Fréttablaðið - 17.10.2007, Qupperneq 39
Ljósmyndasýningin Iceland Airwa-
ves: So Far/Til þessa, hóf göngu
sína fyrir skömmu í Norræna hús-
inu. Við opnunina var einnig kynnt
sérstök hátíðardagskrá sem fer
fram í Norræna húsinu í tengslum
Airwaves.
Iceland Airwaves: So Far/Til
þessa er haldin af Iceland Airwaves
í samstarfi við Norræna húsið og
þann stóra hóp ljósmyndara sem
fylgt hefur hátíðinni eftir af elju
frá upphafi og tekið fjöldann allan
af áhugaverðum ljósmyndum. Ljós-
myndarinn Árni Torfason er
umsjónarmaður sýningarinnar.
Áhugaverðar ljósmyndir
Írska hljómsveitin U2 ætlar að
endurútgefa plötuna Joshua Tree í
tilefni af tuttugu ára útgáfuaf-
mæli hennar. Platan kemur út í
fjórum mismunandi útgáfum; sem
hefðbundinn geisladiskur, tvöfald-
ur geisladiskur, tvöfaldur geisla-
diskur og DVD-mynddiskabox og í
vinylútgáfu. Á mynddisknum
verður heimildarmyndin Outside
It´s America auk tónleikaefnis.
Joshua Tree kom U2 rækilega á
kortið víðsvegar um heim með
smáskífulögunum vinsælu I Still
Haven´t Found What I´m Looking
For, Where The Streets Have No
Name og With Or Without You.
Liðsmenn U2 eru með fleira á
teikniborðinu því þeir ætla að
reisa skýjakljúf í Dublin í heima-
landi sínu. Mun byggingin nefnast
U2 Tower og ætlar hljómsveitin að
flytja upptökuver sitt á efstu hæð
hennar þegar hún verður tilbúin
árið 2011.
Endurútgefa Joshua
Tónlistarmaðurinn Steve
Sampling hefur gefið út sína aðra
sólóplötu, Borrowed & Blue. Á
plötunni eru fimmtán lög, öll án
söngs nema eitt sem skartar
bandaríska rapparanum Keyote.
Fyrsta sólóplata Steves, sem
áður kallaði sig Mezzías MC, kom
út á síðasta ári. „Þetta er það sem
maður gerir á hverjum degi.
Maður verður að koma því frá sér
svo maður geti gleymt því og
snúið sér að einhverju nýju,“
segir Steve. „Þessi plata er í
svipuðum dúr og hin nema að það
er ekki danstónlist á þessari. Nú
er þetta bara í „chillout-“ og
hiphop-fílingi.“
Steve seldi hinum heimsfræga
Dangermouse nokkur lög fyrr á
árinu en þau hafa ekki verið gefin
út ennþá. „Lögfræðingar hans eru
að vinna í því að fá leyfi fyrir
sömplunum en hann er með mörg
verkefni í gangi í einu.“ Platan
fæst í Smekkleysu, 12 Tónum og
hjá höfundinum sjálfum, steves-
ampling@gmail.com. Kostar hún
1.500 krónur.
Afkastamikill
Steve
Friðartónleikum með Bryan
Adams í fararbroddi sem halda
átti næstkomandi fimmtudag
hefur verið aflýst. Tónleikarnir
áttu að styðja lausn deilu Ísraela
og Palestínumanna og áttu þeir að
fara samtímis fram í borginni Tel
Avív í Ísrael og í Jeríkó á
Vesturbakkanum.
Eftir að palestínskum þátttak-
endum í tónleikunum var hótað
öllu illu var ákveðið að hætta við
allt saman. „Öfgamenn hafa hótað
þátttakendum okkar í Jeríkó og
við vildum ekki leika okkur með
líf þeirra,“ sagði skipuleggjandi á
vegum samtakanna One Voice.
Aflýst vegna
hótana
Radisson SAS Saga Hotel
Sími: 525 9900
hotelsaga@hotelsaga.is
www.hotelsaga.isPIP
A
R
•
S
ÍA
•
7
20
20
söngstjörnur
á Sögu
Hemmi Gunn og
Upplifðu ógleymanlegt kvöld í Súlnasal Hótel Sögu með aðal
skemmtikröftum landsins. Fullkomin blanda af söng, gleði og
gríni með Hemma Gunn, Ragga Bjarna, Guðrúnu Gunnars,
Bjarna Ara og Hara systrum. Að lokinni skemmtidagskrá
gerir stuðbandið Saga Class allt brjálað á dansgólfinu.
Ógleymanlegt kvöld í Súlnasal Hótel Sögu.
Pantaðu borð núna í síma 525 9900.
20.10 3ja rétta örfá sæti laus
26.10 uppselt
27.10 uppselt
02.11 uppselt
03.11 uppselt
09.11 3ja rétta
24.11 jólahlaðborð örfá sæti laus
30.11 jólahlaðborð
01.12 jólahlaðborð örfá sæti laus
07.12 jólahlaðborð
08.12 jólahlaðborð örfá sæti laus
14.12 jólahlaðborð
15.12 jólahlaðborð