Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.11.2007, Qupperneq 52
24 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Óskarsverðlaunahafinn Charlize Theron þolir ekki að vera fræg. „Að vera elt af sjö bílum þegar ég versla í matinn er bara ekki skemmtilegt,“ segir leik- konan, sem skilur ekki þá miklu at- hygli sem kvikmyndastjörnur fá. „Það er ótrúlegt viðhorf að finnast í lagi að ráðast inn í einkalíf leikara starfs þeirra vegna.“ Leikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikur aðal- hlutverkið í nýrri íslenskri spennuþáttaröð sem fengið hefur nafnið Pressa og verður frumsýnd á Stöð 2 í desember. Sara ætti að vera mörgum kunnugleg því hún lék eftirlitskonuna í Næturvaktinni nýverið og aðalhlutverkið í Myrkra- höfðingjanum á sínum tíma. „Ég var fengin til þess að mæta í prufu fyrir Pressu, fékk hlut- verkið og varð auðvitað alveg hoppandi glöð með það,“ segir Sara Dögg. „Ég leik unga konu sem heitir Lára og fer að starfa sem blaðamaður á dagblaði. Hún flækist þar inn í spennandi atburðarás, en ég held það sé best að segja sem minnst um hana.“ Margir bíða spenntir eftir sýn- ingu þáttanna því að baki þeim stendur einvalalið leikara og handritshöfunda. Þeir Óskar Jónas son og Sigurjón Kjartans- son bjuggu til umgjörðina og í framhaldinu voru margir af bestu glæpasagnahöfundum landsins fengnir til að skrifa ein- staka þætti. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessu. Það hefur ekki verið gerð svona margra þátta sería af spennuþáttum á Íslandi áður. Þetta verður mjög spennandi. Handritið er skothelt og það skemmir aldrei.“ Sara Dögg útskrifaðist úr leik- listarnámi árið 2005 en sjö árum áður lék hún aðalkvenhlutverkið í Myrkrahöfðingjanum eftir Hrafn Gunnlaugsson. „Þá var ég nú bara stelpuskott, ætli ég hafi ekki verið rétt rúmlega tvítug. Seinna lék ég í Kaldaljósi hjá Hilmari Oddssyni en hef ekki verið í bíómynd síðan, ef frá er talið smáhlutverk í Börnum. Ég var ólétt þegar ég útskrifaðist úr skólanum og langaði að taka mér tíma í að sinna móðurhlutverkinu og upplifa það. Þess vegna byrj- aði ég ekki að leika fyrr en síð- asta haust. Þá lék ég í Þjóðarsál- inni í Reiðhöll Gusts og það kveikti á manni eftir að hafa verið í bómullarhnoðranum í smástund. Þessi sköpunarneisti er svo sterkur,“ segir Sara Dögg, sem starfar nú í Borgarleikhús- inu og hefur tekið að sér hlutverk í Fýsn eftir áramót. Hlutverk eftirlitskonunnar sem heimsótti starfsmenn Nætur- vaktarinnar, fékk að skoða nýtt farartæki Ólafs Ragnars og gerði úttekt á störfum Georgs var erfitt þegar kom að því að halda andlit- inu, að sögn Söru Daggar. „Ég sprakk einu sinni alveg skelfilega þegar ég var að leika á móti Jóni Gnarr,“ segir Sara Dögg og hlær. „Ég þurfti hreinlega að taka mér pásu til að taka það út. Það var verst þegar maður sá að hinir leikararnir voru við það að gefa sig, þá sprakk maður alveg. Þættirnir voru teknir upp á nótt- unni og það skapaðist víst alltaf einhver óróleiki um þrjúleytið!“ sigrunosk@frettabladid.is Erfitt að leika á móti Jóni Gnarr í Næturvaktinni SKOTHELT HANDRIT Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikur Láru í Pressu, nýjum íslenskum spennuþáttum. „Handritið er skothelt og það skemmir aldrei,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngkonan Beyoncé Knowles hefur hingað til verið þekktust fyrir R‘nB’-tónlist sína en hefur nú ákveðið að venda kvæði sínu í kross og flytja bandaríska sveitatónlist. Hún hefur fengið lagahöfundinn Amöndu Ghost til liðs við sig en hún stendur á bak við smellinn You´re Beautiful með söngvaranum James Blunt. FRÉTTIR AF FÓLKI Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. SM S LEI KUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta k FRUMSÝND 30. NÓVEMBER SJÁÐU MYNDINA OG SPILAÐU LE IK INN! SENDU SMS JA HMF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! V INN INGAR ERU B Í ÓMIÐAR FYR IR TVO , H I TMAN LE IK IR , DV D MYND IR , VARN IN GUR TENGDUR MYND INN I OG MARGT FLE IRA ! Það er nóg að gerast í ástar- málunum hjá Sir Paul McCartney. Hann hefur enn ekki gengið frá skilnaði sínum við Heather Mills en er samt sem áður með tvær konur upp á arminn. Breska blaðið News of the World greindi frá því í gær að McCartney hefði sést á stefnumótum með leikkonunni Rosönnu Arquette. Ekki eru nema þrjár vikur síðan það komst í heimsfréttirnar að Bít- illinn fyrrverandi ætti í sam- bandi við hina forríku Nancy Shevell. Heimsfréttablaðið heldur því fram að Paul McCartney hafi farið á tvö rómantísk stefnumót með Arquette á einum sólarhring. Þau fóru fyrst í rómant- ískan kvöldverð á sunnudags- kvöldi og fengu sér svo göngutúr daginn eftir í almenningsgarði í London. „Þau voru eins og táningar á fyrsta stefnumóti. Lík- amstjáning þeirra sagði alla söguna, þau voru næstum samvaxin,“ sagði einn viðmælenda blaðsins sem fylgd- ist með stefnumót- inu. Paul og Rosanna hafa þekkst um nokkra hríð en eitthvað gerðist á milli þeirra í veislu í New York í júní síðastliðnum. Þá fór afar vel á með þeim, þótt McCartney hafi á þeim tíma neitað því að ást væri í spilun- um. Annað virðist uppi á teningnum núna. Þetta eru hins vegar engin gleðitíðindi fyrir Nancy Shevell. Á meðan Paul var á stefnumótum sínum með Rosönnu var hún heima í Bandaríkjunum. Þar fagnaði hún 48 ára afmæli sínu einsömul. „Það væri gaman að vita hversu mikið Nancy veit um þessa nýju vináttu Pauls. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan hann veitti henni nákvæmlega þessa sömu athygli í New York. Hún verður eflaust ekki ánægð,“ sagði heimildarmaður blaðsins. Paul McCartney með tvær í takinu KEMUR VÍÐA VIÐ Sir Paul McCartn- ey, sem er 65 ára, virðist vera með tvær konur upp á arminn. Og er enn kvæntur þeirri þriðju. NORDICPHOTOS/GETTY SÚ NÝJASTA Leikkonan Rosanna Arquette, frægust fyrir hlutverk sín í Pulp Fiction og Desperately Seek- ing Susan, er nýjasta ástin í lífi Bítilsins Pauls McCartney.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.