Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 12
Hafið þið hist áður? Hver er ykkar fyrsta minning um hvor aðra? Heiða: Nei, ég held ekki. Sigrún: Við höfum aldrei talað saman. Heiða: Við höfum kannski verið í sama partíinu einhvern tímann. Sigrún: Já, ég hef oft séð þig – úti í horni. Heiða: Annars held ég að enginn muni ekki eftir Sigrúnu sem var ekki fæddur þarna í kringum fiðlu- kaupin 1992. Ég held að það hafi verið í fyrsta skipti sem maður heyrir þetta nafn: Sigrún Eðvalds- dóttir. Sigrún: Ég man fyrst eftir Heiðu þegar hún var með stutta hárið. Hanakambinn. Þá var hún svo mikið í blöðunum og var þá Heiða í Unun. En hvernig finnst þér annars að vera alltaf Heiða í Unun? Heiða: Ég gekk í gegnum eitthvað smá gremjutímabil sem varði í ein- hverjar þrjár vikur en ég er alveg hætt að kippa mér upp við það. Nú er deilan í kringum brottrekstur Randvers úr Spaugstofunni að sjatna. Snerti það ykkur að Randver var rekinn? Hver er eftirminnileg- asti karakter Spaugstofunnar fyrr og síðar? Ef þið fengjuð það verkefni að fastráða einhvern einstakling úr þjóðfélaginu í Spaugstofuna, hvern mynduð þið ráða? Sigrún: Mér fannst allt saman í kringum brottreksturinn bara mjög leiðinlegt. Heiða: Ég er alveg á hinni skoðun- inni. Mér var nákvæmlega sama enda horfi ég ekki á Spaugstofuna. Hefði þetta verið drama sem hefði snúist um það að Jón Gnarr hefði verið rekinn úr Fóstbræðrum hefði ég tekið málið mjög nærri mér. Ég held ég hafi að vísu horft á Spaug- stofuna fyrsta árið sem hún var starfrækt, hét það ekki 89 af stöð- inni? Sigrún: Jú, eitthvað slíkt. Ég reyni að horfa á Spaugstofuna og þeir eru auðvitað misferskir. Ég man alveg eftir því að hafa einhvern tímann orðið leið á þeim. En svo er svo gaman að sjá þegar þeim tekst vel upp. Jesúbrandarinn eftir símaaug- lýsinguna um daginn var til dæmis ofboðslega fyndinn. Heiða: En eftirminnilegasti karakt- erinn? Má ég nefna karakterinn sem mér finnst minnst skemmtilegur? Það er þá litli gaurinn þarna í ryk- frakkanum sem segir alltaf þarna ma, ma, ma, ma, ... Guð minn góður hvað hann er hræðilegur. Sigrún: Já, þessi sem er alltaf á hjánum. Ég er hrifnust af Kristjáni heiti ég Ólafsson. Heiða: Ég myndi ráða Hugleik Dags- son til að taka við Spaugstofunni. Hann myndi örugglega stokka vel upp í öllu, reka flesta og breyta Spaugstofunni. Sigrún: Ég myndi ráða Helgu Brögu. Mér finnst hún brjálæðislega skemmtileg. Íslendingum hefur alltaf þótt gaman að flokka fólk í einhverja hópa. Þannig er hjörðinni smalað undir einhver yfirheiti svo sem krútt,hnakkar og svo framvegis. Hafið þið einhvern tímann orðið varar við það að vera settar í ein- hverja sérstaka grúppu? Heiða: Já, já. Ég hef tilheyrt mörg- um mismunandi hópum á mismun- andi tímabilum ævinnar. Ég hef verið gothari og svo hef ég verið pönkari. Er maður svo ekki bara í einhverri listamannabóhemaklík- unni? Mig langar allavega ofboðs- lega mikið að tilheyra þeirri kreðsu – að fólk horfi á mig og hugsi: Já, þarna fer bóhem – mikill. Sigrún: Þeir sem eru í klassískri tónlist eru auðvitað alltaf flokkaðir í sömu deild. Maður tekur alveg eftir því. Einu sinni las ég að ég væri af krúttkynslóðinni en mér finnst ég samt varla geta talist krútt í dag. Komin á ákveðinn aldur og svona. Ég held til dæmis að Sigur Rósar-gæjarnir séu svona tíu árum yngri en ég. Og þeir eru pott- þétt krúttkynslóð. En mig langaði alltaf að vera pönkari. Heiða: Varstu það ekki? Sigrún: Það er svolítið erfitt að vera klassískur fiðluleikar og pönkari um leið. Uppreisnin hjá mér braust því út í toppnum. Ég broddaklippti toppinn og var með sítt hár. Svo var ég alltaf með gel í honum. Þetta var 1984 þegar ég bjó erlendis og stund- aði nám í virtum tónlistarháskóla. Svo skammaðist ég mín svo mikið þegar kennarinn ætlaði að klappa mér á kollinn og lenti á gelveggn- um. En hvað það varðar að vera kölluð krútt þá skildi ég alveg hvað- an það kom. Það er eitthvað ákveð- ið í fasi mínu – eitthvað svona „tíhí- hí“. Frá krúttum og pönkurum í forset- ann. Hvernig líst ykkur á Ólaf Ragn- ar í sextán ár í embætti? Ef þið yrðuð að velja einhvern einn tveir og nú í það embætti, hvern mynduð þið velja? Sigrún: Mér þykja sextán ár of lang- ur tími. Held það sé kominn tími á breytingar. Það þarf að hrista upp í þessu af og til. Heiða: Ólafur Ragnar er búinn að standa sig mjög vel. En ég segi eins og Sigrún, það þarf að breyta til. Dr. Gunni var að stinga upp á Ómari Ragnarssyni sem næsta forseta. Ég held það sé ekki slæm hugmynd. Ómar hefur ansi margt sem opinber fígúra þarf að hafa. Þar má nefna hæfileikann til að ná til hópsins, góða frásagnargáfu og svo veit hann ótrúlega mikið um íslenska náttúru. Forsetinn þarf að vera gaurinn sem getur talað fallega um land og þjóð. Sigrún: Það kemur einhvern veginn enginn til mín þegar ég hugsa hver ætti að vera næsti forseti. Mér finnst forsetinn líka þurfa að vera hlutlaus og það er svo erfitt. Heiða: Já, ég held að Ómar kunni alveg að vera hlutlaus þegar kemur að þessu. Ef þú Heiða, hétir og værir Sigrún Eðvaldsdóttir í einn dag – hvernig myndirðu mæta til fara á fínustu sinfóníutónleika Íslandssögunnar? En þú Sigrún, ef þú hétir Heiða í einn dag – með hvaða rokkara værirðu helst til í að spila? Hvaða hljóðfæri í sinfóníuhljómsveitinni sérðu Heiðu fyrir þér spila á, Sigrún? Og hvaða hárgreiðslu myndirðu setja í Sigrúnu fyrir rokktónleika, Heiða? Heiða: Ég myndi biðja einhvern um að hanna á mig ljósblátt fjaðradress, skósítt. Svo hefði ég fjaðraskúf á hausnum og uppsett hár. Blái litur- inn myndi fara þér mjög vel, Sig- rún. Sigrún: Ég myndi rokka með Mick Jagger væri ég Heiða. Ég held hann sé nefnilega svolítið skemmtilegur. Ég var að vísu eitthvað að spá í Rod Stewart. Heiða: Vá, ég er fegin að þú valdir Mick Jagger en ekki Rod Stewart. Hann er samt alveg góður söngvari en ég held að Jagger sé mun skemmtilegri félagsskapur, og ekki eins halló. Sigrún: En ætti ég að setja Heiðu á eitthvert hljóðfæri í sinfóníuhljóm- sveitinni þá held ég að ég sjái hana strax fyrir mér á celesta, það er ekki píanó heldur hálfgert hljóm- borð með bjölluhljómi. Heiða: Vá, æðislegt. Vantar svoleið- is í sinfóníuhljómsveitina? Sigrún: Nei. En spilarðu á hljóm- borð? Heiða: Ég get alveg gert það. En ókei, hvaða hárgreiðslu myndi ég setja í Sigrúnu fyrir rokktónleika? Hvað væri hún að fara að spila á? Já, ókei, fiðluna sína. Ég held það þyrfti svolítið mótvægi við tónlist- ina þannig að ef þetta væri mjög þungt rokk myndi ég setja alveg fullt af fléttum. Þannig að hárið myndi rísa upp þegar hún væri að spila á fiðluna sína. Það væri mjög fallegt. Að Íslendingnum og þjóðarsálinni. Hvernig kemur hinn dæmigerði Íslendingur ykkur fyrir sjónir? Hvaða opinberu persónu, sem þið þekkið ekki, mynduð þið velja til að leigja herbergi í forstofunni hjá ykkur, ættuð þið engra kosta völ? Heiða: Ég held oft að ég sé komin með einhverja hugmynd um ákveðna þjóðarkaraktera en svo gerist eitthvað sem skekkir þá mynd. Það gerðist til dæmis þegar ég ferðaðist um landið síðastliðið vor og það kom mér mjög á óvart að ég fann hvergi þennan landsbyggð- arbúa sem ég hélt að væri þarna á hverju strái. Internetið og lággjalda- flugfélög eru búin að gera heiminn miklu minni. Íslenska stereótýpan er sögð vera drykkfelld og sú skoska nísk. En ætli við séum ekki bara allskonar. Sigrún: Já, ég er sammála Heiðu og er alltaf á móti því að setja fólk í kassa. En samt stundum sér maður fólk sem er óvart í einhverjum ákveðnum kassa. Íslendingar á flug- völlum skera sig til að mynda alltaf úr með fasi sínu og látum. Það er ákveðin stereótýpa sem ég tengi sjálfa mig alltaf við og það er sjóar- atýpan. Þeir hafa ákveðið fas sem mér finnst ég sjálf hafa og alltaf þegar ég segi brandara finnst mér ég fara í einhvern sjómannsgír. Og ég kann ofboðslega vel við sjómenn – þeir segja alltaf það sem þeir meina, þeir þora að stríða og eru mjög hressandi. Hreinir og beinir og röff. Heiða: Þarna erum við líka komnar að eiginleika sem ég held að flestir Íslendingar hafi en það er vinnu- semi. Það er alltaf verið að tala um hvað við höfum það gott en í raun- inni er málið bara það að við vinnum eins og skepnur. Við náum að halda uppi lífsstíl okkar með því að vinna myrkranna á milli. En þú spyrð um leigjanda. Mér finnst myndlistar- fólk mjög spennandi kostur þar sem því fylgir svo mikið skapandi dót. Leikari myndi ekki hafa jafn mikið af slíku í eftirdragi. Dót myndlistar- manns myndi gera íbúðina mína miklu skemmtilegri. Held hann Ási, Ásmundur Ásmundsson, yrði fyrir valinu. Sigrún: Ef ég yrði, væri ég alveg til í að leigja Ingibjörgu Sólrúnu. Ég myndi treysta henni mjög vel og ég held hún yrði ekki með neitt vesen eða stæla. Ég hugsa að það gæti orðið mjög þægilegt fyrirkomulag. Heiða: Mér finnst mig nefnilega vanta svolítið meira vesen. Ég vil ekki hafa það of þægilegt. Sigrún: Já, í hvaða stjörnumerki ertu? Heiða: Ég er vatnsberi, vilja þeir vesen? Sigrún: Já, er það ekki. Ég er stein- geit og heima hjá mér þarf ég að hafa allt í góðum ramma. Að lokum. Ef þið mættuð bæta inn einni spurningu í viðtalið, handa hvor annarri, hver yrði spurningin og hvert yrði svarið? Sigrún: Trúir þú á engla, Heiða? Heiða: Nei, ég trúi ekki á engla. En ég trúi á guð þótt ég haldi ekki að við breytumst í engla. Ég held það sé til gott fólk og svo ekki alveg eins gott fólk í þessu lífi. Svo má vera að besta fólkið í þessu lífi sé hálfgerðir englar. En það er allavega ekki dáið fólk sem kemur aftur með vængi. Ókei, ég er með spurningu fyrir þig. Hefurðu einhvern tíma prófað að láta fiðluna þína í gegnum overdri- ve pedal? Sigrún: Hvað er það? Heiða: Það bjagar hljóðið, Magga Stína hefur gert það. Sigrún: Já vá, nei ég hef ekki gert það. Ég er svo hrikalega hefðbund- in. Einu sinni las ég að ég væri af krúttkynslóðinni en mér finnst ég samt varla geta talist krútt í dag. Komin á ákveð- inn aldur og svona. Ég held til dæmis að Sigur Rósar-gæj- arnir séu svona tíu árum yngri en ég. Og þeir eru pottþétt krúttkynslóð. Bóhem og sjóari Sigrúnu Eðvaldsdóttir finnst hún of gömul til að vera kölluð krútt. Heiðu Eiríksdóttur er alveg sama þótt hún heiti Heiða í Unun en vill aftur á móti að samborgarar hér í bæ kalli sig bóhem. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við tónlistarkonurnar um forsetaefni og fræga leigjendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.