Fréttablaðið - 17.10.2007, Side 25
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007
Ú T T E K T
etja sig í stellingar
ingar hjá hjá tveimur stærstu félögunum á því sviði. Nýherji sækir fram með
son kynnti sér breytingarnar, en hluti af Teymisfléttunni er sala á Opnum
Í síbreytilegu umhverfi upp-
lýsingatækninnar skiptir höfuð-
máli fyrir fyrirtæki sem í þeim
geira starfa að skilgreina starf-
semi sína rétt, segir Þórður
Sverrisson, forstjóri Nýherja.
Félagið hefur síðustu ár gengið
í gegnum markvisst breytinga-
ferli og er nú stærsta upplýs-
ingatæknifélag landsins, með
veltu upp á 13 milljarða króna,
með um 70 prósent af starf-
semi sinni í dótturfyrirtækj-
um.
Þórður bendir á að fyrir ör-
fáum árum hafi stór fyrirtæki
á upplýsingatæknimarkaði hér
byggt starfsemi sína á ákveðn-
um vörumerkjum og varningi.
Þar var Nýherji engin undan-
tekning í samstarfi við IBM,
en einnig mætti nefna í því
samhengi Tæknival, Streng
með Navision, EJS með Dell
og Teymi hið eldra sem byggði
á Oracle lausnum. „Við höfum
breikkað okkur og flust úr því
að selja vörur og þjónusta þær
yfir í lausnafyrirtæki þar sem
við horfum til þarfa og óska
viðskiptavinarins. Hlutverk-
ið er að þekkja þarfir hans og
koma fram með lausnir sem
uppfylla þær,“ segir Þórður.
Hluti af þessu segir hann aukið
framboð af ráðgjöf og mark-
viss uppbygging sérhæfðrar
þekkingar innan Nýherjasam-
stæðunnar.
Þórður segir miklu hafa
verið kostað til á ári hverju í
að byggja upp þessa þekkingu
innan fyrirtækisins, tugum og
jafnvel hundruðum milljóna
króna á ári.
Um leið hefur Nýherji tekið
þann pól í hæðina að fara var-
lega í útrás og einbeita sér þar
að þeim sviðum þar sem styrk-
leiki fyrirtækisins liggur hér
heima. „Við ákváðum til dæmis
að fara ekki út í vörusölu í út-
löndum heldur fórum við í að
byggja upp SAP ráðgjöf undir
nafni AppliCon. Svo keyptum
við lítið danskt fyrirtæki sem
er meira í ráðgjöf og þjónustu
á sviði upplýsinga- og fjar-
skiptatækni. Það er svona 20
til 30 manna fyrirtækið í Óðins-
véum, en svo höfum við líka
opnað skrifstofu í Kaupmanna-
höfn og Kolling í Jótlandi. Þar
fetum við okkur áfram á þess-
ari braut sem kjarnastarfsemi
Nýherja er í.“
Núna kann hins vegar að
vera að því komið að uppskera
í hlutfalli við það sem til hefur
verið sáð. Um leið vill Þórður
fara varlega í yfirlýsingar í
þeim efnum, enda sé umbreyt-
ing fyrirtækisins stöðugt og
áframhaldandi verkefni í sí-
kviku umhverfi upplýsinga-
tækninnar. „En ég held það
sé alveg tilefni til ákveðinnar
bjartsýni.“
Mikilvægi þess að staðsetja
sig rétt og skilgreina starfsem-
ina segir Þórður endurspegl-
ast í því hversu tækniþróun
sé ör og starfsumhverfið því
stöðugt að taka breytingum.
„Og það sér ekkert fyrir end-
ann á þeirri þróun,“ segir hann
og gantast með að sjá megi
samsvörun í sölu á bæði vél-
og hugbúnaði og öðrum iðnaði
sem Íslendingar þekki vel til.
„Ef bara er horft til fartölva
sést að ný útgáfa kemur fram
á þriggja til sex mánaða fresti
og líftíminn því eins og salt-
fiskur, en hann hafði líftíma í
þrjá til sex mánuði og það var
sá rammi sem menn höfðu til
að selja hann. Þessu er svipað
farið með tölvurnar.“
Hluti af breytingum sem
Nýherji hefur gengið í gegn-
um síðustu ár er uppbygging
viðskiptahugbúnaðareining-
ar í AppliCon. „Þá höfum við
byggt upp viðskiptaráðgjafar-
einingu í ParX og hýsingar-
og rekstrarþjónustueiningu í
Umsjá sem er vörumerki hér
innanhúss.“ Aukinheldur hefur
Nýherji byggt upp „digital
living“ verslun Sense í Kópa-
vogi. „Þar byggjum við upp
stafrænar lausnir sem við setj-
um upp bæði í fyrirtækjum
og heimilum. Dæmi er sýning-
in í Þjóðminjasafninu þar sem
að baki liggur geysilega flók-
inn og viðamikill tölvubúnað-
ur sem okkar fólk hefur sett
upp. En í þessum efnum er
sjón sögu ríkari og virkilega
gaman að koma í verslunina.“
Þórður segir vörusölu þó vitan-
lega enn stóran hluta af starf-
semi Nýherja þótt áherslan sé
á lausnirnar. „Með kaupunum
á TM Software kemur náttúr-
lega rekstrarþjónusta, svo sem
með Skyggni sem er stærsta
rekstrarþjónustufyrirtæki
landsins. Svo er Origo mjög
sterkt í samþættingu og vef-
lausnum,“ segir hann og bendir
á að eftir kaupin á TM Software
verði um 65 prósent af tekjum
Nýherja á sviði þjónusturáð-
gjafar og hugbúnaðar, en 55
prósent af vörusölu. „Breyting-
in er mjög mikil því vörusalan
hefur aukist mjög mikið. Hitt
hefur bara vaxið hraðar.“
Þórður vill ógjarnan tala um
að víglínur hafi skerpst við
breytingarnar á eignarhaldi
fyrirtækja á upplýsingatækni-
markaði hér síðustu daga. Enda
sé það þannig að þótt fyrirtæki
keppi hér á einstökum sviðum
þá hafi þau kannski samstarf á
öðrum. „Hér eru fáir á markaði
og samstarf við símafyrirtæk-
in og fleiri. Menn vinna bæði
saman og keppa og það gengur
allt eðlilega fyrir sig, gjarnan
nefnt co-opetition. En lands-
lagið hefur verið að breytast
mjög hratt, rétt eins og gerst
hefur erlendis.“
Miklu kostað til
í umbreytingarferli
íma bæði fyrirtækjakaup og
trás og hefur ávallt skilað sínu
il eigandans.“
Frosti segist líta dálítið á
Opin kerfi sem barnið sitt, enda
ann hann að stofnun HP á Ís-
andi snemma á níunda áratug
íðustu aldar. HP á Íslandi varð
vo að Opnum kerfum. Síðla árs
004 gerði Kögun yfirtökutilboð
Opin kerfi Group og fór undir
amstæðu Teymis við skiptingu
Dagsbrúnar í tvö félög undir
ok síðasta árs. Frosti áréttar
ó að aðkoma hans að félaginu
é önnur núna. „Ég starfa sem
járfestir og kem að félaginu
em slíkur, en treysti stjórn-
ndateymi félagsins fyrir dag-
egum rekstri.“ Meðal annarra
járfestingarverkefna Frosta
r eignarhlutur í Heklu, lyfja-
yrirtækið Invent Farma í Bar-
elona og 40 prósenta hlutur
Títan en þar á Síminn líka
immtungshlut.
Frosti segir hins vegar að
reynslu sinnar vegna hafi hann
viljað horfa til upplýsinga-
tækniiðnaðarins áfram. „Ég
hef áður sýnt Opnum kerfum
áhuga án þess að það gengi
eftir, en núna kom það upp
að menn ætluðu að selja ís-
lensku eininguna eina en hana
þekki ég vel og lít á sem gott
fjárfestingartækifæri. Fyrir-
tækið er gott og hefur skilað
góðum árangri í gegnum tíð-
ina.“ Þá segist Frosti vonast
til þess að Títan og Opin kerfi
nái að vinna saman á mark-
aðnum þar sem það á við. „En
ég lít svo á að stærstu keppi-
nautarnir séu Nýherji og EJS.
Upplýsingatæknimarkaðurinn
er hins vegar stór og pláss
fyrir mörg fyrirtæki, sum sér-
hæfð og önnur með mjög breitt
úrval þjónustu. Upplýsinga-
tækni snertir í dag eiginlega
alla þætti í okkar lífi.“
ma með nýjum formerkjum
ypt Opin kerfi ehf. og segir fjölda tækifæra í upplýsingatæknigeira.