Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 28

Fréttablaðið - 17.10.2007, Page 28
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N B E S T A R Á Ð I Ð Orf líftækni hefur hafið samstarf við stærstu sam- steypu lyfjafyrirtækja í Kína, Sinopharm. „Við teljum að þetta samkomulag hafi mikla þýð- ingu því hér gefst okkur tækifæri til að koma okkar vörum inn á nýjan markað. Sérstaklega er þetta spennandi því við erum að tala öflugt kínverskt lyfja- fyrirtæki sem hefur mikinn áhuga á þessu samstarfi. Þannig að við lítum á þetta sem einstakt tækifæri,“ segir Björn L. Örvar, framkvæmdastjóri Orf. Með samkomulaginu leggja Orf og Sinopharm drög að nánu samstarfi um lyfjaþróun prótínlyfja sem síðar meir verða framleidd á Íslandi fyrir prótín- lyfjamarkað í Kína. „Þetta gengur út á það að við erum með ákveðið prótín nú þegar sem við erum að byrja framleiðslu á. Þetta kínverska fyrirtæki mun svo halda utan um lyfjaþróun í Kína. Síðan hafa þeir áhuga á að taka að sér markaðsstarf og sölu á þessum prótínum. Og markaðurinn er gríðarlega stór,“ segir Björn. Hann segir lyf í þessum flokki til dæmis gefin eftir krabbameinsmeðferð þegar byggja þurfi upp fjölda hvítra blóðkorna. Lyfin séu mjög dýr, jafn- vel á Vesturlöndum. Framleiðslukostnaður hjá Orf sé hins vegar mun lægri en hjá öðrum fyrirtækjum. Þeir munu því ólíkt flestum öðrum flytja ódýra vöru inn til Kína en ekki út. Flytja inn prótein til Kína Orf líftækni hefur náð að lækka framleiðslukostnað á verðmætum próteinum. „Besta ráð sem ég get gefið öðru fólki er tvímælalaust að vera jákvæður,“ segir Elín Sig- fúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. „Það kemur manni svo ótrú- lega vel að nota alltaf jákvætt hugarfar á hlutina, það litar lífið svo skemmtilegum litum.“ Hún segir lífið sjálft hafa kennt sér þessa lexíu. Henni hafi hún alla tíð fylgt, bæði í leik og starfi. „Maður finnur mikilvægi þess að vera jákvæður í samskipt- um sínum við annað fólk, bæði á því hvernig maður sjálfur nálg- ast viðfangsefnin og hvernig aðrir nálgast þau. Ef nálgun- in er út frá jákvæðu hliðinni er hægt að flytja fjöll. Ef byrj- að er frá hinni hliðinni verður leiðin mikið lengri og stundum nær maður alls ekki alla leið.“ Að mati Elínar skiptist fólk í tvennt, annars vegar þá sem fara fyrst jákvæðu leiðina og þá sem fara fyrst þá neikvæðu. „Ég get fullyrt að þeim sem velja leið jákvæðninnar gengur betur en hinum. Allt samstarf í við- skiptalífinu, og reyndar í lífinu almennt, byggir á því að eng- inn gerir neitt aleinn. Það þarf alltaf að fá fólk í lið með sér. Já- kvæðni í samskiptum hefur því geysilega mikil áhrif.“ - hhs Jákvæðnin flytur fjöll Verslunin Duchamp Store við Regent Street í Lundúnum var útnefnd „besta litla verslunin í Lundúnum“ á verðlaunahátíðinni Retail Interior Awards sem hald- in var þar í borg fyrsta þessa mánaðar. Kcaj-sjóðurinn, sem er rekinn af Arev í Bretlandi, systur- félagi Arevs-verðbréfa, keypti 70 prósenta hlut í Duchamp í ágúst 2006, en stjórnendur eiga 30 pró- sent hluta. Í tilkynningu Arev kemur fram að verslunin hafi verið opnuð í nóvember í fyrra, en í heni sé boðið upp á herraskyrtur og fylgihluti. „Það telst mikill heiður fyrir eigendur og stjórn- endur Duchamp að hljóta þessa útnefningu nú, því sjaldgæft er að verslanir í London nái þessum árangri eftir svo skamman tíma í rekstri,“ segir þar jafnframt, en verðlaun Retail Interior Awards eru árviss viðburður sem staðið hefur í tíu ár. - óká Besta litla verslunin Duchamp Store við Regent Street í Lundúnum, sem er í meirihlutaeigu Arev-sjóðs, hampað. Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudag- inn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína. Lars Ellström, framkvæmda- stjóri ráðgjafarfyrirtækisins SkyEast, fjallaði um viðskipti þar eystra í samhengi við efnahags- líf og stjórnmálaástand. Andrew Harper hjá China Business Group fjallaði um yfirtökur fyrirtækja og lagaleg álitaefni í því sam- bandi. Þá sagði Magnús Bjarna- son frá reynslu Glitnis við að aðstoða viðskiptamenn þess við yfirtökur í Kína. Yfirtökur í Kína

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.