Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 42
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafmagnstalíur
Keðjutalíur og víratalíur
Aflið nánari upplýsinga hjá
sölumönnum.
DEMAG
Hermann Hreiðarsson
var ekki með í tapinu á móti Lett-
um á laugardaginn og var sárt
saknað í íslensku vörninni. Hann
vildi lítið tjá sig um þann leik á
blaðamannafundi í gær.
„Sá leikur er bara búinn. Við
erum hundsvekktir með úrslitin
en nú er bara kominn nýr leikur
og það er gott að fá tækifæri til að
leiðrétta þetta strax. Það er ekkert
hægt annað en að fara fram á
sigur hérna og við spilum líka til
sigurs og ekkert annað. Við ætlum
að einbeita okkur að okkar leik og
ef við spilum vel þá vinnum við
þennan leik,“ segir Hermann.
Hermann var fyrst í byrjunar-
liði íslenska landsliðsins í keppni
þegar Ísland vann 4-0 í Liechten-
stein fyrir tíu árum. „Það var mjög
góður sigur þegar maður var
hérna síðast. Þeir hafa tekið mikl-
um framförum síðan en það hefur
við kannski gert líka,“ segir Her-
mann sem telur vera mjög mikil-
vægt að byrja vel. „Við förum
jákvæðir og vel undirbúnir inn í
þennan leik. Við ætlum ekki að
gefa nein færi á okkur. Við ætlum
að koma sterkir inn í leikinn og
sýna það strax frá fyrstu mínútu
hverjir það eru sem ætla að
stjórna þessum leik,“ segir Her-
mann og bætir við „Við erum með
miklu sterkara lið á pappírnum og
ef við náum að skila því sem hægt
er að ætlast til þá eigum við að
vinna svona leiki,“ segir Hermann
sem hefur engar áhyggjur af því
að Ísland skori í kvöld en mestu
skipti að vörnin verði í lagi. Þar
hefur Hermann mikið að segja og
það skiptir liðið mjög miklu máli
að hann sé kominn aftur úr leik-
banninu. „Hermann er meirihátt-
ar leikmaður og kemur með mik-
inn anda inn í liðið,“ sagði Eiður
Smári Guðjohnsen landsliðsfyrir-
liði.
Ekki hægt annað en að fara fram á sigur
Íslenska knattspyrnu-
landsliðið flaug í tveimur hlutum
til Liechtenstein og náði með því
æfingu á mánudaginn og að koma
í veg fyrir að leikmenn rugluðu
hjá sér sólarhringnum.
„Ég held að þetta hafi verið eina
lausnin til þess að ná æfingu í gær
og þetta var ágætislausn. Ferða-
lagið sat aðeins í mönnum í gær-
kvöldi og við erum því bara búnir
að vera rólegir í dag. Það er ágætt
að það var ekki nema ein æfing
þannig að við náum að hvíla okkur
vel fyrir hana,“ sagði landsliðsfyr-
irliðinn Eiður Smári Guðjohnsen
fyrir síðustu æfingu fyrir leikinn í
gær.
Íslenski hópurinn lagði af stað á
sunnudaginn og flaug þá til Lond-
on þar sem að liðið gisti eina nótt
og fékk síðan að æfa á æfinga-
svæði Queens Park Rangers í
Harlington sem er rétt við
Heathrow-flugvöllinn.
Landsliðsfyrirliðinn kannaðist
vel við sig á æfingasvæðinu sem
er gamla æfingasvæði Chelsea.
„Ég var búinn að vera þarna dag-
lega í fjögur ár þannig að þessi
æfing vakti upp gamlar minning-
ar,“ sagði Eiður Smári.
Æfingin í London rifjaði upp gaml-
ar minningar hjá Eiði Smára
Íslenska landsliðið í
knattspyrnu er mætt til Liechten-
stein þar sem liðið spilar næstsíð-
asta leik sinn í undankeppni EM.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 í
dag að íslenskum tíma og verður í
beinni sjónvarpsútsendingu á
Sýn.
Íslenska liðið náði aðeins jafn-
tefli í fyrri leik þjóðanna á Laug-
ardalsvellinum í júní og það voru
allt önnur úrslit en þegar Ísland
vann tvo 4-0 sigra á Liechtenstein
fyrir áratug síðan. Skellurinn
gegn Lettum var mikil afturför
frá því að liðið tók fjögur stig út úr
leikjum á móti Spánverjum og
Norður-Írum í síðasta mánuði.
„Íslenska landsliðinu síðustu
fimm til sex árin hefur vantað
stöðugleikann. Við viljum fá hann
og erum að reyna að vinna í því.
Við viljum forðast það að halda
áfram að vera þetta jó-jó lið,“
segir Eyjólfur Sverrisson lands-
liðsþjálfari.
Eiður Smári Guðjohnsen lands-
liðsfyrirliði veit vel að það er
pressa á liðinu að vinna Liechten-
stein.
„Ég held að við séum búnir að
bjóða upp á þessa pressu sérstak-
lega með því að hafa gert jafntefli
við þá á heimavelli og síðan enn-
fremur eftir slæmt tap gegn Lett-
um á laugardaginn. Við erum því
búnir að bjóða pressunni heim og
það er kannski ágætt að við lærum
að lifa með þessari pressu og
náum að standa undir vænting-
um.
Það er eitthvað sem hefur vant-
að í okkur sem knattspyrnuþjóð
undanfarin ár. Þetta er ekkert í
fyrsta skiptið sem Ísland tapar
þegar allir búast við því að liðið
vinni. Þegar pressan er engin þá
náum við oftast bestu úrslitinum
en því þarf að breyta líka því við
náum aldrei neinum árangri ef við
vinnum ekki leikina sem við eigum
að vinna,“ sagði Eiður Smári á
blaðamannafundi í gær.
Landsliðsþjálfarinn heimtar
meiri einbeitingu hjá sínum mönn-
um. „Það sem við þurfum fyrst og
fremst að bæta frá því úr síðasta
leik er einbeiting í föstum leik-
atriðum. Hún verður að vera til
staðar því það var það sem var að
brjóta okkar leik gegn Lettum. Við
vorum engan veginn á tánum og
skutum okkur sjálfa í fótinn,“
segir Eyjólfur sem leggur mesta
áherslu á varnarleikinn í undir-
búningi liðsins. „Varnarvinnan
verður að vera í lagi. Ég hef engar
áhyggjur af sóknarleiknum en hef
meiri áhyggjur af varnarleikn-
um,” segir Eyjólfur sem gerir
breytingar á liðinu fyrir leikinn í
kvöld.
„Hermann Hreiðarsson kemur
inn og hann er gríðarlega mikil-
vægur karakter fyrir þetta lið.
Þegar koma tímar í leikinn þegar
þetta er ekki að ganga upp þá er
hann maðurinn inni á vellinum
sem getur séð til þess að allt fari í
rétta átt. Ég veit ekki hvað verður
með Grétar en þetta lítur ekki vel
út,“ segir landsliðsþjálfarinn en
hann vildi eins og áður ekkert gefa
upp um byrjunarliðið eða hópinn
en 21 leikmaður er staddur út í
Liechtenstein. Veigar Páll Gunn-
arsson meiddist á æfingu og kom
ekki með út.
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari vill sjá meiri stöðugleika hjá landsliðinu en hefur engar áhyggjur af
sóknarleiknum. Eiður Smári Guðjohnsen segir tíma kominn til að vinna leik sem liðið á að vinna.
Það er óvissa með hvort
Grétar Rafn Steinsson geti verið
með í leiknum í kvöld en hann fór
út af eftir aðeins 25 mínútna leik í
leiknum gegn Lettum eftir að
hafa fengið hné í mjöðmina.
Grétar Rafn er enn sárþjáður
og bólginn en er þó ekkert á því
að gefa frá sér leikinn.
Í samtali við Fréttablaðið í gær
sagðist hann setja stefnuna á að
spila leikinn en Grétar Rafn er
ásamt Ívari Ingimarssyni og Emil
Hallfreðssyni eini leikmaður
íslenska landsliðsins sem hefur
byrjað inn á í öllum sjö lands-
leikjum ársins.
Ætlar sér að
vera með
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu hefur unnið 40 af 48
landsleikjum gegn smáríkjum
Evrópu og aðeins tapað tveimur. Í
þessari tölfræði eru 20 leikir við
Færeyjar og tveir við Grænland
taldir með.
Ísland tapaði leikjunum
tveimur á móti Möltu, þeim fyrri
í undankeppni EM 1984 sem fram
fór á Sikley og þeim síðari í
febrúar 1992 en þar var um
vináttuleik á Valettu að ræða.
Ísland hefur mætt smáríkjunum
sjö sinnum á útivelli á alvöru
keppnisleik.
Hinn fyrsti tapaðist árið 1982
en síðan hefur íslenska liðið unnið
fjóra og gert tvö jafntefli. Síðasti
útileikurinn gegn smáríki fyrir
leikinn í kvöld var 0-0 jafnteflis-
leikur við Möltu á Valettu 9.
október 2004 en Ísland hafði þá
unnið fjóra útileiki í röð gegn
smáríkjum með markatölunni 12-
2.
Aðeins tvö töp í
48 leikjum