Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 6
6 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afraf- magnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiú flarft enga fötu, fyllir bara brúsann me› vatni og hreinsiefni. Ótrúlega einfalt! MOPPUSETT FLASH M/SPREYBRÚSA Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! 20% afsláttur fiRIFIN VERÐA LEIKUR EINN ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! LÖGREGLUMÁL Annar litháískur maður sem búsettur er hér á landi var handtekinn á þriðju- dag ásamt Tomasi Malakauskas, sem dæmdur var fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2004. Á manninum fundust nokkrir tugir gramma af amfetamíni. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögreglu- þjóns á höfuðborgarsvæðinu, er ekki talið að mennirnir hafi hist í þeim tilgangi að versla með fíkniefni. Malakauskas var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember og verður ákærð- ur fyrir fíkniefnabrot og að virða ekki endurkomubann. Að sögn Friðriks Smára er ekki vitað hvað honum gekk til með komunni til landsins. Maður tekinn með Malakauskas: Fundu eiturlyf á öðrum Litháa Keyptir þú eitthvað á „kauptu ekkert-deginum“? Já 37,2% Nei 62,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hyggstu dvelja á Íslandi yfir jólin? Segðu skoðun þína á visir.is ORKA „Þetta fer ekkert gegn hvort öðru og það er ekkert ósamræmi í mínum orðum,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, spurður hvað valdi stefnubreytingu þeirri sem má greina hjá honum í Fréttablaðinu í gær. Júlíus sagði þá að sjálfstæðis- menn hefðu aldrei verið á móti því að REI væri í útrás. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ályktuðu hins vegar hinn 7. október að selja ætti hlut Orku- veitu í REI. Opinber rekstur og einkarekstur væri eins og olía og vatn. Nú segir Júlíus að REI, í fullri eigu Orkuveitunnar, megi í fram- tíðinni fara í útrás og með öðrum einkafyrirtækj- um í framtíð- inni. „Málið snýst um að Orku- veitan sjálf eigi ekki að vera í útrás. REI má alveg vera í henni, til þess var hún stofnuð,“ segir hann. Ekkert ósamræmi sé í framsögu hans milli mánaða. Afstaða sjálfstæðis- manna þá hafi ekki markast af andúð í garð REI, heldur út í ferlið sjálft, mikla hlutafjáraukn- ingu og skort á upplýsingum. Hinn 15. október var einnig haft eftir Júlíusi í Fréttablaðinu að Orkuveitan ætti ekki að taka þátt í útrásarverkefnum. Til umræðu var skoðanakönnun blaðsins sem sýndi að meirihluti Reykvíkinga væri sammála þeirri skoðun hans. Þá sagði Júlíus ljóst að Reykvíkingar væru að taka undir með sjálfstæðismönnum um að OR ætti fyrst og fremst að tryggja borgar búum heitt og kalt vatn og fráveitu. Júlíus hélt sömu skoðun fram í útvarpsfréttum 7. október, þegar hann sagði að rétt væri að selja 35 prósenta hlut Orkuveitunnar í REI hið fyrsta. „Ef Orkuveitan er aflögufær í sínum rekstri, þá á auðvitað hagnaður félagsins að renna í þágu borgarbúa og þá myndi ég fyrst og fremst vilja sjá það renna til gjaldskrárgreiðenda, það er að segja til neytenda Orku- veitu Reykjavíkur, með lækkaðri gjaldskrá,“ sagði Júlíus þá. Einnig má benda á ummæli Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, þegar hann sagði eftirfarandi á sáttafundi sjálfstæðismanna hinn 7. október: „Við töldum að þetta væri rekstur sem borgin ætti ekki að vera í.“ klemens@frettabladid.is Júlíus Vífill vildi enga útrás í október Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði í fjölmiðlum í október að OR ætti ekki að taka þátt í útrás. Hún ætti því að selja hlut sinn í REI. Í gær sagði Júlíus að hann hefði aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í útrás. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON HELLISHEIÐARVIRKJUN Júlíus Vífill sagði að væri Orkuveitan aflögufær í sínum rekstri ætti hagnaður félagsins fyrst og fremst að renna til gjaldskrárgreiðenda. FRÉTTABLABLAÐIÐ/GVA Málið snýst um að Orku- veitan sjálf eigi ekki að vera í útrás. REI má alveg vera í henni, til þess var hún stofnuð. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON BORGARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISMANNA KÍNA, AP Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti kom til Peking í gær og snæddi þar kvöldverð með Hu Jintao forseta í fyrstu heimsókn sinni til Kína. Yfir matarborðum mælti Sar- kozy með því að Kínverjar kvæðu upp færri líflátsdóma. „Ég er ekki að biðja um að þeim verði alveg hætt, heldur hraða þeirri þróun sem á sér eðlilega stað,“ sagði Sarkozy og gætti þess að tala af fyllstu kurteisi við kín- verska forsetann. Hu svaraði því til að hann „von- aði að málin þróuðust með þeim hætti að dauðarefsingum yrði sjaldnar beitt“. Annars er búist við því að Sar- kozy muni einkum ræða um við- skipti ríkjanna og umhverfismál í þriggja daga heimsókn sinni í Kína. - gb SARKOZY Í KÍNA Frakklandsforseti skoðaði meðal annars hermannastytturnar í borg- inni Xian. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í opinberri heimsókn í Kína: Mælir með færri líflátsdómum SÝRLAND, AP Stjórnvöld í Sýrlandi sögðust í gær ætla að senda fulltrúa sinn til fundarins í Annapolis í Bandaríkjunum, þar sem Palestínumenn og Ísraelar ætla að reyna að koma friðarvið- ræðum af stað á nýjan leik. Hamas-hreyfingin, sem ræður ríkjum á Gaza-strönd, fordæmdi í gær ráðstefnuna og sagði að Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínustjórnar, væri ekki fulltrúi hennar. - gb Fundurinn í Annapolis: Sýrlendingar ætla að mæta LEIT Franski vísindamaðurinn Judicael Bruno Arnold Decriem, starfsmaður Raunvísindastofnun- ar Háskóla Íslands, fannst heill á húfi um hálftvö aðfaranótt sunnudags. Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út á ellefta tímanum á laugardags- kvöldið þegar Decriem hafði ekki skilað sér til byggða á tilsettum tíma. Decriem hafði ætlað að taka niður átta staðsetningarsenda sem staðsettir eru allt frá Þórisvatni að Kálfafelli en hafði fest bíl sinn í á í Klappargildi skammt vestan við Eldgjá og hafði dúsað í bílnum frá því á fimmtudag. - ghs Franski vísindamaðurinn: Sat fastur í þrjá sólarhringa Dominos-ræningjar ófundnir Drengirnir fimm eða sex sem reyndu að ræna Dominos-stað í Spönginni í Grafarvogi á föstudagskvöld eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir. LÖGREGLUFRÉTTIR HÚSNÆÐISMÁL Hundrað og fimmtíu stúdentaíbúðir bætast við háskóla- svæði Keilis á Vallarheiði í desem- ber. Mun íbúum svæðisins þá fjölga um 300 til 400 manns og íbúafjöldi á svæðinu verður um 1.100 til 1.200 manns. Leiguverð er frá 34.000 krónum fyrir 36 fermetra einstaklingsíbúð til 90.000 króna fyrir 190 fermetra, sex herbergja fjölskylduíbúð. Innifalið í leigunni er rafmagn, hiti, net og strætisvagnaferðir til Reykjavíkur. Til samanburðar er leiguverð fyrir 36 fermetra einstaklingsíbúð hjá Stúdentagörðum í Reykjavík 47.000 krónur og 87.000 krónur fyrir 100 fermetra, fjögurra her- bergja fjölskylduíbúð, sem er stærsta sú í boði. Runólfur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis, segist skynja þörfina á ódýru húsnæði fyrir námsmenn. Tæplega hundrað manns eru á biðlista Keilis og um 1.100 stúdentar bíða eftir húsnæði á stúdentagörðum í Reykjavík. Reykvískir háskólanemar nýta sér óspart ókeypis strætó frá Vallar heiði til Reykjavíkur, sem gengur sjö sinnum á dag. Á Vallarheiði stunda flestir íbú- anna nám við Háskóla Íslands, en aðrir nema við frumgreinadeild Keilis á svæðinu. - eb 150 leiguíbúðir bætast í desember við þær sem nú eru á gamla varnarsvæðinu: Meðalstórt þéttbýli myndast KEFLAVÍKURVÖLLUR Íbúar á svæði Keilis á Keflavíkurvelli verða á bilinu 1.100 til 1.200 manns á næstunni. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.