Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 1
Meiri verðbólga | Verðhækkun á íbúðarhúsnæði, útsölulok og verð- hækkanir á eldsneyti og matvöru stuðlaði að 0,5 prósenta hækk- un vísitölu neysluverðs milli sept- ember og október. Tólf mánaða verðbólga er nú 4,5 prósent. Útgáfa skuldabréfa | Kaupþing tilkynnti um tvær skuldabréfa- útgáfur í vikunni. Annars vegar í Mexíkó að andvirði tólf millj- arðar króna. Hins vegar í Banda- ríkjunum að andvirði 24 milljarð- ar króna. Tvíhliða skráning | Straumur fjárfestingarbanki er að skoða möguleika á því að skrá bréf bank- ans utan landsteinanna. Um tví- hliða skráningu yrði að ræða þar sem bréf bankans yrðu sömuleiðis skráð í Kauphöll Íslands. Tvöfalda flutninga | Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á fram- leiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Við það tvöfald- ast flutningar Samskipa frá land- inu. TMS selt | Nýherji hefur keypt 77 prósent af hlutafé TM Software af Straumi, FL Group og Trygg- ingamiðstöðinni. Hluturinn kostar 1,3 milljarða króna, miðað við að heildarverð hlutabréfa í TMS sé 1,7 milljarðar. Úr Icebank | SPRON og Byr hafa selt samtals 45,18 prósenta eignar- hlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóð- anna sem eftir standa. Stofna sjóð | Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjár- festingarsjóð í samvinnu við þýska fyrirtækið VCM Capital Manage- ment. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúm- lega 301 milljón króna. 14 Forseti Íslands Talar fyrir atvinnulífið 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Samruni í upplýsingatækni Landslagið skýrist 8-9 Frístundin Halla Mixa hipphoppar Óli Kristján Ármannsson skrifar Í lok vikunnar eða byrjun næstu liggur fyrir hvort farin verður sú leið sem Seðlabankinn og Verð- bréfaskráning mælast til við upp- gjör evruhlutabréfa hér. Einar Sigurjónsson, forstjóri OMX Verð- bréfaskráningar Íslands, segir lík- legast að lausn sé fundin sem allir geti sætt sig við, en bankarnir hafi hana nú til skoðunar. Í bréfi sem Seðlabankinn ritar Verðbréfaskráningu 19. september er á það bent að þrátt fyrir að félög- um hafi verið heimilað með lögum að ákveða hlutafé sitt í erlendri mynt hafi ekki verið kveðið á um hvernig ljúka ætti peningalegu upp- gjöri viðskiptanna. Seðlabankinn, Verðbréfaskrán- ing, Kauphöll og fjármálafyrirtæki hafa unnið að nýrri lausn síðan þá, en upphaflega stóð til að Lands- banki Íslands annaðist uppgjörið til bráðabirgða. Í sama bréfi kveðst Seðlabankinn „reiðubúinn til að annast til bráðabirgða og með takmörkuðum hætti peningalegt uppgjör viðskipta með rafrænt skráð hlutabréf í evrum“. Einar segir að með „takmörk- uðum hætti“ vísi Seðlabankinn til þess að hann geti ekki stutt uppgjör í evrum með sama hætti og í krón- um, einfaldlega vegna þess að bank- inn gefi ekki út evrur. „Lausnin á hins vegar alveg að geta gengið, þetta er bara spurning um að finna bestu leiðina í henni,“ segir hann en fara á svipaða leið og ætlað var þegar stefndi í að Landsbankinn annaðist uppgjörið. „Bankarnir eru að takast á við sömu hluti og þyrfti hvort eð er að gera síðar varð- andi uppgjör í annarri mynt en krónum. Þeir þurfa ákveðna fyrirgreiðslu, alveg eins og þyrfti ef farið væri í gegnum Seðlabanka Finnlands og það hjálpar bara síðar að hafa glímt við þetta.“ Einar segir hins vegar ljóst að áfram sé að því stefnt að vera með uppgjörið til framtíðar í seðla- banka í evrulandi og að einna helst hafi verið horft til Seðlabanka Finnlands í þeim efnum, enda annist hann evru-uppgjör fyrir sænsku kauphöllina. Hann segir hins vegar ljóst að miðað við túlkun Seðlabank- ans á ákvæði í lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa sé sú leið ófær að sinni og útlit fyrir að breyta þurfi þeim lögum. Skýrist í vikunni hvort leiðin er fær Fjármálafyrirtæki hafa til skoðunar leiðina sem lögð er til í evruskráningu hlutabréfa. Seðlabankinn annast uppgjör viðskipta þar til það verður fært í seðlabanka í evrulandi. Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði almennt á fjármála- mörkuðum í gær en Úrvalsvísi- talan lækkaði um tæp 1,6 prósent þegar verst lét. Kristján Bragason, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Lands- bankans, segir lækkunina al- þjóðlega. Botninn hafi svo tekið úr í kjölfar afkomuviðvörunar sænska farsímaframleiðandans Ericsson í gær en gengi félags- ins hrundi um þrjátíu prósent í kjölfarið. „Ericsson er það stórt í sænsku hlutabréfavísitölunni að þegar gengi þess lækkar keyrir það vísi- töluna niður í Svíþjóð og á hinum Norðurlöndunum,“ segir hann. Sænska hlutabréfavísitalan lækk- aði um 3,4 prósent í gær. - jab Ericsson felldi markaðinn Við stjórn opinberra fjármála gætum við horft til reynslu Belga og Hollendinga, segir í nýju vinnu- skjali Anthony Annetts hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um (IMF). Hann bendir á að hér hafi opinber útgjöld haft tilhneigingu til að aukast í takt við hagsveiflu og ýta undir þenslu. Belgar og Hollendingar hafa tekið upp fjármála- stjórnun þar sem horft er til lengri tíma en árs í senn. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé rætt um að innleiða rammafjárlög til fjögurra ára. „Þá þarf að komast að pólitískri niðurstöðu um vægi allra út- gjaldaflokka. Þetta er í deiglunni og verið að vinna að því að koma þessu í fastari umgjörð.“ Þorsteinn bendir á að einnig sé verið að ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga um að koma að hag- stjórninni með þátttöku í svokallaðri fjármálareglu, en ríkissjóður hefur fylgt slíkri reglu frá 2003. Með breytingum sem þessum segir Þorsteinn horft til þess að fjármálastjórn hins opinbera í heild verði sem mest sveiflujafnandi, en bendir um leið á að tölur um niðurstöðu opinberra fjármála frá 2003 sýni að gagnrýni á að ríkissjóður hafi ekki komið nægilega að hagstjórninni með Seðlabankanum sé að nokkru óréttmæt. „Helsti vandi heildarhagstjórnar- innar varðar virkni peningamálastefnunnar. Þar er kannski vandinn við verðtryggðu vextina, því vegna þeirra finna heimilin seint fyrir stýrivaxtahækkun- um,“ segir hann. - óká Fjármálastjórn jafni frekar sveiflur Gætum horft til reynslu Belga og Hollendinga, segir sérfræðingur IMF. V i s t væ n prentsmiðja Sími 511 1234 • www.gudjono.is www.trackwell .com Tíma- og verkskráning fyrir starfsmenn og tæki FORÐASTÝRING G O TT F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 4,2%* DKK 4,4%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,7%* GBP 6,5%*ISK14,4%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,4%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.