Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 20

Fréttablaðið - 26.11.2007, Page 20
[ ] Stuart Haygarth býr til ljósakrónur úr endurnýttum hlutum. Breski hönnuðurinn Stuart Haygarth fer ekki hefð- bundnar leiðir við gerð ljósakróna sinna. Meðal sköpunarverka hans eru ljósakróna gerð úr partí- sprengjum og önnur úr alls konar rusli, allt frá sólgler- augum til plastgreiðu. Þrátt fyrir að hráefnið í krónurnar kosti ekki mikið koma þær bara ljómandi vel út. solveig@frettabladid.is Tide Chandelier-ljósakrónan er nokkurs konar ruslakróna. Hún er hluti af verkefni Haygarth þar sem hann býr til hluti úr manngerðu rusli sem skolað hefur á strendur við Kent í Bretlandi. Spectacle heitir þessi fallega króna. Hún er búin til úr 1.020 gler- augum sem eru spengd saman til að mynda klass- ískt ljósakrónu- form. Árþúsunda- krónan (Millennium Chandelier) er búin til úr þús- und notuðum partísprengj- um sem safn- að var saman 1. janúar 2000. Hver sprengja hangir á þræði og þegar hreyf- ing kemur á loftið sveiflast krónan eins og lifandi vera. Lýst upp með gleraugum, partísprengjum og rusli Eitthvað fyrir stelpurnar HVAÐ ER STELPULEGRA EN BORÐ- BÚNAÐUR MEÐ BLEIKUM DOPPUM, PERLUM OG SMÁSKRAUTI? Hella Jongerius hefur hannað þetta krúttlega keramíksett fyrir artecnica og kallast það „beads & pieces“, eða perlur og smáhlutir á íslensku. Í settinu eru fjórir hlutir, flaska og þrjár stærðir af skálum. Á bak við þessa hönnun er þó æðri hugsjón en sú að gera dúllu- legt matarstell. Hlutirnir eru unnir af handverksmönnum í helstu kókaínræktunarhéruðum Perú. Hver einasti hlutur er handgerð- ur og skreyttur með mismunandi perlum. Uppruni keramíksettsins er greinilegur í hönnun þess og eru mjúkar línur í svörtu kera míki einkennandi fyrir leirkerasmíð í Perú. Fíngerðar bleikar perlurnar eru síðan einkennandi fyrir hönn- un jongerius. Keramíkblómvend- ir og tréperlur eru dásamlega list- ræn samsetning og úr verður ein- stakt matarsett. - hs Skógarskuggar og kynjadýr TORD BOONTJE FÆST MIKIÐ VIÐ NÁTTÚRUNA Í Í HÖNNUN SINNI OG OFTAR EN EKKI MÁ SJÁ BREGÐA FYRIR SKÓGARDÝRUM OG GRÓÐRI Í HÖNNUN HANS. Þessi gardína eða skilrúm er þar engin undantekning. Tjaldið kallast „þar til í dögun” og með því má kalla fram fallega og spennandi skugga og áferð. Tjaldið má nota ýmist sem gardínu, skilrúm eða vegg- skraut og er það gert úr efninu tyvek sem er sérstaklega sterkt pappaefni. Það er hita- og vatnshelt og afar slitsterkt. Með tjaldinu fylgja lykkjur úr frönskum rennilás svo auðveldara sé að hengja það upp en nauðsynlegt er að handþvo tjaldið þegar það er þrifið. Tjaldið fæst í svörtu og hvítu. - - hs Ofnhanskar eru einstaklega handhægir og nauðsynlegir á heimilinu. Ekki er ráðlegt að reka berar lúkurnar inn í sjóðheit- an ofninn þegar sækja skal afrakstur eldamennskunnar eða baksturs ins og eru ofnhanskar því líka öryggistæki. Shadey family- ljósakrónuna mótaði Haygarth úr fjölda glerlampaskerma sem hann safnaði víða að. Einn og sér er hver skermur frekar óásjálegur en saman mynda þeir skemmtilegt ljós. Krónan minnir Haygarth á fjöl- skyldu þar sem allir einstaklingarnir eru ólíkir en saman eru þeir ein heild. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.