Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 22
6 sport B rynjar Björn býr við þann munað að vera mjög fjölhæfur leikmaður og hefur hann spil- að margar stöður á vellinum með liðum sínum í gegnum tíðina. Með Reading í ensku úrvalsdeildinni hefur Brynjar Björn spilað sem miðju- maður, miðvörður og bakvörður. Listi hans yfir fimm erfiðustu andstæðing- ana endurspeglar þennan fjölbreyti- leika, enda er þar að finna vængmann (Ronaldo), sóknarmann (Crouch) og miðjumenn. Brynjar einskorðaði val sitt við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og leikmenn sem eru enn að spila. „Þeir sem eru ekki á listanum en hefðu lík- lega verið þar eru leikmenn á borð við Zinedine Zidane, Roy Keane og fleiri sem ég hef spilað gegn með landsliðinu í gegnum árin. En þetta eru erfiðustu leikmenn- irnir sem ég er búinn að spila við að undanförnu,“ segir Brynjar. Hver er best klæddur? Andy van der Meyde er alltaf flottur í tauinu, spilaði með Inter á sínum tíma og hefur heldur betur komist inn í tískuna í Mílanó. Hver er verst klæddur? Phil Neville án efa. Klæðist bara íþróttagöllum, oftast of stórum. Það versta við þetta er að hann heldur að hann sé best klæddur. Hver hlustar á verstu tónlistina? Alan Stubbs, hlustar bara á ömurlegt heavy metal. Hver á flottasta bílinn? Þeir eru nokkrir flottir. Cahill og Arteta standa upp úr, Cahill á flottan Ferrari og Arteta á flottan Porsche. Hver á ljótasta bílinn? Það á eigin- lega enginn ljótan bíl. Við ungu strák- arnir eigum ódýrustu og kannski þar af leiðandi ljótustu? Hver er stæltastur? Þótt ég sé ekki mikið að horfa á aðra í liðinu þá er Joleon Lescott mjög köttaður. Hver er alltaf á síðustu stundu? Joseph Yobo. Hann gleymir sér stundum. Hver eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn? Victor Anichebe, vill líta vel út. Tjáir manni oft hversu fallegur honum finnst hann sjálfur vera. Hver er hjátrúar- fyllstur? James McFadden. Getur ekki farið út á völl án þess að hlusta á „I Wanna Be (500 Miles)“ með The Proclaimers og kyssa mynd af William Wallace. Hversu góður er þjálfarinn þinn í fótbolta, á skalanum 1-10? Þjálfarinn (David Moyes) myndi fá 5. Hefur ekki mikinn hraða og er ekkert rosalega teknískur. Með Bjarna Þór Viðarssyni ÍBÚNINGS- KLEFANUM PAPA DIOP Félag: Portsmouth Aldur: 29 ára Líklega ekki besti leikmaðurinn í þessum hópi en það er rosalega erfitt að eiga við hann. Hann er vel yfir 190 cm á hæð og örugglega yfir 100 kíló en getur samt hlaupið upp og niður völlinn eins og hver annar meðalmaður. Vegna þess hversu stór og sterkur hann er, þá er erfitt að komast nálægt honum og ná af honum boltanum. Svo er hann líka mjög hættulegur í öllum hornum og aukaspyrnum. STEVEN GERRARD Félag: Liverpool Aldur: 27 ára Þegar hann spilar vel spilar Liverpool vel. Er duglegur, bæði varnarlega og sóknarlega, og þess vegna mjög mikilvægur fyrir liðið. Þegar ég var í Watford spiluðum við gegn Liverpool í undanúrslitum deildarbikarsins þar sem liðið var alls ekki að spila vel. Gerrard skoraði hins vegar eitt mark í hvorum leik, heima og að heiman, og kom þeim áfram í úrslita- leikinn. PETER CROUCH Félag: Liverpool Aldur: 26 ára Ég spilaði einn leik sem miðvörður á síðasta tímabili gegn Liverpool. Crouch er rosalega erfiður vegna þess hversu stór hann er, en svo er hann lúmskt góður með boltann líka. Það var alveg sama hversu oft maður reyndi að vinna skallabolta – það var bara ekki möguleiki. Í eitt skiptið þegar hann fékk boltann í fæturna voru olnbogar hans í höfuðhæð við mig. Hann sló úr mér tönn, labbaði framhjá mér og skoraði. RONALDO Félag: Man. Utd. Aldur: 22 ára Hann er gríðarlega fljótur og góður með boltann en svo er hann einnig stór og sterkur. Einn af fáum leikmönnum í dag sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. Þó hann spili á kantinum er mikil hreyfing á honum og hann kemur mikið inn á miðjuna til að fá boltann og skapa sér pláss. Maður verður bara að vona að hann eigi slæman dag til að eiga ein- hverja möguleika á móti honum. PAUL SCHOLES Félag: Man. Utd. Aldur: 32 ára Er búinn að vera einn besti miðjumaðurinn á England í mörg ár. Hefur allt sem góður miðjumaður þarf. Heldur boltanum vel, gefur góðar sendingar og skorar alltaf nokkur mörk á hverju tímabili. Hann er ekkert sérstaklega fljótur en hann hreyfir sig vel og skapar sér alltaf pláss þegar hann fær boltann. Þess vegna er mjög erfitt að komast nálægt honum. Einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Brynjar Björn Gunnarsson, leik- maður Reading í ensku úrvalsdeildinni, er margreyndur lands- liðs- og atvinnumaður sem spilað hefur gegn mörgum af bestu leik- mönnum heims. Sport fékk Brynjar til að velja þá fimm erfiðustu sem hann þurft að kljást við. ERFIÐUSTU ANDSTÆÐINGARNIR ERLENDIR LEIKMENN HERTAKA ENSKA BOLTANN Enska úrvalsdeildin er alþjóðlegasta knattspyrnudeild Evrópu en 55% leikmanna deildarinnar hafa ríkisborgararétt utan Englands. Þetta er langhæsta hlutfall erlendra leikmanna í evrópskri knattspyrnu, en þýska úrvalsdeildin kemur næst í röðinni með 44,8% leikmanna ættaða frá löndum utan Þýskalands. Til samanburðar má nefna að 34,3% leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar eru útlendingar en hlutfallið er ekki nema 28,9% í ítölsku Serie A deildinni. Þessar upplýsingar koma fram í árlegri skýrslu stéttarfélags evrópskra knattspyrnumanna. Fulltrúar íþróttamála í stjórnsýslunni í Bretlandi eru allt annað en sáttir með stöðu mála og íhuga að grípa til aðgerða, t.d. með því að setja þak á fjölda erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Rétt er að geta þess að um er að ræða tölur frá síðustu leiktíð, en fastlega má gera ráð fyrir að hlutfallið sé töluvert hærra á þessu tímabili, enda voru fjölmargir erlendir leikmenn keyptir til enskra félagsliða í sumar. Þess má geta að aðeins 37% þeirra leikmanna sem tóku þátt í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst voru Englendingar. Arsenal stendur sig sýnu best í alþjóðavæðingunni, en tveir enskir leikmenn eru í aðalliðinu – Theo Walcott og Justin Hoyte. Báðir eru þeir varamenn. Í ensku úrvalsdeildinni er að finna leikmenn frá hverju heimshorni. Aðalfundur í Valsmönnun hf. verður haldinn miðvikudaginn 17. október. n.k. kl. 20:00 að Hlíðarenda. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Tillaga um heimild til aukningar á hlutafé félagsins. Gert er ráð fyrir að hluthafar falli frá forkaupsrétti. 4. Tillaga um heimild stjórnar Valsmanna hf. til að selja hlutafé Hlíðarfótar ehf. 5. Önnur mál. Hluthöfum félagsins er jafnframt boðið að vera viðstaddir formlega stofnun styrktarsjóða Vals, sem samþykkt var að stofna á síðasta aðalfundi félagsins. Athöfnin fer fram á Hlíðarenda og hefst kl. 19:00 Aðalfundur Valsmanna hf Dagskrá:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.