Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
é litið yfir feril Ólafs Ragnar
fyrstu tíu mánuði þessa árs sést
að hann hefur beitt sér mjög fyrir
því að opna dyr íslenskra athafna-
manna víðs vegar um heiminn. Af
samtölum við forystumenn íslenskra fyr-
irtækja sem starfa á erlendum vettvangi
er ljóst að framlag forsetans hefur oft
skipt máli. Pólitísk kænska forsetans gerir
honum líka kleift að nýta sér fundi, eins og
með forseta Kína, til að hvetja embættis-
menn, þar sem afstaða ráðamanna skiptir
miklu máli, til að beita sér í þágu íslenskra
fyrirtækja. Á fundum vitnar hann iðulega
í samtöl sín við háttsetta ráðamenn til að
sannfæra viðstadda um tækifærin sem
liggja í samstarfi við Íslendinga.
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir
að nota embættið með þessum hætti. Séu
þessi verk hans hins vegar skoðuð í víðu
samhengi má sjá að að þessi áhersla hans
er aðeins einn þáttur í starfi forset-
ans. Iðulega tengir hann saman
uppákomur á vegum fyr-
irtækja erlendis við
aðrar heimsóknir
þar sem rætt er um menntun, forvarnir,
menningarmál eða samfélagsmál.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur á fundum
og í ræðum lagt mesta áherslu á orku- og
loftslags-
mál. Þar
telur hann
Íslendinga
eiga sókn-
arfæri á al-
þjóðlegum
vettvangi
og fyrir því
vill hann
beita sér í
embætti.
Forsetinn talar
fyrir atvinnulífið
Utanlandsferðir forseta Íslands á árinu 2007
3. maí 2007
K A U P M A N N A H Ö F N D A N M Ö R K
Ólafur Ragnar Grímsson opnar nýja skrifstofu FL
Group í Kaupmannahöfn og ræðir nýja áfanga í
útrás íslenskra fyrirtækja. Þá ræðir hann um mikla
möguleika sem felast í nýtingu á hreinni orku.
27. apríl 2007
M A N I T O B A K A N A D A
Ólafur Ragnar fer yfir sameiginleg viðskipta-
tækifæri sem eru til staðar fyrir Íslendinga
og Kanadamenn. Þar eru einnig Halldór J.
Kristjánsson frá Landsbankanum og Magnús
Þorsteinsson frá Eimskip.
4. júní 2007
M O N T E - C A R L O M Ó N A K O
Forseti Íslands situr samráðsfund leiðtoga evr-
ópskra smáríkja um umhverfismál þar sem rætt
er um hættur sem yfirvofandi loftslagsbreytingar
skapa mannkyninu.
28. júní 2007
I S T A N B Ú L T Y R K L A N D
Ólafur Ragnar Grímsson fjallar á þingi OECD um
aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og þann lær-
dóm sem draga má af nýtingu Íslendinga á endur-
nýjanlegum orkugjöfum eins og jarðhita.
5. september 2007
N E W Y O R K B A N D A R Í K I N
Ólafur Ragnar opnar skrifstofu Glitnis í New York.
Sagt frá því að Iceland American Energy sé að
hefja boranir í þjóðgarði Kaliforníu og ætli að
leggja hitaveitu á skíðasvæði ríkisins.
11. september 2007
L E E D S E N G L A N D
Forseti Íslands opnar skrifstofu Eimskips í Leeds
sem sögð er sú umhverfisvænasta í Bretlandi.
Leggur áherslu á orkusparnað á viðskiptalegum
forsendum.
19. september 2007
B Ú K A R E S T R Ú M E N Í A
Forsetinn fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu
og viðskiptasendinefnd fulltrúa 25 fyrirtækja
fylgir honum. Lýsir vilja þarlendra ráðamanna
til að eiga samstarf við Íslendinga um orkumál.
Viðstaddur opnun starfsstöðva Lýsis, íslenskra
byggingaverktaka og Askar Capital.
25. september 2007
W A S H I N G T O N B A N D A R Í K I N
Forseti Íslands flytur ræðu í Harvard háskóla
í fyrirlestraröð um framtíð orkunnar. Í sömu
ferð kom hann fyrir orkunefnd öldungardeildar
Bandaríkjaþings og ræddi nýtingu jarðhita.
28. september kynnir hann Bill Clinton, ásamt
Guðmundi Þóroddssyni, áform REI að fjárfesta í
jarðvarmaverkefni í Afríku.
2. október 2007
P E K I N G K Í N A
Ólafur Ragnar fundar með forseta Kína og ræðir
víðtækt samstarf á mörgum sviðum. Hann opnar
frystigeymslu í Qingdao og er viðstaddur undirrit-
un samnings ORF-líftækni við kínverskt lyfjafyrir-
tæki, Þá heimsækir hann Landsbankann í Hong
Kong og er viðstaddur opnun skrifstofu Össurar
í Sjanghæ.
13. október 2007
L O S A N G E L E S B A N D A R Í K I N
Ólafur Ragnar Grímsson opnar höfuðstöðvar
Iceland America Energy, sem er dótturfélag
Enex, í Los Angeles. Félagið vinnur að bygg-
ingu gufuaflsvirkjana í Kaliforníu.
22. janúar 2007
N Ý J A - D E L Í I N D L A N D
Forseti Íslands flytur ræðu á alþjóðlegri ráðsetefnu
um sjálfbæra þróun og tekur sæti í Þróunarráði
Indlands.
30. janúar 2007
E D I N B O R G S K O T L A N D
Ólafur Ragnar Grímsson fundar með Bill Gates og
ræðir meðal annars viðskiptatækifæri á íslandi.
9. febrúar 2007
K A U P M A N N A H Ö F N D A N M Ö R K
Ólafur Ragnar flytur ræðu á málþingi Dansk
Industri og Dansk-íslenska verslunarráðinu í
Kaupmannahöfn ásamt Hannesi Smárasyni, for-
stjóra FL Group, og Herði Arnarsyni forstjóra Marel.
23. febrúar 2007
O S L Ó N O R E G U R
Forseti Íslands heimsækir höfuðstöðvar ýmissa
fyrirtækja í Noregi eins og Glitnis, BNBank,
Kaupþings, Norsk Hydro og Actavis.
29. mars 2007
W A S H I N G T O N B A N D A R Í K I N
Forsetinn ræðir við bandaríska ráðamenn um sam-
starfsverkefni um endurnýjanlega orku og baráttu
gegn loftlagsbreytingum. Einnig er hann með fyrir-
lestur í Harvard.
15
7
5
13
10
2
11
4
3 6
8 12
9
1
14
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
Efni funda forseta Íslands
Forseti Íslands hefur átt um 150 fundi
með hinu og þessu fólki það sem af er
þessu ári. Fundirnir hafa bæði verið hér-
lendis og erlendis. Greint er frá helstu
umræðuefnum fundanna á heimasíðu
forsetaembættisins. Þau skiptast í þá
meginflokka sem sjást hér til hliðar.
Inni í þessari flokkun eru ekki þau
fjölmörgu erindi og ávörp sem forsetinn
hefur haldið á árinu við ýmis tækifæri.
Umræðuefni Tíðni
Orkumál/loftslagsmál 42
Viðskipti milli landa 34
Vísinda- og menntamál 24
Samfélagsmál 18
Menningarmál 12
Íþróttir og forvarnir 8
Þróunarstarf 7
Alþjóðamál 6
Ólafur Ragnar Grímsson segir að þjóðin verði að gera það
upp við sig hvort hún vilji að forseti Íslands beiti sér fyrir
því að styrkja stöðu Íslands á heimsvettvangi, hvort sem er
á sviðum viðskipta, vísinda, tækni eða menningar, eða sé
fyrst og fremst til heimabrúks. Björgvin Guðmundsson fór yfir
verkefni forseta Íslands það sem af er þessu ári.