Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 17.10.2007, Síða 12
 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4 skipulag&hönnun Á BRUM, sérstöku sýningar- svæði íslenskra hönnuða á sýningunni Hönnun + heimili 2007, gefst gestum færi á að skoða helstu nýjungar í íslenskri hönnun. „Sumt af þessu hefur aldrei komið fyrir augu almennings og þess vegna eru nokkrar frumsýning- ar þarna í gangi. Annað hefur sést en ekki verið til sölu áður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sem hefur ásamt Brynhildi Pálsdóttur umsjón með BRUM, sem er svæði íslenskra hönnuða á Hönnun + heimili 2007. „Það er búið að vera vanda- samt verk að velja út hönnuði, þar sem BRUM er verslun þetta árið og erfitt að finna íslenska hönnun sem nýtur sérstöðu og er jafn- framt í framleiðslu,“ viðurkennir Guðfinna og segir hlutfallið milli ungra, upprennandi hönnuða og þeirra þekktu og reyndari nokkuð jafnt á BRUM. „Við erum að kynna fagfólk en ekki áhugafólk sem við teljum mjög mikilvægt,“ segir Guðfinna. „Við vonum að þetta skerpi að- eins á almenningsvitund um góða hönnun, vegna þess að hún er ekki alltaf nógu skýr. Auk þess er þetta fyrsta skref sumra hönnuða til að kynna hönnun sína fyrir framleið- endum og verslunareigendum. Þarna verður allt frá glænýju ís- lensku letri og upp í einstakan borðbúnað. Þetta er hlaðborð af ís- lenskri hönnun.“ Guðfinna telur að mikill upp- gangur sé í hönnun á Íslandi, meðal annars þar sem fleiri tæki- færi bjóðist. „Möguleikinn felst í því að hönnun verði stærri hluti af atvinnulífi og íslensku samfélagi og setji það í betri samkeppnis- stöðu innanlands sem á alþjóð- legum vettvangi, að því tilskildu að fagið verði betur nýtt,“ segir hún. Nánar um BRUM á www.is- landsmot.is Gestum og gangandi boðið til hönnunarveislu Brynhildur og Guðfinna eru sýningarstjórar BRUM, svæðis íslenskra hönnuða á Hönnun + heimili 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Með kökuformunum ílepparósa sameina ég áhuga minn á textílhefð og matarhefð. Innblásturinn kemur úr íslenskum íleppum sem voru prjónuð innlegg í skinnskóm. Með kökuformunum er hægt að búa til alls konar mat með formum ílepparósa, svo sem áttablaðarósa, stigarósa og tíglarósa.“ - Hélène Magnússon. Handmálaðir postulínsdiskar eftir Katrínu Ólínu þar sem gefur að líta furðuverur eins og drauginn Noc og Trumpet Head. Diskana má nota sem punt eða undir eftirrétti, brauð, olíur eða krydd. Þeir eru nú í fyrsta sinn til sölu á Íslandi. Þessi kollur er samstarfsverkefni Sig- ríðar Sigurjónsdóttur, Tinnu Gunnars- dóttur og Guðrúnar Lilju Gunnlaugs- dóttur. Markmiðið er að vinna út frá náttúru Íslands og menningararfi, að uppgötva möguleikana sem þar liggja og útfæra brot af þeim. Efniviðurinn er íslenskt birki og gull. Kollarnir eru í fyrsta sinn til sölu í BRUM.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.