Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 14
14 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Gætirðu nefnt eitthvert eitt verk sem ráðherra sem þú ert stoltari af en öðrum? „Ég lít á þessa sex mánuði sem undirbúningstímabil. En ef ég ætti að nefna eitthvað eitt myndi ég nefna þá hópa og mannauðinn sem er í öllu fólkinu sem ég hef fengið til liðs við mig.“ Heilbrigðisráðuneytið, hvernig fer þetta höfuðvígi samfélags legrar samtryggingar saman við hugsjónir sjálfstæðismennsk unnar? Er þetta ekkert að trufla þig? „Ekki til í dæminu! [Hlær] Stefna Sjálfstæðisflokksins gengur út á tvennt: Að við treystum fólki til að fara með sín eigin mál og að okkur er ekki sama um okkar minnstu meðborgara. Hugmynda- fræðin er byggð á kristnu siðferði og við látum það ekki líðast að fólk innan samfélagsins líði skort eða geti ekki fengið sjálfsagða heil- brigðisþjónustu vegna efnahags.“ Verður þátttaka sjúklinga í sjúkrakostnaði þá ekki aukin? „Ég held að ekki sé hægt að halda því fram að það sé mikil kostnaðar- þátttaka í það heila í heilbrigðis- þjónustunni. Hins vegar tel ég að það megi gera greiðslu kerfið gagn- særra, skilvirkara og skynsam- legra og hef skipað nefnd til að fara yfir það. Alla jafna er einhver kostnaðarþátttaka í löndunum í kringum okkur. Við erum ung þjóð sem er að eld- ast og það þýðir aukinn kostnað. Við höfum ekki endalausa fjármuni og viljum tryggja að þeir nýtist sem best. Þetta er verkefni allra heilbrigðisráðherra!“ Þú vilt láta kanna hvort sala á upplýsingum um erfðamengi ein- staklinga skuli sæta sérstökum reglum. En er nokkur vafi á því? „Það er ýmislegt sem er hægt á morgun sem var ekki hægt í gær og því eðlilegt að skoða þessa hluti jafnóðum. Mesta hættan er sú að tryggingafélögin fari beinlínis fram á það að fólk fari í þessi próf og þau eiga ekki að geta gert kröfu um það. En í sjálfu sér er aukin þekking mjög jákvæð og ég hef hugsað mér að fara sjálfur í svona próf, sem fyrirbyggjandi aðgerð.“ Margir sjúklingar kvarta undan kerfinu og svokallaðri lækna mafíu. Hefur komið til skoðunar að búa til embætti umboðsmanns sjúklinga? „Ég hef nú verið að kynnast mjög mörgum læknum og það kæmi mér mjög á óvart ef þeir væru sam- stilltir í öllum málum. En það er ákveðinn vísir að þessu í ráðgjafanefndinni sem ég setti um Landspítalann. Þetta er níu manna ráð og stór hluti af því er einstaklingar sem eru framarlega í sjúklingasamtökum. Þar hafa menn beinan aðgang að stjórnend- um spítalans og geta komið ábend- ingum á framfæri.“ Dagleg hreyfistund En sjúkdómsvæðingin; þessi til- hneiging til að gera sjúkdóma úr ýmsu sem var áður hegðunarvanda- mál? Til dæmis matgræðgi, sem nú telst fíkn. Hver er þín skoðun á þessu? „Mitt verkefni er tvíþætt: Að við séum í fremstu röð í heilbrigðis- þjónustu og svo hitt sem ég kalla heilsustefnu. Að við séum sem heil- brigðast fólk. Við getum gert ýmis- legt til að koma í veg fyrir að fólk verði sjúkdómum að bráð. Gott dæmi um þetta er offita og hreyf- ingarleysi. Oft er sagt um stjórn- málamenn að þeir hugsi í fjórum árum. Ég hef ekki efni á því. Ég er heilbrigðisráðherra og verð að hugsa í lengra tímaskeiði. Offita er einn alvarlegasti kvilli samtímans. Í Bandaríkjunum horfa menn fram á það að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi nái ekki sama aldri og foreldrarnir. Mig minnir að það hafi verið sagt frá því í Frétta- blaðinu að þeir gætu ekki lengur siglt bátunum í Disneyworld því börnin eru svo þung! Þetta er auð- vitað svolítið kómískt en um leið grafalvarlegt. Ég held því að við þurfum að hafa að lágmarki eina hreyfistund á dag í leik- og grunn- skólum. Við erum því komin í sam- starf um meðal annars þetta við menntamálaráðuneytið. Við þurfum að fyrirbyggja sjúkdómana og erum því að undirbúa þessa heilsustefnu undir stjórn Ingu Dóru Sigfúsdóttur og munum kynna hana eftir ára- mót.“ Það vakti athygli þegar þú sem heilbrigðisráðherra studdir frum- varp um að áfengi yrði selt sem hver önnur vara í matvörubúðum. Ertu viss um að aukið aðgengi geri ekki áfengissýki algengari? „Þessi spurning ber nú með sér að þú hafir ekki lesið frumvarpið! [Hlær.] Það hefur enginn haldið því fram að þetta sé venjuleg vara. Í frumvarpinu eru strangar reglur um sölu áfengis. Og það snýst um að ríkið sé ekki með einokun á þess- ari sölu og að valdið yfir áfengis- sölu verði fært til sveitarfélagana. Menn geta náð markmiðum um aðgengi án þess að ríkið sé í smá- söluverslun. Áfengi er nú þegar selt víða á landsbyggðinni í alls konar verslunum og það er einkaaðili með áfengisverslun í Kópavogi. Þetta er því ekki mjög róttækt frumvarp. Ef þessi vara væri svo sérstæð að salan bókstaflega yrði að vera í höndum ríkisins, þá hlyti það sama að eiga við um aðra vöru sem má misnota, til dæmis lyf og skot- vopn.“ En önnur vímuefni? Af hverju sjá glæpamenn um smásölu á þeim? Væri henni ekki betur komið hjá ríkinu? „Áfengisneyslu fylgja eins og við þekkjum ýmis vandamál. Sem betur fer eru þó fleiri dæmi en færri um að það sé notað í hófi. En ég hef ekki séð að neitt gott hljótist af þeim efnum sem við köllum ólögleg fíkni- efni. Þjóðfélagið myndi viðurkenna þau með því að selja þau og það er ekki forsvaranlegt í ljósi afleiðing- anna. Rökin til að banna þau eru bara sterkari en hin.“ Útrás í heilbrigðisþjónustu Lyfjakostnaður er hár á Íslandi og lyfjafyrirtækin selja eigin fram- leiðslu ódýrar erlendis en heima. Hvað finnst þér um þetta? „Ég er ekkert í því að reyna að finna einhvern blóraböggul út af lyfjaverðinu. Ég hef hins vegar sest niður með þessum aðilum og kynnt þeim mín markmið. Þeir vinna bara út frá þeim ramma sem þeir eru í og hann ýtir undir kostnað í kerfinu. Með hugmyndum um nor- rænan lyfjamarkað erum við meðal annars að styðja við undirstöður þessarar þjónustu og ýta undir útrás.“ Um hvað snýst samnorrænn lyfja- markaður? „Þegar við gengum í Evrópska efnahagssvæðið þá þýddi það alla jafna að með innflutningi á vöru í eitt land var hún komin á markað í öllum löndunum. Nema á lyfjum. Við erum með lokaðri lyfjamarkað en áður en við gengum í EES. Þess vegna erum við með lítið framboð, litla samkeppni og allt of hátt verð. Ég ætla mér að opna þennan mark- að og hef fengið góð viðbrögð hjá kollegum mínum á Norðurlöndun- um. Það er ekki hægt að sætta sig við að íslenskir neytendur þurfi að greiða það verð sem þeir greiða núna. Og ég er að tala um meira en sameiginlegan lyfjamarkað. Ég er að tala um sameiginlegan heilsu- markað. Sum þjónustan er þess eðlis að það væri æskilegt að fólk gæti valið og sótt hana til annarra landa. Ég sé í þessu mikil sóknar- færi því ég hef mikla trú á íslenskri heilbrigðisþjónustu og þeim mann- auði sem hér er. Við erum með aðstöðu hér sem við gætum nýtt mun betur. Og ef þú hugsar um það er mun rökréttara að við séum með útrás í heilbrigðisþjónustu en banka- þjónustu!“ segir Guðlaugur og skellir upp úr. Vill létta álagi af Landspítala Nýlega var greint frá bágri aðstöðu á gjörgæslu Landspítalans. Verður hafist handa við byggingu nýs spít- ala á kjörtímabilinu? „Landspítalinn er flaggskip heil- brigðisþjónustunnar en mér finnst skynsamlegra að líta á þetta í stærra samhengi. Það verða ekki öll aðstöðuvandamál leyst með nýju sjúkrahúsi, en sem betur fer eru ýmis sóknarfæri í kerfinu. Ýmsir aðilar hafa boðist til þess að koma að samstarfi um uppbyggingu á þessu sviði, til dæmis um endur- hæfinguna á Grensási. Nefndin er að skoða þetta og aðra staði sem við getum eflaust nýtt betur. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun hvað þetta varðar. Heilsugæsla og heimahjúkrun hefur áhrif á álag á Landspítalann. Spítalavist er dýrasta úrræðið og því er hagur allra ef það markmið mitt næst að fólk geti verið sem mest heima. Það myndi létta mjög á spítalanum.“ Þú vilt þá efla minni einingarnar frekar en að byggja eina stóra? „Þetta snýst ekki um það. Heil- brigðisþjónustan er ein heild og það þarf að líta á hana í heildrænu sam- hengi. Við höfum verið að skoða mismunandi rekstrarform og sömu- leiðis kostnaðarliði, bæði innan- lands og í nágrannalöndunum. Þetta snýst um að fá sem besta þjónustu fyrir fjármunina. Hús er eitt, en stærsta einstaka málið er mann- auðurinn.“ Landspítalinn er flaggskip heilbrigðisþjónustunnar en mér finnst skynsamlegra að líta á þetta í stærra samhengi. Það verða ekki öll aðstöðuvandamál leyst með nýju sjúkrahúsi. Hús er eitt og mannauður annað Tuttugu ár voru síðan sjálfstæðismaður stýrði heilbrigðisráðuneytinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við því. Síðan eru liðnir sex mánuðir. Klemens Ólafur Þrastarson spurði ráðherra út í áfengisfrumvarp, offitu og auðvitað blessað REI-málið. Kom þér ekki á óvart þegar samflokksmenn þínir gerðu svona mikið veður út af REI? „Það voru mörg mistök gerð í því máli öllu saman. Það er bara eitthvað til að læra af. Niðurstaðan var samt sú að fulltrúi Fram sóknar- flokksins sleit þessu samstarfi, sem virtist mjög samstillt og með skýra og metnaðarfulla málefnaskrá. Því miður snýst nýi meirihlutinn bara um það að vera við völd og fer ekki einu sinni í felur með það. Það er algjört einsdæmi að hafa engan málefnasamning! Þau virðast bara hafa kallast svona á: Heyrðu, eruð þið ekki til í að vera við völd? Jújú, þið líka? Frábært!“ segir Guðlaugur og skellihlær. Mikið var nú samt talað um hugmyndafræðilegan ágreining um áhættusama útrás. Nú er REI barnið þitt. Var það ekki stofnað akkúrat til þessa? „Ef REI var barnið mitt þá kom ég alla vega ekki mikið að uppeldinu! [Hlær] Við erum í áratugi búin að vera í útrás með orkufyrirtækjunum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf stutt ENEX, fyrirrennara REI, hvort sem það var undir forystu Björns Bjarnasonar, Ingu Jónu eða Vilhjálms. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að ýta undir þessa útrás og er í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar. Það var sátt meðal borgarfulltrúa að fara þessa leið á sínum tíma. Ég tók eignahlutinn í ENEX og önnur verkefni og setti í eitt hlutafélag til að takmarka áhættu skattgreiðenda. Ég setti hlutafé sem nam 2.000 milljónum og átti það að nýtast á næstu misserum. Það verður nú að teljast mjög hófleg upphæð miðað við það sem síðar varð! Ég vildi takmarka áhættuna við þetta.“ En þá erum við að tala um upphæðir en ekki hugmyndafræði. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið. Með REI gerðum við svipað og með Landsvirkjun Invest. Þá erum við með fyrirtæki í opinberri eigu og mjög eftirsóttan hlut, sem er þekking og orðspor orkufyrirtækjanna. Þá er spurningin hvernig við getum komið því í verð sem skattgreiðend- urnir hafa verið að byggja upp í áratugi. Þetta er ekki einfalt mál og ég viðurkenni að ég velti þessu mikið fyrir mér. Það er því ekkert óeðlilegt að menn hafi tekist á um þetta innan meirihlutans. Það gera menn alltaf, þótt það sé auðvitað æskilegt að það fari ekki í opinbera umræðu!“ segir Guðlaugur og brosir. Hann bætir við: „En ef menn halda að allir séu eins í Sjálfstæðisflokknum og með sömu skoðunina, þá er það misskilningur.“ RÁÐHERRA UM BORGINA OG REI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Á SKRIFSTOFU SINNI Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið í Samtökum um vímulausa æsku síðan árið 2002 og leggur mikla áherslu á forvarnir. Honum finnst mjög gaman að vera ráðherra og þegar viðtali lauk voru allir farnir heim úr ráðuneytinu nema hann. Ef grannt er að gáð sést að heilbrigðisráðherra vill hafa sjúkrakassa innan seilingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.