Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 40
WEST HAM BOLTON W W W. I C E L A N DA I R . I S 3.–5. NÓVEMBER 52.800KR. Verð á mann í tvíbýli Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Tottenham, Everton og Manchester United. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir KR-ingar hafa verið í mikilli naflaskoðun síðustu vikur og eru að taka innra starfið í gegn hjá sér. Liður í því er sköpun nýs starfs sem ber heitið yfirmaður knattspyrnumála eða „director of football“ en slík staða er alþekkt hjá knattspyrnufélögum erlendis. Sá sem fær það verkefni að móta starfið er Rúnar Kristinsson en hann mun gegna starfinu næstu tvö árin hið minnsta. Rúnar mun hafa umsjón með öllu faglegu starfi knattspyrnunnar í KR og bera ábyrgð á ráðningu allra þjálf- ara og aðstoðarmanna KR. Hann mun einnig hafa yfirumsjón með sérþjálfun leikmanna meistara- flokks og stýra faglegu starfi KR- akademíunnar að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá KR. „Það hefur blundað í KR-Sport að taka þetta skref og þeir ákváðu að taka það. Ég verð ákveðin teng- ing á milli stjórnarinnar og þjálf- arateymisins. Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun sem leggst mjög vel í mig. Þetta er frá- bært tækifæri fyrir mig sem og félagið. Ég tel mig hafa það sem til þarf í starfið sem er þekking á knattspyrnu og ég á þess utan mjög auðvelt með að umgangast og tala við fólk,“ sagði Rúnar en næstu mánuðir hjá honum fara í að þróa starfið. Logi Ólafsson var á sama tíma ráðinn þjálfari meistaraflokks til næstu þriggja ára og Rúnar segir að hann muni vinna mjög náið með Loga. Starfið er þó ekki bara dans á rósum enda fellur það væntan- lega á Rúnar að segja þjálfurum upp ef ástæða þykir til en þjálfar- ar hafa fengið að fjúka nokkuð oft vestur í bæ síðustu ár. „Það getur vissulega lent á mínum herðum að taka erfiðar ákvarðanir en það er bara hluti af starfinu. Það er eitthvað sem maður tekur bara á þegar slíkt kemur upp. Vonandi tekst okkur samt vel að halda á þjálfurum en vissulega vilja menn árangur og það oft sem fyrst,“ sagði Rúnar sem telur starfið vera skref í rétta átt hjá KR. „Það vantar menn í félögin sem hafa skoðun og virki- lega reynslu af hlutunum. Þar liggur minn styrkleiki að mörgu leyti og vonandi skilar það sér í árangri fyrir KR. Ég hef fulla trú á því að ég geti hjálpað félaginu.“ Rúnar Kristinsson tók við nýju starfi hjá KR í gær sem yfirmaður knattspyrnumála en það er ný staða hjá félaginu. Logi Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við KR og Sigursteinn Gíslason aðstoðar Loga. Íslenska U-21 árs lands- liðið olli enn og aftur vonbrigð- um í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Austurríki í Grindavík. Íslenska liðið var manni yfir í 50 mínútur og hafði mikla yfirburði lengstum en náði þrátt fyrir það ekki að skora nema eitt mark. Það gerði Rúrik Gíslason en Austurríkismenn höfðu áður komist yfir þrátt fyrir að vera manni undir. „Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik og við áttum að nýta okkur það. Síðan skora þeir algert draumamark og það sló okkur smá út af laginu, en sem betur fer náðum við að koma til baka og jafna leikinn, en við áttum að klára þetta með sigri,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson fyrir- liði en Lúkas Kostic þjálfari var einnig svekktur. „Ég er ekki sáttur með jafn- tefli, því eins og leikurinn var spilaður þá áttum við meira skil- ið að vinna en þeir. Okkar spila- mennska var alveg ágæt og mér fannst við gera hlutina vel með því að spila boltanum með jörð- inni við þessar erfiðu aðstæður. Það var lykilatvik í leiknum þegar við náðum ekki að klára dauðafærið í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með strákana og ég er dapur yfir því að þeir hafa ekki fengið jafnmörg stig í þessum riðli og þeir eiga skilið,“ sagði Lúkas. Enn ein vonbrigðin Harka af mér og bryð bólgueyðandi inn á milli Varnarmaðurinn Kristján Hauksson gengur í raðir Valsmanna frá Fram í dag og mun að öllum líkindum skrifa undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig þar sem Fram er mitt æskufélag en ég held að þetta sé samt rétta ákvörðunin,“ sagði Kristján við Fréttablaðið. „Ákvörðunin er ekki tekin út af peningalegum aðstæðum, það er alveg klárt, heldur eingöngu fótboltalegum aðstæðum. Ég er spenntur fyrir Val og því tæki- færi að spila í Evrópukeppni og spila með öflugum leikmönnum og undir góðum þjálfara. Ég var orðinn þreyttur á því að vera í fallbaráttu og endalausum þjálfaraskiptum hjá Fram,“ sagði Kristján. Orðinn þreytt- ur á fallbaráttu Valsstúlkur töpuðu 3-1 fyrir enska liðinu Everton í Evr- ópukeppni félagsliða í gær og eru því úr leik eftir að þýska liðið Frankfurt og belgíska liðið Wez- emaal gerðu 1-1 jafntefli. Valsstúlkur lentu 3-0 undir gegn Everton í gær og til að bæta gráu ofan á svart fór helsti markaskor- ari liðsins, Margrét Lára Viðars- dóttir, meidd út af í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náði Katrín Jóns- dóttir hins vegar að minnka mun- inn fyrir Val og urðu það lokatölur leiksins. En fyrir leikinn var reyndar talið að Valsstúlkur mættu í raun tapa leiknum með tveimur mörkum og myndu þá samt lenda í öðru sæti riðilsins og fara áfram í 8-liða úrslit, þar sem þýska stórliðið Frankfurt væri lík- legt til þess að vinna belgíska liðið Wezemaal. En leikur liðanna end- aði með 1-1 jafntefli. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var að vonum sár yfir því að Valsstúlkur hafi ekki gert nóg til þess að komast áfram. „Það var synd hvað við vöknuðum seint á móti Everton og við hefðum getað bætt við fleiri mörkum í lokin á leiknum,“ sagði Elísabet sem var einnig ósátt með framgöngu Frank- furt í leiknum gegn Wezemaal. „Þær voru náttúrulega ekki með sitt sterkasta lið og nokkrar af þeirra leikmönnum voru farnar heim til Þýskalands og þær sem eftir voru spiluðu á 50 prósenta keyrslu í leiknum. Við erum nátt- úrulega hundfúlar að fara ekki lengra,“ sagði Elísabet svekkt. Hundfúlar að fara ekki áfram

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.