Við teljum núna, og það er í stjórnarsáttmálanum, að við ættum að fara lengra með þetta, og fara út í rammafjárlagagerð til nokkurra ára,“ segir Árni. Þannig verði sett upp áætlun um fjárlög næstu ára, og innan þess ramma verði verkefnum forgangsraðað. Þar með hafi hver ráðherra betri yfirsýn yfir það sem koma skuli, þó að rammi hvers ráðuneytis geti verið breytilegur milli ára. „Þetta verður gert heildstætt og gæti jafnvel náð til alls kjörtíma- bilsins. Við erum að byrja að vinna í svona ramma fyrir kjörtímabilið sem var að hefjast. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svo þetta verður kannski viðameira en það verður í framtíðinni. Við reiknum með að geta lagt fram svona ramma fyrir fjárlög næstu ára á vorþingi,“ segir Árni. „Þetta verður siglingakort ríkis- stjórnarinnar inn í kjörtímabilið og um þá hluti sem hún ætlar að gera. Þess vegna skiptir mjög miklu að vandað sé til verksins.“ Hann segir þetta ekki gert sam- hliða fjárlagafrumvarpi nú vegna þess að vinna við fjárlögin hafi verið langt komin þegar ríkis- stjórnin var mynduð. „Ríkisstjórnin er eins og stórt olíuskip, menn taka ekki mjög krappar beygjur nema það verði mikill veltingur, og við erum ekki í þeirri stöðu í dag að við þurfum að búa til einhvern velting,“ segir Árni. „Þetta ætti að leiða til þess að fjárlagagerðin verði enn fyrirsjáan- legri en hún hefur verið, og meiri stöðugleiki í þessum hluta, sem ætti að hjálpa efnahagslífinu að taka ákvarðanir sem byggjast að einhverju leyti á fjárlögunum,“ segir Árni. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um breytingar sem verða á fjárlagafrumvarpi í meðförum þingsins og með fjár- aukalögum. Einnig hefur kastljósið beinst að stofnunum sem fara fram úr fjárheimildum, jafnvel ár eftir ár, og stofnunum sem safna drátt- arvöxtum vegna vöruviðskipta við birgja. Öllu þessu stendur til að breyta að sögn ráðherra. „Ég hef margsinnis sagt að það skorti aga í framkvæmd fjárlaga, og það séu ýmsir ósiðir sem menn hafa vanist á sem við þurfum að breyta,“ segir Árni. Hann segir ýmislegt hafa verið gert til að breyta þessum hugsunarhætti á undanförnum árum, og af því megi merkja árangur. „Við teljum að við getum náð meiri árangri í þessu með því að breyta vinnubrögðunum. Róttæk- asta aðgerðin í þessu væri að ná fram breytingu á framkvæmd fjáraukalaga, þannig að áætlað verði fyrir óvissuþáttum á fjár- Stórfelldar breytingar framundan Fjárlög ársins 2008 verða lögð fram á Alþingi og gerð opinber á mánudag. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra boðar í samtali við Brján Jónasson margvís- legar breytingar á framkvæmd fjárlaga sem ganga munu í garð við gerð fjárlaga ársins 2009.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.