Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 6
 Nýr meirihluti í borgar- stjórn tók við í gær. Dagur B. Egg- ertsson, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, tók við starfi borgarstjóra og Margrét Sverrisdóttir, vara- borgarfulltrúi F-lista, tók við emb- ætti forseta borgarstjórnar. Hún stýrði kosningu í ráð og nefndir. Ekki var gefið upp fyrir fundinn hverjir yrðu tilnefndir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í ljósi umræðunnar undanfarna viku ríkti nokkur eftirvænting eftir því hver tæki sæti formanns. Svo fór að kjörnir fulltrúar meiri- hlutans draga sig úr stjórn fyrir- tækisins meðan skoðun á því stend- ur yfir og tilnefna þeir þess í stað trúnaðarmenn. Fulltrúi Samfylk- ingarinnar og stjórnarformaður verður Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bif- röst, fulltrúi Vinstri grænna verður Ástráður Haraldsson hæstaréttar- lögmaður. Fyrir Framsóknarflokk- inn situr Jón Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra. Hann verður jafnframt varaformaður stjórnar. Á dagskrá fundarins voru stefnu- mál nýs meirihluta en umræðan snerist þó fyrst og fremst um nýliðna atburði í orkumálum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýndu vinnubrögð nýja meiri- hlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokks segir ótrúleg vinnubrögð hjá nýjum meirihluta að neita að ræða stefnu- mál sín, þeirra á meðal málefni Orkuveitu Reykjavíkur. „Það er heigulsháttur að þora ekki að ræða í borgarstjórn Reykjavíkur, mál sem hefur misboðið borgarbúum, og þeir vilja fá svör við,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Frestun á gildistöku vatnalaga um eitt ár er tilraun ríkisstjórnarinnar til að kaupa sér tíma til að vinna úr ósamkomulagi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sagði Valgerður Sverrisdóttir, vara- formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Rætt var um frumvarp iðnaðarráðherra í umræð- um um störf þingsins í gær, en þar er lagt til að gild- istöku vatnalaga verði frestað um eitt ár, fram til 1. nóvember á næsta ári. Valgerður sagði gott samkomulag hafa verið milli sjálfstæðisfólks og framsóknarflokks um vatnalög- in. Samið hafi verið um það við stjórnarandstöðuna að skipa nefnd til að fara yfir málið eftir langt mál- þóf, og það hafi verið fyrir handvömm að það hafi ekki verið gert. „Ég hélt eitt augnablik að [...] Valgerður Sverris- dóttir ætlaði að koma upp og þakka mér fyrir að hafa mokað út úr flórnum sem hún skildi eftir ómok- aðan,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Vatnalögum sé frestað til að hægt sé að efna loforð fyrrverandi ríkisstjórnar um að skipa nefnd til að fara yfir málið. „Frestur er sannarlega á illu bestur,“ sagði Álf- heiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna. „[Iðn- aðarráðherra] getur greinilega ekki staðið við þá sannfæringu sína, þau kosningaloforð og sameigin- lega stefnu stjórnarandstöðunnar á síðasta þingi að fella þessi lög úr gildi.“ Finnst þér biðlaun stjórnmála- manna of há? Trúir þú orðum Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar um að hann hafi ekki séð minnisblað um REI? Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir sjálfboðaliðum í vinnu með börnum og ungmennum. Markmið verkefnisins er að auðvelda ungum innflytjend- um aðlögun að íslensku samfélagi og skapa vettvang fyrir íslensk og erlend ungmenni í starfi Rauða krossins. Sjálfboðaliðar þurfa að vera 17 ára og eldri, hafa áhuga á vinnu með börnum og ungmennum og sækja grunnnám- skeið um starf og hugsjónir Rauða krossins. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 og á raudikrossinn.is er styrktaraðili átaksins Fyrsta umræða um frumvarp um afnám einkaleyfis ÁTVR á sölu á léttu áfengi og tóbaki hófst í Alþingi á mánu- dag, hélt áfram í gær, og var ekki lokið þegar þingfundi var slitið. Frumvarpið er samhljóða frumvörpum sem lögð hafa verið fram á þingi síðustu fjögur ár, en hafa ekki náð fram að ganga. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu sem fyrsti flutningsmaður þess. Hann tekur þar við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra, sem flutt hefur málið síðustu fjögur ár. Umræða á þingi á þriðja dag Ósætti innan ríkisstjórnar Maður var sýknaður af ákæru um líkamsárás í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Honum var gefið að sök að hafa kýlt annan mann við Glaumbar í ágúst í fyrra þannig að hann féll í götuna, braut tvær tennur og hlaut heilahristing. Maðurinn játaði að hafa kýlt fórnarlambið til að verja sig, en aðeins laust. Hópur manna hafi síðan sparkað í hann liggjandi. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki sé hægt að útiloka að maðurinn hafi hlotið áverkana við það að hópur manna hafi veist að honum, og því ekki hjá öðru komist en að sýkna. Urðu að sýkna vegna óvissu Það væri óheppilegt missi lögreglan æfingasvæði á fyrrverandi varnarsvæði í Hval- firði, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Þá þurfi vænt- anlega að leita annað til að stunda æfingar sem hafa farið þar fram. Eins og fram hefur komið hefur útboð á svæðinu og mannvirkjum sem þar eru farið fram, og átti Skeljungur hæsta boðið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur haft svæðið fyrir æfingar undanfarin ár, en henni hefur ekki verið til- kynnt að hún missi aðstöðuna. Haraldur segir í tölvupósti til Fréttablaðsins að hann hafi lagt áherslu á það við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að lögreglan héldi æfingasvæðinu í Hvalfirði. Björn sagði ekki tímabært að tjá sig þegar eftir því var leitað. Jón Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra og yfirmaður sérsveitarinnar, segir að sveitin hafi verið á hrakhólum árum saman eftir að hún missti æfingasvæði í Saltvík. Úr því hafi verið leyst með því að leyfa æfing- ar á fyrrverandi varnarsvæði í Hvalfirði. Missi sveitin aðstöðu þar sé líklegt að við taki óvissutími á ný. Jón segir mikinn áhuga á að halda svæðinu fyrir æfingar sér- sveitarinnar. Aðspurður segir hann að vart komi til greina að æfa á gamla varnarsvæðinu á Miðnes- heiði; það sé alþjóðaflugvöllur sem útiloki skotæfingar utandyra. Nýr meirihluti tekur við Reykjavíkurborg Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, F-lista og Fram- sóknarflokksins tók við völdum í gær. Á borgarstjórnarfundi voru nýir formenn kjörnir í ráð og nefndir og haldnar umræður um atburði síðastliðinnar viku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.