Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 84
Handknattleiksmaðurinn Jaliesky Garcia er kominn á fullt skrið á nýjan leik eftir að hafa slitið krossbönd í hné á síðasta ári. Garcia upplifði erfiðustu tíma ferils- ins á meðan á langri endurhæfingunni stóð en leyfir sér nú að dreyma um að spila með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Noregi á næsta ári. Eftir Vigni Guðjónsson É g er ekki sami leikmaður-inn og áður. Slæm meiðsli hafa áhrif á líkamann en það þýðir samt ekki að ég sé síðri leikmaður. Ég finn lítið sem ekk- ert fyrir eymslum vegna meiðsl- anna og myndi telja að ég væri orðinn svona 95% góður. Mér líður mjög vel og hef aldrei haft jafn gaman af því að spila handbolta og nú,“ segir íslenski landsliðsmað- urinn Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta. Eftir að hafa slitið krossband í hægra hné í október á síðasta ári og brotið bein í vinstri hendi í ágúst er Garcia loksins orðinn heill heilsu og þykir hann hafa spilað afar vel í síðustu leikjum Göppingen. „Ég bæti við mig nokkrum mínútum í hverjum leik og er farinn að spila allt að 20-30 mínútur í leik. Þjálfarinn tekur enga áhættu með mig og vill auka álagið jafn og þétt. Ég er mjög sáttur við það.“ Þann 25. október næstkomandi er eitt ár liðið frá því að Garcia sneri sig illa á æfingu með Göppingen með þeim afleiðingum að krossbandið slitnaði. Garcia fór í aðgerð nokkrum dögum síðar og við tók löng og ströng endur- hæfing sem fól í sér sjúkraþjálfun og styrktaræfingar. Garcia segir fyrstu sex mánuði ársins hafa reynst sér afar erfiða. „Það er margt sem fer í gegnum hugann á svona stundum. Það kom fyrir að ég efaðist um að ég myndi spila handbolta nokkurn tímann aftur. Ég held að þeir einu sem átti sig á því andlega álagi sem fylgir því að æfa einsamall í yfir hálft ár séu þeir sem hafa lent í því sjálfir,“ útskýrir Garcia. GEFUR KOST Á SÉR Í LANDSLIÐIÐ Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur opinberlega lýst því yfir að Garcia hafi verið sárt saknað í verkefnum landsliðsins undanfarin misseri. Garcia spilaði síðast fyrir landsliðið á æfingamóti í Póllandi fyrir tæpum tveimur árum, en hann hefur auk þess misst af síðustu þremur stórmótum vegna meiðsla eða persónulegra ástæðna. „Ég hef saknað þess að spila fyrir landsliðið,“ segir hann. „Það er alltaf öðruvísi að spila með landsliði en félagsliði. Andrúms- loftið er skemmtilegra og það er alltaf gaman að hitta strákana. Auk þess fær maður þá tækifæri til að koma til Íslands,“ segir Garcia og hlær en hann hefur verið í góðu sambandi við Alfreð allt frá því að endurhæfingin hófst. „Við ræðum alltaf saman annað slagið og förum yfir stöðuna. Mitt viðhorf gagnvart landsliðinu er ávallt það sama – ef ég er heill heilsu gef ég kost á mér,“ segir Garcia. Framundan eru æfinga- búðir með landsliðinu sem eru fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir EM í Noregi sem fram fer í upphafi næsta árs. Garcia vonast til þess að vera valinn í þann hóp. „Það var hrikalegt að missa af HM í Þýskalandi á þessu ári og það er langt síðan ég fór að hugsa um EM í Noregi. Mig dreymir um að fá tækifæri til að spila þar.“ DREYMIR UM EM Í NOREGI Garcia segir að eitt af því jákvæðasta við að vera valinn í landsliðið sé tækifærið til að koma til Íslands, skoða landið og heilsa upp á vini og kunningja. SPORT/GVA 12 sport Markúsar Mána Michaelssonar, besta leikmenn Íslandsmótsins í fyrra, hefur verið sárt saknað hjá handknattleiksliði Vals það sem af er tímabili í N1- deildinni, en hann hefur lítið sem ekkert æft með liðinu í haust vegna anna í vinnu. Forsvarsmenn Straums, fjárfestingarbankans sem Markús Máni starfar hjá, eru hins vegar í skýjunum með að geta notað krafta hans að fullu. Markús Máni er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá Straumi frá því hann sneri aftur til Íslands úr atvinnumennsku í fyrra. „Markús Máni er algjör lykilmaður hjá okkur. Við erum afskaplega fegnir að hafa hann,“ segir Höskuldur Ari Hauksson, yfirmaður markaðsviðskipta hjá Straumi, en það er sú deild sem Markús Máni starfar hjá. Höskuldur hefur starfað hjá Straumi frá því í apríl en segir Markús hafa heillað sig upp úr skónum frá þeim tíma. „Hann er frábær drengur, öflugur starfskraftur og alveg pottþéttur.“ Á handboltavellinum er Markús Máni þekktur fyrir mikinn dugn- að og kröftugan leik. Hann þykir mikill leiðtogi á velli og tekur ævinlega af skarið þegar þörf er á. Höskuldur segir að Markús hafi sama mann að geyma í dagvinnunni. „Hann er stjarna, innan vallar sem utan.“ STJARNA INNAN VALLAR SEM UTAN Jaliesky Garcia Fæðingardagur: 28. janúar 1975 Hæð: 1,94 cm Landsleikir: 39 Mörk: 148 (3,8 að meðaltali í leik) VISSIR ÞÚ... ... að tilviljun ein réð því að Garcia byrjaði að æfa handbolta, þá níu ára gamall. Handboltaþjálfari kom í skólann hans í smábænum Pinar Del Rio á Kúbu og bað þá sem hefðu áhuga á að æfa íþróttina að rétta upp hönd. Það gerði Garcia, án þess að hafa hugmynd um hvað íþróttin snerist um. ... að Garcia kom til Íslands fyrir tilstilli vinar síns, landsliðs- mannsins fyrrverandi Julian Duranona, sem náði að sannfæra forráðamenn HK um að fá Garcia á reynslu. Hann hafði þá ekki æft að viti í um þrjú ár en svo fór að Garcia fékk samning hjá HK. ... að eiginkona Garcia er frá Púertó Ríkó og hefur leikmaðurinn lýst því yfir að hann muni líklegast flytja þangað þegar hand- boltaferlinum lýkur. Hann hefur þó hug á því að spila sitt síðasta tímabil í handbolta á Íslandi. 1902 Alf Common frá Sheffield Utd. til Sunderland – 520 pund Fyrsta salan yfir 500 pund 1905 Alf Common frá Sunderland til Boro – 1.000 pund Fyrsta salan yfir 1000 pund 1914 Perci Dawson frá Hearts til Blackburn – 2.500 pund Fyrsta salan yfir 2.500 pund 1922 Syd Puddefoot frá West Ham til Falkirk – 5.500 pund Fyrsta salan yfir 5.000 pund 1928 David Jack frá Bolton til Arsenal – 10.890 pund Fyrsta salan yfir 10 þúsund pund 1949 Eddie Quigley frá Sheffield Wednesday til Preston – 26.000 pund Fyrsta salan yfir 25 þúsund pund 1957 John Charles frá Leeds til Juventus – 65.000 pund Fyrsta salan yfir 50 þúsund pund 1961 Dennis Law frá Man. City til Torino – 110.000 pund Fyrsta salan yfir 100 þúsund pund 1977 Kevin Keegan frá Liverpool til Hamburg – 500.000 pund Fyrsta salan yfir 500 þúsund pund 1979 Trevor Francis frá Birmingham til Nott. Forest – 1.180.000 pund Fyrsta salan yfir milljón pund 1986 Mark Hughes frá Man. Utd. til Barcelona – 2.300.000 pund Fyrsta salan yfir 2 milljónir punda 1987 Ian Rush frá Liverpool til Juventus – 3.200.000 pund Fyrsta salan yfir 3 milljónir punda 1989 Chris Waddle frá Tottenham til Marseille – 4.250.000 pund Fyrsta salan yfir 4 milljónir punda 1991 David Platt frá Aston Villa til Bari – 5.000.000 pund Fyrsta salan yfir 5 milljónir punda 1996 Alan Shearer frá Blackburn til Newcastle – 15.000.000 pund Fyrsta salan yfir 15 milljónir punda 1999 Nicolas Anelka frá Arsenal til Real Madrid – 22.500.000 pund Fyrsta salan yfir 20 milljónir punda 2001 Juan Veron frá Lazio til Man. Utd. – 28.100.000 pund Fyrsta salan yfir 25 milljónir punda 2002 Rio Ferdinand frá Leeds til Man. Utd. – 30.000.000 pund Fyrsta salan yfir 30 milljónir punda ÞRÓUN KAUPVERÐS Í ÚRVALSDEILDINNI ENSKU Nokkuð er liðið frá því að Markús Máni Michaels- son reimaði á sig skóna í bún- ingsklefa Vals- manna. SPORT/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.