Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Rauði krossinn kynnir
innanlandsstarf sitt í þess-
ari viku. Flestir Íslendingar
telja að Rauði krossinn
starfi mestmegnis erlendis,
en sú er ekki raunin. Um
1.700 sjálfboðaliðar vinna
að verkefnum á vegum
félagsins innanlands.
Rauði krossinn stendur fyrir
umfangsmiklu kynningarátaki um
þessar mundir. Verið er að kynna
verkefni félagsins innanlands og
þá sérstaklega þau verkefni sem
stuðla að því að rjúfa félagslega
einangrun.
„Við höfum rekið okkur á það að
fólk veit ekki almennilega hvað
við gerum,“ segir Sólveig Ólafs-
dóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs
hjá Rauða krossinum. „Í viðhorfs-
könnun sem við létum gera í vor
kom í ljós að 74 prósent fólks
tengja okkur við hjálparstarf
erlendis. Samt er það svo að yfir
70 prósent af verkefnum Rauða
krossins eru unnin af sjálfboðalið-
um okkar innanlands.“
Sjálfboðaliðarnir eru um 1.700
talsins og á öllum aldri. „Það eru
áberandi flestir á aldrinum 50 til
80 ára, en annars er nokkuð jöfn
skipting í hinum aldurshópunum.“
Markmiðið með átakinu er skýrt.
„Við erum að leita eftir því að fólk
sem vill gerast sjálfboðaliðar viti
hvar okkur er að finna. Við viljum
einnig að fólk viti hvaða þjónustu
það getur fengið frá okkur, hvort
sem það er vegna tímabundinna
eða langvarandi erfiðleika eða
aðstæðna,“ segir Sólveig.
Sigrún Tinna Sveinsdóttir er
meðal yngstu sjálfboðaliðanna,
rétt rúmlega tvítug. Hún starfar í
athvarfinu Vin, sem er athvarf
fyrir geðfatlaða í Reykjavík. „Ég
byrjaði sem sjálfboðaliði í ung-
mennastarfinu í fyrrahaust,“ segir
hún. „Þar var svo talað um önnur
verkefni sem hægt væri að taka
þátt í og mér þótti þetta mjög
spennandi.“
Sjálfboðaliðar í Vin mæta á
sunnudögum og bjóða gestum
athvarfsins upp á kaffi og með-
læti. „Fólk kemur þangað og við
sitjum og spjöllum saman. Það er
ákveðinn kjarni af fólki sem kemur
alltaf en svo koma oft einhverjir
sem maður hefur ekki séð áður.“
Sigrún segist hafa kynnst breið-
um og góðum hópi af fólki í sjálf-
boðastarfinu. „Það er gaman að
koma inn á stað þar sem það eru
öðruvísi umræður og önnur sýn á
lífið og tilveruna en maður er
vanur. Þetta hefur verið mjög
þroskandi og gefandi fyrir mig.“
Þroskandi og gefandi
Hættulegur Halldór Ekki nennt Eurovision
Kátir karlar að skemmta sér
Engir alvöru valkostir