Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 10

Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 10
10 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR ALLT BREYTIST 28. NÓVEMBER Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar Á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 28. nóvember kl. 8:15-9:30 STAÐA OG HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM EVRÓPUMÁL Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram sem vinnu- skjal í sameiginlegu EES-þing- mannanefndarinni segir, að í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafi og séu að verða á stjórnar- háttum og stofnanauppbyggingu Evrópusambandsins síðan EES- samningurinn var gerður sé það orðin spurning „hvort unnt sé að una við óbreytt ástand lagalega, praktíst og pólitískt séð“. „Við erum bara að velta upp stöðunni og það er engin niður- staða í sjálfu sér. Þetta er upphaf að ferli innan nefndarinnar, þar sem við erum að fara að ræða þessi mál,“ segir Katrín Júlíus- dóttir, alþingismaður úr Samfylk- ingu, sem er annar höfunda skýrsl- unnar ásamt Diönu Wallis, Evrópuþingmanni úr röðum breskra Frjálslyndra. Meðal þess sem velt er upp í skýrslunni er hvort það væri pólit- ískt fær leið að reyna að fá samn- inginn uppfærðan. Í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, fyrst veturinn 2001-2002 og síðan í tengslum við samningana um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB árið 2004, voru settar í gang umleitanir um að laga lagalegan grunn samn- ingsins að þeim breytingum sem orðið hefðu á sáttmálagrunni ESB síðan EES-samningurinn var gerð- ur árið 1992. Þær umleitanir fengu hins vegar dræmar undirtektir bæði af hálfu fulltrúa Evrópusam- bandsins í Brussel og Norðmanna, sem töldu óráðlegt að reyna að „opna“ samninginn með þessum hætti þar sem það byði hættunni heim á að ESB gerði kröfur um breytingar sem yllu því að EFTA- ríkin teldu betur heima setið en af stað farið. Spurð út í þetta segir Katrín að vissulega hafi þetta sjónarmið komið upp í umræðu um skýrsl- una. „En auðvitað kemur líka upp það sjónarmið, að sambandið sé bara að taka það miklum breyting- um, að mögulega sé það hreinlega ekki forsvaranlegt fyrir okkur að gera ekkert í málinu,“ segir hún. Það megi gera með ýmsum hætti; „Þar sem er vilji er til leið.“ Nýta þurfi allar leiðir sem EFTA-ríkjunum standi opnar til að hafa áhrif; ein þeirra sé að þjóð- þing EFTA-ríkjanna opni tengsla- skrifstofu hjá Evrópuþinginu, þar sem það hefur stóraukið áhrif sín í löggjafarferli ESB. EES-samning- urinn gerir ekki ráð fyrir neinum tengslum fulltrúa EFTA-ríkjanna við þing ESB. audunn@frettabladid.is EES þarf að nýta betur Í nýrri þingmannaskýrslu segir að ræða þurfi hvort unnt sé að una við óbreytt fyrirkomulag á EES-sam- starfinu. Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir EFTA-ríkin. EVRÓPUÞINGIÐ Því er varpað fram að þjóðþing EFTA-ríkjanna komi sér upp tengslaskrifstofu hjá Evrópuþinginu, í ljósi þess hve völd þess hafa vaxið. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGSMÁL Áform tveggja aðila eru uppi um að hefja vinnslu að nýju í frystihúsinu á Bíldudal. Lítið sem ekkert hefur verið unnið í frystihúsinu frá því Bílddælingur lagði niður starf- semi fyrir tveimur og hálfu ári. Umsóknir um byggðakvóta liggja nú fyrir hjá bæjarráði Vesturbyggðar sem hefur frestað því að taka afstöðu. Ástæðan er sú að aðeins hefur verið úthlutað 700 tonnum af 4.385 heildarbyggða- kvóta og vonast er til að afgangur- inn flytjist til þessa fiskveiðiárs. Það eru forráðamenn Perlu- fisks ehf. og Jón Þórðarson sem standa að umsóknunum. - jse Atvinna á Bíldudal: Vilja hefja vinnslu á ný BANGLADESS, AP Varnaðarorð heyrðust hrópuð úr hátölurum sem ýmist voru festir við pálmatré, staðsettir á moskuþökum eða skorðaðir á milli stýrishandfanga á reiðhjólum. Skilaboðin bárust mun víðar en menn höfðu þorað að vona. „Líf hundruð þúsunda björguð- ust vegna þess að fólk fékk viðvörun í tæka tíð og var flutt burt,“ segir Ian Rector, helsti tækniráðgjafi Sameinuðu þjóðanna fyrir nýja almannavarnakerfið í Bangladess. „Þeir unnu frábært starf.“ Fellibylurinn Sidr reið yfir Bangladess af gífurlegum þunga í síðustu viku. Meira en þrjú þúsund manns fórust og hundruð þúsunda misstu heimili sitt, en mannfallið varð þó ekki nema brot af því sem sambærileg óveður hafa valdið á þessum slóðum áður. Hátt í hálf milljón manna lét lífið árið 1970 þegar fellibylur reið þarna yfir og árið 1991 fórust 140 þúsund. Maryam Golnaraghi, yfirmaður hamfaradeildar Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar, segir að mannfallið af völdum Sidr hefði getað orðið svipað og þegar flóðbylgjan mikla reið yfir Asíu árið 2004, en þá fórust meira en 230 þúsund manns í meira en tíu löndum. „Maður verður að hrósa þessu landi fyrir að setja upp þetta kerfi,“ segir Golnaraghi. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim.“ - gb Nýtt almannavarnakerfi reyndist vel þegar fellibylurinn Sidr reið yfir Bangladess: Hundruð þúsunda björguðust BEÐIÐ EFTIR NAUÐÞURFTUM Hundruð þúsunda misstu heimili sitt af völdum óveðursins. NORDICPHOTOS/AFP KVENNASAMTÖK MÓTMÆLA Á Filippseyjum efndu kvennasam- tökin Gabríela í gær til mótmæla gegn Gloríu Arroyo forseta í tilefni af alþjóðlegum degi gegn ofbeldi gegn konum. Kvennasamtökin krefjast þess að Arroyo segi af sér vegna þess að hún eigi sjálf stærstan þátt í ofbeldi gegn konum þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.