Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 29

Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 29
Íslendingar eru sjaldséðir í Ástr- alíu. Það fengu þrjú ungmenni að upplifa í faðmi Nágranna. Ása Birna Ísfjörð er forfallinn aðdá- andi áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna. „Ég var fimm ára þegar ég byrj- aði að horfa á Nágranna með mömmu. Það kveikti áhuga minn á Ástralíu og í sumar fannst mér tími til kominn að fara,“ segir Ása Birna sem stefndi ákveðið á slóðir Nágranna í St. Kilda þegar hún fór utan með Benedikt Bjarnasyni og Helgu Jóhannesdóttur. „Á mánudögum er boðið upp á skoðunarferð og Nágrannakvöld á pöbbnum, og ég var staðráðin að fara hvern einasta mánudag,“ segir Ása Birna sem komst að raun um að ekki er allt sem sýnist í sjónvarpi. „Ramsey Street er ekki til í raun- veruleikanum, heldur heitir gatan Pin Oak. Rútubílstjórinn var með vegpresta í bílnum sem hann hengdi upp eftir þörfum og við tókum mynd- ir. Ramsey Street virðist stór gata en við Pin Oak standa aðeins átta hús og í húsunum býr fólk. Því eru atriði aldrei tekin inni í húsunum, en úti- senur auðvitað teknar við húsin á Pin Oak,“ segir Ása Birna, en þau Benedikt og Helga skörtuðu sér- útbúnum Henson-peysum með íslenskum fána og skjaldarmerki. „Fyrsta Nágrannakvöldið gáfum við leikurum íslenskt brennivín og harðfisk, en þeir skiptast á að hitta aðdáendur og eru oftast fjórir saman. Doktor Karl Kennedy leikur þarna í hljómsveit svo við gáfum honum afgang af brennivíni sem hann hellti upp á hljómsveitarmeð- limi. Næst þegar við komum til- kynnti hann gestum að aftur væru íslensku vinir hans mættir en varast skyldi brennivín Íslendinga, því það væri eitur. Dr. Karl var hins vegar hrifinn af harðfiskinum. Við skipt- umst svo á netföngum því hann vill ólmur koma til Íslands,“ segir Ása Birna sem heldur mest upp á gömlu brýnin Harold og Lou í þáttunum, en einnig Stingray. „Mér þótti mikið í hans karakter spunnið, en hann er nú dáinn í Nágrönnum. Hann mætti samt á tvö Nágrannakvöld, eyddi með okkur löngum tíma og bauð okkur í VIP- herbergi þar sem við komumst í enn meira návígi við leikarahóp Nágranna,“ segir Ása Birna, alsæl með ferðalagið og óþreyjufull að komast aftur til Ástralíu. „Upphaflega ætluðum við að ferð- ast víðar en Melbourne reyndist svo æðisleg að við tímdum ekki að fara. Íbúarnir voru svo kurteisir og alúð- legir, borgin svo falleg og hrein með náttúru og dýralíf allt um kring. Á ströndinni mættum við smávöxnum mörgæsaflokki og fórum á slóðir kóalabjarna og kengúra. Ferðalag til Ástralíu kostar minna en maður heldur og virkilega ódýrt að lifa,“ segir Ása Birna um landið sem skart- aði vori þegar haustaði heima á Íslandi. Í návígi Nágranna MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.