Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 106
34 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. WEST HAM EVERTON W W W. I C E L A N DA I R . I S 14.–16. DESEMBER Verð á mann í tvíbýli frá 52.800KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Man Utd, Fulham og Liverpool. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir N1 deild-karla í handbolta: Haukar-Akureyri 25-25 Mörk Hauka (skot): Kári Kristján Kristjánsson 5 (5), Arnar Jón Agnarsson 5 (10), Sigurbergur Sveinsson 4 (6), Jón Karl Björnsson 4/2 (6/2), Andri Stefan 3 (6), Freyr Brynjarsson 2 (5), Þrös- tur Þráinsson 1 (1), Gunnar Berg Viktorsson 1 (4). Varin skot: Magnús Sigmundsson 22 (45/2) 48%, Gísli Guðmundsson 1/1 (2/2) 50% Hraðaupphlaup: 3 (Kári, Andri Stefan, Arnar Jón, Jón Karl) Fiskuð víti: 2 (Kári, Gísli Jón) Utan vallar: 2 mínútur Mörk Akureyrar (skot): Andri Snær Stefánsson 4 (5), Goran Gusic 4/1 (7/1), Ásbjörn Friðriksson 4 (10), Jónatan Magnússon 3/2 (4/2), Nikolaj Jankovic 3 (7), Björn Óli Guðmundsson 2 (4), Einar Logi Friðjónsson 2 (9), Eiríkur Jónasson 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 1 (4), Magnús Stefánsson 1 (5). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 13 (35/2) 37%, Sveinbjörn Pétursson 0 (3) 0% Hraðaupphlaup: 8 (Nikolaj 3, Andri Snær 2, Einar Logi, Goran, Eiríkur) Fiskuð víti: 4 (Magnús, Jónatan, Goran, Ásbjörn) Utan vallar: 6 mínútur ÍBV-Afturelding 24-23 STAÐAN Í DEILDINNI: Haukar 10 7 2 1 +46 16 HK 10 7 1 2 +31 15 Fram 10 6 1 3 +27 13 Stjarnan 9 6 1 2 +37 13 Valur 8 3 2 3 +9 8 Afturelding 9 2 2 5 -13 6 Akureyri 10 2 1 7 -20 5 ÍBV 10 0 0 10 -117 0 Meistaradeild Evrópu: Gummersbach-Celje Lasko 27-28 Slóvneska liðið Celje hreppti því annað sæti í F-riðlinum þar sem Íslandsmeistarar Vals léku og fylgja Gummersbach í 16-liða úrslitin. Róbert Gunnarsson lék ekki með þýska liðinu vegna meiðsla. STAÐAN: Gummersbach 9 stig Celje Lasko 7 stig Veszprém 6 stig Valur 2 stig ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Lottomatica Roma í ítölsku deildinni í körfubolta, hefur vakið athygli fyrir góðan leik undanfarið og á dögunum birtist viðtal við hann á heimasíðu Alþjóða körfuboltasambandsins. „Ég kann mjög vel við mig á Ítalíu og ítalskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en ég ætla mér samt að búa á Íslandi þegar körfuboltaferli mínum lýkur,“ sagði Jón Arnór í viðtalinu og hélt áfram: „Mér hefur farið mikið fram í körfubolta síðan ég kom til Ítalíu en ég get enn bætt mig mjög mikið,“ sagði Jón Arnór, sem verður í eldlínunni þegar lið hans mætir Tisettanta Cantú í ítölsku deildinni í kvöld. - óþ Jón Arnór Stefánsson: Get enn bætt mig mjög mikið ATHYGLISVERÐUR Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Lotto matica Roma, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð fyrir góða spilamennsku. NORDICPHOTOS/GETTY FORMÚLA 1 Enn eitt dómsmálið í Formúlu 1 er nú í aðsigi þar sem McLaren-liðið hefur gögn í höndunum sem sýna fram á að Renault-liðið hafi með iðnaðar- njósnum komist yfir einkaskjöl McLaren-liðsins sem höfðu að geyma nákvæmar upplýsingar um ýmislegt tengt undirbúningi liðsins fyrir keppni í Formúlu 1. McLaren-menn voru sektaðir um 47,5 milljón pund og reknir úr keppni bílasmiða á síðasta keppnistímabili í Formúlu 1, eftir að hafa verið fundnir sekir um iðnaðarnjósnir hjá Ferrari- liðinu, og nú virðist liðið vera að lenda sjálft í þessu. BBC- fréttastofan fékk að líta á sönnunargögn McLaren-liðsins og þar er að finna vitnisburð í það minnsta átján starfsmanna Renault sem viðurkenna að hafa séð einkaskjöl McLaren-liðsins. Málið fer fyrir dómstóla 6. desember næstkomandi. - óþ Formúla 1: Annað hneyksli nú komið í ljós HANDBOLTI Akureyringar bitu heldur betur frá sér á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir náðu góðu 25-25 jafntefli við topplið Hauka. Akureyringar hefðu getað stolið báðum stigunum undir lokin. Þeir voru án hins hávaxna Magn- úsar Stefánssonar næstum allan leikin en hann var borinn út af snemma leiks. Slæm skotnýting Akureyrar hefði alla jafna átt að leyfa Haukum að ná góðri forystu í fyrri hálfleik. Haukavörnin varði ófá skot Akureyringanna og Magnús Sigmundsson var í fantaformi og hafði varið tólf skot í fyrri hálfleik. Gestirnir neituðu hins vegar að hverfa frá og skoruðu mikilvægt mark á lokasekúndu fyrri hálfleiks og minnkuðu þar muninn í eitt mark, 13-12. Forystan var áfram Haukanna í seinni hálfleik en eins og áður voru Akureyringar aldrei langt frá. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar og markvarslan áfram góð hjá Magnúsi en þrátt fyrir það náðu heimamenn aldrei að nýta sér það í hraðaupphlaup- um og fengu því aldrei tækifæri til að keyra yfir Akureyringa. Þeir náðu samt um miðbik hálfleiksins, þriggja marka for- ystu, 20-17. Eftir það nánast slökknaði á sóknarleik þeirra og það færðu Akureyringar sér í nyt. Þeir unnu boltann hvað eftir annað í vörninni og hrúguðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Á þessum tímapunkti skoruðu Akureyringar fjögur mörk í röð og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 20-21. Þeir héldu frumkvæðinu eftir það og leiddu, 24-25, þegar 30 sekúndur voru eftir og voru með boltann. Þeim tókst þó ekki að halda forskotinu heldur misstu þeir boltann og Jón Karl Björns- son skoraði úr afar hægu hraða- upphlaupi og jafnaði leikinn, 25- 25, og þar við sat. Á síðustu sekúndunni braust Jónatan Magnússon, leikstjórn- andi Akureyrar, í gegnum vörn Hauka og skoraði það sem hann vildi meina að ætti að vera sig- urmark leiksins. „Þetta er voðalega einfalt. Ég fer þarna í gegn og skora. Hann hefði getað dæmt víti eða mark en dæmir aukakast í staðinn, sem er út úr kortinu,“ sagði Jón- atan, en leikmenn Akureyrar hópuðust í kringum dómara leiksins eftir leikinn og vönduðu þeim ekki kveðjurnar. Jónatan var passlega sáttur við stigið. „Stig er meira en við höfum verið að fá í undanförnum leikj- um en í dag hefði ég viljað fá bæði stigin,“ sagði Jónatan og Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari Akureyrar, var stuttorð- ur þegar hann var spurður út í atvikið sem átti sér stað í lok leiks. „Þetta er svona þegar topplið mætir botnliði, meira má ég ekki segja,“ sagði Rúnar ósáttur. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var aftur á móti ekki sáttur við aðeins eitt stig. „Ég er engan veginn sáttur við þetta stig í dag. Ég vildi þau bæði,“ sagði Aron eftir leik. „Eins og varnarleikur okkar var góður og markvarsla er dap- urt af okkar hálfu að fá ekki fleiri hraðaupphlaup og ná að keyra yfir þá,“ sagði Aron. - tom Óvænt jafntefli á Ásvöllum Haukar og Akureyri gerðu jafntefli, 25-25, í N1-deild karla á Ásvöllum í gær. Flestir höfðu búist við sigri toppliðs Hauka, en Akureyri var hins vegar nær því að taka bæði stigin. FASTUR FYRIR Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari Akureyrar, stendur hér vörnina gegn leikmanni Hauka í mjög svo óvæntum jafnteflisleik á Ásvöllum í gær, sem Akureyri var nálægt því búið að vinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.