Fréttablaðið - 17.10.2007, Side 10
Engar fúgur – ekkert mál
Flísaplötur frá Barker eru hentugar á
bað, eldhús, þvottahús og hvar sem
vatnsálag er mikið.
Fáanlegar í ýmsum litum
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
-
9
0
7
1
2
4
2
Aseta ehf
Tunguháls 17
110 Reykjavík
sími: 533 1600
aseta@aseta.is
Rofni stíflur sem Lands-
virkjun hyggst reisa vegna virkj-
ana í neðri hluta Þjórsár í jarð-
skjálftum gætu stórflóð í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
valdið manntjóni.
Þessu er haldið fram í þingsálykt-
unartillögu sem Atli Gíslason, þing-
maður Vinstri grænna, mun flytja á
Alþingi ásamt þremur öðrum þing-
mönnum VG. Þeir vilja að óháðir
aðilar verði fengnir til að vinna
áhættumat vegna fyrirhugaðra
virkjana.
Í greinargerð með tillögunni er
tekið fram að Landsvirkjun hafi
þegar látið vinna áhættumat vegna
þriggja virkjana í Þjórsá. Sá bögg-
ull fylgi þó skammrifi að áhættu-
matið sé unnið af sömu aðilum og
hafi eftirlit með framkvæmdum og
komi að hönnun mannvirkjanna.
Slíkt fyrirkomulag sé til þess fall-
ið að draga megi í efa að það sé fag-
lega unnið. Sami háttur hafi verið
hafður á við gerð áhættumats vegna
Kárahnjúkavirkjunar, og það hafi
sætt harðri gagnrýni.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
áhættumat órjúfanlegan hluta af
hönnunarferli mannvirkja. Svo geti
menn haft skoðanir á því hvort rétt
sé að fá óháða aðila, til dæmis á for-
ræði skipulagsyfirvalda, til að fara
yfir niðurstöður áhættumatsins.
Áhættumatið hefur verið unnið,
og verður kynnt fyrir íbúum í Flóa-
hreppi á fimmtudagskvöld, og í
kjölfarið gert opinbert.
Rof gætu valdið manntjóni
Danski menningarmála-
ráðherrann Brian Mikkelsen
hefur hvatt dönsk bæjarfélög til
að bjóða stjórnmálakonunni og
rithöfundinum Ayaan Hirsi Ali,
sem er frá Sómalíu en er
hollenskur ríkisborgari, að
setjast að í Danmörku.
Mikkelsen sér þennan mögu-
leika bjóðast í tengslum við
lagafrumvarp um „örugga bæi“
fyrir ofsótta rithöfunda, sem
danska stjórnin vinnur nú að.
Hirsi Ali hefur notið lögreglu-
verndar frá árinu 2004, þegar
hún var meðhöfundur að
kvikmynd um kúgun múslima-
kvenna.
Hirsi Ali verði
boðið hæli
„Í allri hreinskilni sagt, þá er
kominn tími til þess að stofna Palestínuríki,“ sagði
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
að loknum fundi sínum með Mahmoud Abbas,
forseta Palestínumanna á mánudag. Hún hélt ferð
sinni um Miðausturlönd áfram í gær og hitti
ráðamenn í Egyptalandi, sem lengi hafa gegnt
mikilvægu hlutverki í að miðla málum milli Ísraela
og Palestínumanna.
Rice segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti
ætli að leggja mikla áherslu á að finna varanlega
lausn á deilu Palestínumanna og Ísraela, enda sé það
í hag Bandaríkjamanna að átökum þar ljúki. Þess
vegna leggi Bandaríkjastjórn nú svo mikla áherslu á
að stefna deiluaðilum saman á friðarráðstefnu sem
halda á í Annapolis í Maryland.
Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egypta-
lands, hafði á mánudag talað um að réttast væri að
fresta ráðstefnunni þar sem horfur væru ekki nógu
góðar á að áþreifanlegur árangur næðist þar. Í gær
hét Gheit hins vegar Rice stuðningi Egypta við
ráðstefnuna. Rice og Gheit sögðu tímasetningu
hennar vera undir því komna að samningamenn
Ísraela og Palestínumanna kæmu sér saman um
samningsgrundvöll, sem síðan mætti ganga frá á
ráðstefnunni.
Meðal erfiðustu deilumálanna er skipting Jerúsal-
emborgar, en Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, gaf á mánudag í fyrsta sinn í skyn opinber-
lega að Ísraelar gætu sætt sig við að austurhluti
borgarinnar verði undir yfirráðum Palestínumanna.
Eftir viðræður sínar í Kaíró hélt Rice aftur til
fundar við Olmert í Jerúsalem í gær.
Palestínumenn leggja mikla áherslu á að í hinum
sameiginlega samningsgrundvelli verði nákvæm-
lega gerð grein fyrir tímasetningum um stofnun
Palestínuríkis, en Ísraelar segja nægilegt að sú
yfirlýsing verði almennt orðuð.
Tími kominn til að
stofna Palestínuríki
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á ferð um Miðaustur-
lönd til að undirbúa fyrirhugaða friðarráðstefnu. Hún segir tíma kominn til að
stofna sjálfstætt Palestínuríki. Egyptalandsstjórn heitir stuðningi.