Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Það er rétt, bókinni hefur verið
frestað um ár,“ segir
útgefandinn Jóhann
Páll Valdimarsson hjá
Forlaginu. Stefnt hafði
verið að því að gefa út
ævisögu forseta
Íslands, Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, nú
fyrir jólin. Að sögn
Jóhanns var tekin
ákvörðun um þetta
nýverið þrátt fyrir
að handritið frá
höfundinum Guð-
jóni Friðrikssyni væri nánast
klárt.
„Eftir frekari skoðun var ákveð-
ið að gera forsetafrúnni Dorrit
Moussaieff eilítið hærra undir
höfði í bókinni,“ segir Jóhann en
Guðjón fer að öllum líkindum
með Dorrit til London í haust
og dvelst þar með henni til að
komast betur inn í það
umhverfi sem hún kemur frá
og jafnframt til að kynnast
persónu forsetafrúarinnar
ögn nánar fyrir bókina. „Við
töldum einfaldlega að þetta
myndi gera bókina enn betri
en hún er,“ segir Jóhann.
Væntanlega eru þeir marg-
ir sem bíða spenntir eftir
ævisögu Ólafs Ragnars.
Hann var umdeildur sem stjórn-
málamaður og sum
verk hans í for-
setaembættinu
hafa verið afar
umdeild. Því má
vel búast við því
að einhverjum
sprengjum verði varpað þegar
bókin loks kemur út á næsta ári.
Dorrit fær aukið vægi í ævisögu forsetans
„Auðvitað snjóar stundum inn á sál-
ina en maður verður bara að taka
því,“ segir leikarinn Arnar Jónsson
sem liggur á sjúkrahúsi að jafna sig
eftir aðgerð þar sem skipt var um
hálft vinstra hné hans. Áður hafði
hann gengist undir sams konar aðgerð
hægra megin.
„Þetta má rekja til þessa mikla
slyss sem ég lenti í árið 1984 þegar ég
hrundi niður af stillans og maskaði
báða hæla og ökkla,“ segir Arnar.
„Ég lenti beint á hælunum og kannski
byrjar þá „prósess“ sem heldur síðan
bara áfram. Ég get leikið lækni og
hef leikið þá marga en ég myndi ekki geta útfært
nákvæmlega hvað gerist.“
Arnar liggur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, rétt
eins og fyrir nokkrum árum þegar fest var hliðarhreyf-
ing í ökklum hans. „Ég var búinn að vera með þennan
fjárans sársauka á hverjum degi í
sautján ár,“ segir Arnar, sem tekur þó
veikindunum með jafnaðargeði. „Eins
og stendur í gömlu afmælisdagbók-
inni: Glaðlyndi, fjör og áhyggjuleysi
eru aðalþættir skapgerðarinnar og ég
hef ákveðið að halda mig við það,“
segir hann og hyggur á skjóta endur-
komu. „Ég er svo ljónheppinn að búa
á fjórðu hæð án þess að það sé lyfta
þannig að ég fæ mjög góða hreyfingu
og verð vonandi farinn að taka þátt í
grindahlaupi fyrr en varir.“
Næsta hlutverk hins endurbætta
Arnars verður í leikritinu Heiður eftir
Bjarna Hauk Þórsson sem verður frumsýnt í Iðnó 12.
janúar. Þar verða María Ellingsen og dóttir hans Sól-
veig á meðal mótleikara. Eftir það tekur við hlutverk í
Þjóðleikhúsinu í verki sem eiginkona hans Þórhildur
Þorleifsdóttir setur upp.
Arnar Jónsson fékk nýtt hné
„Þetta er mikill myndarskapur og við kunnum honum
bestu þakkir fyrir þetta,“ segir Gunnar Valur Jóns-
son, fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stíg. Fangelsið fékk heldur óvænta gjöf nýverið.
Þingmaður Sunnlendinga, Árni John-
sen, kom færandi hendi og gaf
fangelsinu tíu litla flatskjái.
Sjónvörp hafa ekki verið
sjálfsagður hlutur í vistar-
verum Hegningarhússins
og segir Gunnar að þetta
eigi eftir að breyta heilm-
iklu fyrir andrúmsloftið.
„Svona gjöf nýtist okkur
mjög vel,“ segir Gunnar en í
fangelsinu hafa einungis verið
tvö til þrjú sjónvörp til
afnota og svo hafa fangar komið með sjónvarpstæki
heiman frá sér. Jafnframt bendir hann á að minni eld-
hætta stafi af flatskjám þannig að þetta sé allt hið
besta mál. „Og fangarnir hérna voru auðvitað himin-
lifandi með þetta,“ bætir hann við.
Árni sjálfur vildi sem minnst um gjöfina segja
þegar Fréttablaðið náði tali af honum en vonaðist að
sjálfsögðu til að hún myndi nýtast vel. „Auðvitað er
ótrúlegt að mikið af þessum mönnum skuli ekki hafa
þennan „glugga“ út í samfélagið,“ segir Árni. Hann
vildi hins vegar lítið gefa upp um hverjir hefðu verið
með honum í þessari gjöf, sagðist bara hafa frétt af
þessu og í kjölfarið ákveðið að vinna í þessu. „Og
þegar margir leggjast á eitt þá er hægt að gera ýmis-
legt,“ segir Árni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Árni Johnsen lætur
til sín taka í málefnum fanga. Þegar hann sat sjálfur
á Kvíabryggju fyrir nokkrum árum gekk hann hart
fram í því að skipt yrði um rúm í fangelsinu. Það
hafðist í gegn en þá höfðu fangar notast við sömu
beddana í sautján ár. Eftir að Árni kom til sögunnar
voru hins vegar fengin ný og þægilegri rúm frá
Ragnari Björnssyni.
Gnoðarvogi 44, s. 588 8686.
Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Þú færð aðeins það besta hjá okkur
úrv sk, kinnar, gellur
signa grásleppu, reykt ýsa og mar eira
Það er þannig með mig að
ég dett stundum inn í tískuna
og svo út úr henni, en ég fylgi
meira mínum eigin straumum.
Svo hef ég haft mjög gott fólk,
Simba og hans fólk, sem hugsar
um höfuðið á mér, það er að
segja ytra byrðið. Ég hef sjálf
séð um innvolsið.“