Fréttablaðið - 17.10.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 17.10.2007, Qupperneq 30
MARKAÐURINN 17. OKTÓBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Halla Guðrún Mixa, fram- kvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virki- lega verið að djöflast á gólf- inu. Þetta er kannski ekkert sér- staklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrú- lega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálf- unin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar dan- stegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitt- hvað virkilega hipp og kúl. Hipp- hoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sí- fellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs Dansar hipphopp í Belfast yrir nokkrum árum voru vínsafnarar sjald- séðir á Íslandi. Þetta hefur breyst hratt og í dag hefur fjöldi fólks það að tómstundaiðju að koma sér upp góðu vínsafni. Þeim fjölg- ar líka sem hafa tekið áhugamálið skrefinu lengra og komið sér upp sérútbúnum hita- og raka- stýrðum vínkjöllurum til að tryggja bestu geymslu gersemanna. Tilgangurinn er misjafn. Sumir líta á söfnunina sem góða langtímafjárfestingu. Aðrir eru einfaldlega lífsnautnamenn og vilja hafa úr nógu að velja þegar þorstinn kallar eða góða gesti ber að garði. Fyrir um fjórum árum stofnuðu þau Arnar Bjarna- son og Rakel Halldórsdóttir fyrirtæki utan um inn- flutning á sínum helstu áhugamálum − gæðavínum og -mat. Fyrirtækið fékk nafn við hæfi og heitir Vín og matur. Hjónin höfðu verið búsett bæði í Banda- ríkjunum og Ítalíu, þar sem þau höfðu lært listina að þekkja og kunna að meta góð vín. „Við tókum strax þá stefnu að flytja bara inn vín sem okkur þykja góð. Þetta eru vín sem fólk kaupir til að geyma í nokkur ár og eru fulltrúar þess besta sem völ er á. En einnig flytjum við inn ódýrari vín. Eina skilyrðið sem við setjum er að þau séu sérstök,“ segir Arnar. Hjá Víni og mat hefur aðaláherslan verið lögð á ítölsk vín. Þau koma þó alls staðar að. „Íslenski markaðurinn er of lítill fyrir mikla sérhæfingu,“ segir Arnar. „Svo er vínflóran svo spennandi í heild sinni að við viljum ekki binda okkur við eitt svæði. Nýjasta viðbótin er vín frá framleiðanda í Búrg- úndí-héraði í Frakklandi. „Við höfum frekar farið þá leið að kaupa sérstök vín heldur en að skipta við risafyrirtæki með stór vörumerki. Framleiðandinn í Búrgúndí er með tuttugu til þrjátíu tegundir. Við fáum þá jafnvel ekki nema tuttugu til þrjátíu flöskur af hverri tegund.“ Allt annar Arnar, Arnar Sigurðsson, tilheyrir síðar- nefndum flokki safnara. Þeim sem safna fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og sína. Um nokkurra ára skeið hefur hann verslað beint við erlenda heildsala og flutt vín hingað til lands. „Ég er lífsnautnamaður bæði á mat og vín. Ég kaupi bæði hversdagsvín til að hafa með kvöldmatnum og fínni vín fyrir sér- stök tækifæri. Það eru 365 dagar í árinu, svo maður tali nú ekki um allar veislurnar og afmælin. Það fara nokkrar vínflöskur í viku hverri og þetta er fljótt að borga sig.“ Hann segir ekki hlaupið að því að fá góð vín á Íslandi. „Áhugafólki um vín fer fjölgandi en veitingastaðir hér á landi hafa verið svolítið á eftir þessari þróun. Fá veitingahús hafa almennilegan vín- lager hér. Vínáhugamenn fá ekki merkileg vín, nema þá helst á Holtinu.“ Víninu safnar Arnar upp á þar til gerðu frísvæði í Bretlandi þar sem „eru engin miðaldahöft á versl- un eins og á Íslandi“. Hann flytur svo hingað til lands eitt og eitt bretti í einu. Á hverju bretti eru um fimm hundruð flöskur. Arnar verslar við erlendu heildsalana af því það er hagstæðara en ekki síður af því að lögum samkvæmt má hann ekki versla við þá íslensku. „Hér ríkir einok- unarréttur á smásölu á áfengi en ekki á innflutningi. Það er öllum frjálst að flytja inn vín og borga af því toll og virðisaukaskatt. ÁTVR kemur þar hvergi ná- lægt. Ég má því ekki versla beint við íslenska heild- sala á meðan mér er frjálst að versla við kollega þeirra í útlöndum. Þetta afhjúpar náttúrlega fárán- leika þessa fyrirkomulags. Ég bíð spenntur eftir því að þessar afgreiðslustofnanir ríkisins hverfi og ein- hver eldheitur vínáhugamaður opni hér búð með al- mennilegum vínum.“ Arnar gerir þó ekki ráð fyrir að hætta að kaupa vínin að utan, jafnvel þótt einokuninni yrði aflétt. Til þess hefur hann komið sér upp of persónulegum smekk. Yfirleitt kaupir hann kassa af hverri tegund, auk þess sem hann kaupir alla árganga af völdum tegundum. „Ég fylgist vel með umfjöllunum fagaðila, í tímaritum, fréttabréfum og á netinu. En ég kaupi fyrst og fremst frönsk vín frá Bordeaux og Búrg- úndí-héruðunum, oftar en ekki frá sömu framleið- endunum, ár eftir ár.“ Vínsöfnurum fjölgar Arnar Bjarnason og Arnar Sigurðsson versla báðir með gæðavín, hvor á sínum forsendum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nafnana um ástríðuna. F R Í S T U N D I N D A G U R Í L Í F I . . . Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstak- lega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelk- eðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D‘Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15 Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00 Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15 Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauð- synlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00 Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15 Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30 „Pabbi, hvað er í matinn?“ spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dags- ins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30 Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.