Fréttablaðið - 17.10.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.10.2007, Qupperneq 20
 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12 skipulag&hönnun LÓÐIR Í LANDI HELGA- FELLS RJÚKA ÚT Þrjár af hverjum fjórum lóðum eru seldar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ og salan hefur gengið hraðar en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Alls hafa verið seldar lóðir undir 487 íbúðir, eða 77 prósent af því sem í boði eru. Allar lóðir í fyrsta áfanga eru nú þegar byggingarhæfar og eru fram- kvæmdir hafnar við fyrstu fjölbýlis- húsin. Gatnagerð í hverfinu er á áætlun og hafa landeigendur lagt áherslu á að ljúka malbikun áður en lóðir eru afhentar. Hefur það verklag mælst vel fyrir meðal þeirra sem byrjaðir eru að byggja enda auðveldar það verkið. Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga, gerir ráð fyrir að allar lóðir í þeim áföngum hverfisins sem hafa verið skipulagðir verði seldar fyrir áramót. „Á sama tíma gerum við ráð fyrir að deiliskipulag fjórða áfanga verði samþykkt þannig að við náum ágætri samfellu og stöðugu framboði góðra lóða.“ Framsækin hönnun er yfirskrift fyrirlestra sem haldnir verða á fagstefnu í tengslum við sýning- una Hönnun + heimili 2007. Verður þar meðal annars komið inn á þjón- ustuhönnun, umhverfi og mögu- leika pappírs. „Við fáum til okkar fyrirles- ara, bæði innlenda og erlenda, til að kynna það sem er að gerast í hönnun,“ segir Guðbjörg Gissurar- dóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarvettvangs, sem hefur gegnt hlutverki ráðgefandi aðila að fagr- áðstefnu um hönnun, sem markar upphaf Hönnunar + heimilis 2007. „Daninn Vinay Venkatranan fjallar um þjónustuhönnun, sem er tiltölulega nýtt hugtak í heim- inum. Þetta er ekki vöruhönnun held- ur hönnun á þjónustu, þar sem allt er tekið með í reikninginn: rými, fólk, nýjar tegundir samskipta- mynsturs og ný þjónusta. Þetta er vítt og skemmtilegt svið. Á Íslandi er mikið af þjónustufyrirtækjum og þess vegna gæti orðið spenn- andi að skoða þetta og sjá hvaða möguleikar eru að opnast á þessu sviði,“ segir Guðbjörg. Að hennar sögn mun Jakob Holmen Jensen fjalla um þróun og framtíðarsýn Bang & Olufsen, sem hefur að hennar mati verið gríðarlega framsækið í allri sinni hönnun. Hún segir B&O hafa verið langt á undan sinni samtíð, sem sjáist af þeirri vinnu sem lögð var í ímyndarsköpun fyrirtækisins langt á undan öðrum. „Íslendingar eiga líka sína full- trúa á fagstefnunni,“ segir Guð- björg. „Þeirra á meðal mun hinn góðkunni Steve Christer frá Stu- dio Granda stíga á stokk til að ræða nálgun í efnisvali og mikil- vægi umhverfisins í arkitektúr og tengja það við áhrifin sem kaup- andi hefur á endanlega útkomu.“ Sérstaka athygli vekur fyrir- lestur Mareike Gast, frá skrifstofu Nicolu Stattmann í Þýskalandi. Mun hún kynna möguleika papp- írs í tví- og þrívíðri hönnun, sem tengist sýningunni Paper Lab, sem verður komið fyrir á um 100 m² svæði á aðalsvæði sýningarinnar. Framsæknir hönnuðir Guðbjörg Gissurardóttir segir mörg spennandi málefni á dagskrá fagstefnu Hönnunar + heimilis 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Pappír er orðinn að hátæknihráefni sem hægt er að framleiða á nýjan hátt, eins og komið verður inn á í fyrirlestri Mareike Gast. Horft yfir Helgafellsland. SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is Miklar breytingar hafa orðið við lagningu hitaveitna þar sem foreinangruð plaströr eru nú notuð í grennri lögnum í meiri mæli, í stað hefðbundinna hitaveituröra úr stáli. Röraverksmiðjan SET er eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem framleiðir foreinangruð PEX rör í nýrri og tæknilega fullkominni framleiðslulínu. H im in n o g h a f / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.