Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 8
 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR RÚSSLAND, AP Tugir stjórnarand- stæðinga voru handteknir í Rúss- landi í gær fyrir að taka þátt í mótmælafundi í Pétursborg, aðeins viku fyrir þingkosningar. Meðal hinna handteknu voru stjórnmálaleiðtogar og þingfram- bjóðendur. Hundruð lögregluþjóna, gráir fyrir járnum, réðust til atlögu gegn hópi mótmælenda sem höfðu safnast saman í Pétursborg og hrópuðu „Rússland án Pútíns“. Á laugardaginn hafði lögreglan einnig handtekið tugi mótmæl- enda sem tóku þátt í svipuðum aðgerðum í Moskvu. Meðal hinna handteknu í Moskvu var Garrí Kasparov, fyrr- verandi heimsmeistari í skák, sem er einn harðasti andstæðingur Vladimírs Pútín forseta. Í Péturs- borg voru meðal annarra hand- teknir stjórnmálamennirnir Boris Nemtsov og Nikita Belykh, leið- togar Bandalags hægriafla. Þeir eru báðir í framboði til þings og Nemtsov er talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Pútín í forseta- kjöri á næsta ári. „Stjórnvöld hafa reynt að lama kosningabaráttu okkar með því að handtaka óbreytta flokksfélaga úti í héruðunum og gera kosninga- skrif okkar upptæk, og nú hafa þau ráðist til atlögu gegn leið- togum okkar,“ segir í yfirlýsingu frá Bandalagi hægri afla, sem er frjálslyndur hægriflokkur sem berst fyrir markaðsfrelsi. „Það sem við sjáum í Péturs- borg núna líkist hernaðaraðgerð- um,“ sagði Olga Kurnusova, sem er í forystusveit Annars Rúss- lands, bandalags stjórnarand- stöðuflokka, sem skipulagði mót- mælafundina bæði í Moskvu og Pétursborg. „Þetta sýnir ótta stjórnvalda.“ „Óeirðalögreglan barði mig með kylfum í höfuðið þangað til ég missti meðvitund,“ sagði Alex- ander Shurshov, þingframbjóð- andi Yabloko-flokksins, sem var einn hinna handteknu. Undanfarna mánuði hefur óeirðalögreglunni í Rússlandi hvað eftir annað verið beitt gegn mótmælafundum gegn stjórn Pútíns. Í ríkisfjölmiðlunum, einu sjónvarpsstöðvunum sem ná til allra landsmanna, er lítið sem ekkert sagt frá þessum mótmæl- um. Á hinn bóginn hefur kosninga- barátta stjórnarflokks Pútíns fengið mikið vægi í ríkisfjölmiðl- unum og greinilegt að stjórnin leggur allt kapp á að hljóta stóran sigur í þingkosningunum 2. desember. gudsteinn@frettabladid.is STJÓRNMÁLALEIÐTOGI HANDTEKINN Meðal hinna handteknu í Pétursborg var Boris Nemtsov, leiðtogi Bandalags hægri afla. Nemtsov er í framboði til þings og þykir líklegur til að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín í forsetakosningum á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP Óeirðalögreglu beitt gegn mótmælum Stjórnmálaleiðtogar frjálslyndra flokka eru meðal þeirra sem handteknir voru í Moskvu og Pétursborg um helgina. Aðgerðir gegn stjórnarandstöðunni sagðar líkjast hernaðaraðgerðum. Óeirðalögreglan barði mig í höfuðið þangað til ég missti meðvitund. ALEXANDER SHURSHOW FRAMBJÓÐANDI YABLOKO-FLOKKSINS ÞRÓUNARMÁL Lyklar að fyrsta framhaldsskólanum í Malaví sem fjármagnaður var af Íslending- um voru afhentir yfirvöldum á fimmtudaginn í síðustu viku. „Afhendingin markar tímamót í sögu Þróunarsamvinnu stofn- unar Íslands í Malaví þar sem þetta er í fyrsta sinn sem byggður er framhaldsskóli fyrir íslenskt fé. Frá árinu 1995 hefur stofnun- in einbeitt sér að byggingu barna- skóla,“ segir Stella Samúels dóttir, verkefnastjóri Þróunar stofnunar- innar í félagslegum verkefnum í Malaví. Skólinn er einnig sá fyrsti sem stofnunin lætur byggja eftir nýrri umhverfisvænni aðferð með sólþurrkuðum múrsteinum úr sementsblöndu og jarðvegi. Skólinn er í þorpinu Nankhwali í Mangochi-héraði þar sem stofnun- in hefur unnið að ýmsum verk- efnum undanfarin ár. Fjölmenni var við afhending- una. Þar á meðal voru höfðingjar, kennarar og skólastjórnendur, nemendur, foreldrar, menn frá héraðsyfirvöldum og frá mennta- málayfirvöldum landsins. „Í ræðum kom fram mikið þakklæti til Þróunarsamvinnustofnunar fyrir þann stuðning sem stofnunin veitir til menntamála í Mengochi- héraði,“ segir Stella. - jse Afhending skólahúss markar tímamót í sögu Þróunarsamvinnustofnunar: Byggðu framhaldsskóla í Malaví FRÁ AFHENDINGU Skafti Jónsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar í Malaví, afhendir fulltrúa menntamálayfirvalda lyklana að nýja framhaldsskólanum. Paratabs® – Öflugur verkjabani! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 8 0 0 3 Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarks- skammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Kúbuveisla LÖGREGLUMÁL Framið var 21 kyn- ferðisbrot í Laugardal á síðasta ári en það eru jafn mörg og framin voru í miðborg Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um afbrot á höfuðborgar- svæðinu sem Rannveig Þóris dóttir og Benjamín Gíslason unnu fyrir lögregluna. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagðist ekki kunna skýringu á þessum mikla fjölda kynferðis- brota í Laugardal. „Þetta eru reyndar mikið til blygðunarsemis- brot og alls ekki allra alvarlegustu kynferðisbrotin sem þarna um ræðir. En það er engu að síður til- efni til að skoða þessar tölur með það að markmiði að átta okkur á því hvernig við eigum að bregðast við.“ Rannveig segir að þarna sé lík- lega um tilviljun að ræða sem gefi alls ekki tilefni til að draga of miklar ályktanir af. Til dæmis voru þessi brot einungis sex í Laugardal einu ári áður. Laugardalur kom ekki vel út í skýrslunni en 9,4 prósent allra brota á höfuðborgarsvæðinu voru framin þar. Það er fjórða hæsta hlutfallið á eftir miðborginni, Breiðholti og Kópavogi. - jse Jafnmörg kynferðisbrot framin í Laugardal og miðborg Reykjavíkur: 21 kynferðisbrot framið í Laugardal KYNFERÐISBROT ÁRIÐ 2006 Brot samtals Fjöldi Árbær 6 Breiðholt 16 Garðabær 2 Grafarholt 1 Grafarvogur 12 Hafnarfjörður 14 Háaleiti 10 Hlíðar 12 Kjalarnes 1 Kópavogur 7 Laugardalur 21 Miðborg 21 Mosfellsbær 4 Seltjarnarnes 4 Vesturbær 6 Annað 11 Samtals 148 LAUGARDALUR Flest brotin sem framin eru í dalnum eru blygðunarsemisbrot.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.