Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 24
8 sport NÝ GULLÖLD Í VÆNDUM Á HL G U L L A L D A R Á R IN 1 97 6- 19 87 20 ára bið Vals- manna eftir Íslandsmeistaratitli karla í knattspyrnu tók enda í lok síðasta mánaðar þegar 1-0 sigur á HK í lokaumferð Landsbankadeildar- innar var í höfn. Sigurbjörn Hreiðars- son, leikmaður Vals til 14 ára og fyrirliði síðustu fimm ára, lyfti bikarnum hátt á loft og Þorgrímur Þráinsson, sem hafði staðið í nákvæmlega sömu spörum tveimur áratugum fyrr, fylgdist með – dreyminn á svip. Það gerðu Grímur Sæmundsen og Guðmundur Þorbjörns- son, fyrirliðar Íslandsmeistaraliðs Vals 1985 og 1980, sömuleiðis. „Vissulega vakti þessi stund upp gamlar minningar. Það er með ólíkindum að hugsa til þess að það séu svö mörg ár liðin frá því að við fögnuðum titlinum sem leikmenn. Það er ennþá eins og þetta hafi gerst í gær,“ segir Grímur, sem nú er formaður Vals. LIÐIÐ 1976 VAR FLOTTAST Tímabilið sem Grímur vitnar til nær frá 1976 til 1987, þegar Valur hafði á að skipa einhverjum öflugasta kjarna knatt- spyrnumanna sem nokkurn tíma hefur spilað saman á Íslandi. Auk Guðmundar og Gríms samanstóð þessi kjarni af leikmönnum á borð við Atla Eðvaldsson, Hermann Gunnarsson, Inga Björn Albertsson, og síðar Þorgrím, Sævar Jónsson og Guðna Bergsson – svo einhverjir séu upptaldir. Titillinn 1976 var fyrsti sigur Vals í þessari 11 ára lotu, þar sem Hlíðarenda- félagið var lið númer eitt á landsvísu – liðið sem aðrir óttuðust. „Fyrir mér er titillinn 1976 sá eftirminnilegasti því þá unnum við tvöfalt. Það var ekki leiðinlegt að ná þeim áfanga svo snemma á ferlinum,“ segir Guðmundur, sem þá skoraði 11 mörk á Íslandsmótinu – aðeins 19 ára gamall. Þorgrímur kom inn í Valsliðið árið 1979, ári eftir að liðið náði besta árangri sem náðst hefur frá upphafi í efstu deild. Sumarið ´78 tapaði Valsliðið einu stigi og hefur það lið gjarnan verið nefnt það sterkasta í sögunni. „Þetta var ótrúlegur hópur sem ég gekk inn í,“ segir Þor- grímur. „Hún lifir sterkt í minningunni, tilfinningin þegar ég hljóp inn á völlinn, leit í kringum mig og sá þessa stráka sem voru með mér í liði. Þá hugsaði maður: Það er ekki séns að við töpum þessum leik,“ útskýrir Þorgrímur og brosir. „Þessi tilfinning lifði ár eftir ár – við fórum inn á völlinn sem sigurvegarar. Og þetta var æðisleg tilfinning,“ bætir hann við. Guðmundur tekur undir en segir að ´76-liðið hafi alls ekki verið síðra en ´78- liðið. „Þó að við höfum ekki fengið jafnmörg stig þá og 1978 var liðið svo ofsalega vel spilandi. Frábært fótbolta- lið,“ segir Guðmundur. „Það var svona Arsenal-fílingur yfir því liði,“ bætir Grímur við glottandi. SIGURBJÖRN FYLGDIST VEL MEÐ Á þessum árum var Sigurbjörn, fæddur árið 1975 á Dalvík, að stíga sín fyrstu skref - í b leið og ha að bera ta hefur haf um að far flutti í bæ „Ég m vann titla Guðmundur, Þorgrímur og Grímur rifjuðu upp gamlar sögur úr búningsklefanum frá því á gullaldarárunum og Sigurbjörn, núverandi fyrirliði Íslandsmeistara Vals, lagði við h kjarnann í einhverju alsterkasta liði sem stillt hefur verið upp á Íslandsmóti í fótbolta hér á landi. Sigurbjörn er hluti af kjarnanum í núverandi liði Valsmanna. Guðmundur Þorbjörnsson er verkfræðingur, Grímur Sæmundsen er læknir, Þorgrímur Þráinsson er rithöfundur og Sigurbjörn Hre legt að vera Valsarar í húð og hár, sem upplifað hafa sinn æðsta draum – að lyfta Íslandsmeistarabikarnum á loft, klæddir rauðu treyju Guðjónsson ræddi við fjórmenningana um fortíð og framtíð knattspyrnuliðs Vals. 976 Valur hafði á stórkostlegu liði að skipa þetta tímabil og leiddi Íslandsmótið frá því í 3. umferð. Í liðinu voru nánast eintómir landsliðsmenn sem spiluðu frábæran fótbolta sín á milli. Liðið hlaut alls 25 stig, einu meira en Framarar sem urðu í 2. sæti. Liðið skoraði langflest mörk, 45 talsins, en fékk um leið fæst mörk á sig, aðeins 14. Þjálfari: Júrí Ilitchev Fyrirliði: Ingi Björn Albertsson Markahæstir: Ingi Björn Albertsson 16 Hermann Gunnarsson 11 Guðmundur Þorbjörnsson 11 1978 Valsmenn unnu Íslandsmeistatitil- inn með fádæma yfirburðum þetta sumarið. Liðið vann fyrstu 16 leiki sína á tímabilinu og endaði á því að tapa aðeins einu stigi í alls 18 leikjum, sem er besti árangur sem náðst hefur í sögu efstu deildar hér á landi. Þetta lið hefur gjarnan verið nefnt sem það sterkasta frá upphafi á Íslandi. Þjálfari: Gyula Nemes Fyrirliði: Ingi Björn Albertsson Markahæstir: Ingi Björn Albertsson 15 Atli Eðvaldsson 10 Guðmundur Þorbjörnsson 8 1980 Nokkur endurnýjun átti sér stað hjá Valsliðinu fyrir sumarið 1980 en þrátt fyrir það voru miklar væntingar gerðar til liðsins. Leikmenn stóðust þær væntingar og stóðu uppi sem sigurvegarar í mótslok. Valur hlaut 28 stig, þremur stigum meira en Fram sem varð í öðru sæti. Enn á ný skoraði Valur flest mörk allra liða í deildinni og fékk um leið fæst á sig. Þjálfari: Volker Hofferbert Fyrirliði: Guðmundur Þorbjörnsson Markahæstur: Matthías Hallgrímsson 15 1985 Valur hafði lent í 2. sæti sumarið áður og eftir nokkur mögur ár eftir titilinn 1980 var ekkert annað en sigur í deildinni talið viðunandi árangur. Liðið byrjaði illa og var í neðri hluta deildarinnar eftir fyrsta þriðjunginn. En 23 stig af 26 mögulegum í síðustu 13 leikjunum gerðu það að verkum að liðið trónaði á toppnum í lok sumars. Gríðarlega öflugur varnarleikur lagði grunninn að titlinum, en liðið fékk aðeins á sig 12 mörk allt sumarið. Þjálfari: Ian Ross Fyrirliði: Grímur Sæmundsen Markahæstur: Guðmundur Þorbjörnsson 12 1987 Flestir bjuggust við öruggum sigri Valsmanna á Íslandsmótinu þetta ár og sú átti eftir að verða raunin. Liðið tapaði aðeins einum leik, gerði sjö jafntefli og vann 10 leiki. Þegar upp var staðið munaði fimm stigum á Val og erkifjendunum í Fram, sem enn á ný þurftu að gera sér 2. sætið að góðu. Vörn liðsins var frábær allt sumarið og fékk liðið aðeins á sig 10 mörk í leikjunum 18. Þjálfari: Ian Ross Fyrirliði: Grímur Sæmundsen Markahæstur: Guðmundur Þorbjörnsson 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.