Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 55

Fréttablaðið - 26.11.2007, Síða 55
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2007 27 ÞÚ morgun? LJÓNA INGUR Ef væri ég … er þriðja breiðskífa Regínu Óskar á þremur árum. Sú fyrsta innihélt ábreiðulög, sú næsta frumsamin lög eftir aðra höfunda og nýjasta platan inniheldur lög sem eru eingöngu samin af Regínu sjálfri, ásamt Karli Olgeirssyni sem einnig stjórnaði upptökum og útsetti. Á síðustu plötu fannst mér Regína ná almennilega að hrista af sér bakraddasöngkonustimpilinn en á Ef væri ég … stígur Regína skref aftur á bak. Hún er samt miklu meira en einhver bakradda- söngkona, svo það komi nú skýrt fram. Regína er hins vegar ekki sterkur texta- og lagasmiður. Reg- ína fær að sjálfsögðu stóran plús fyrir að semja á íslensku en text- arnir eru ekki upp á marga fiska, þar sem einsleitar klisjur og ódýr kveðskapur fanga mann um of. Ekki verður samt tekið af Reg- ínu að hún hefur frábæra söng- rödd. Það sem mér hefur hins vegar þótt vanta upp á er flutningur hennar sem er helst til of skertur sterkum tilfinningum og einhverri áþreifanlegri stemningu. Textarnir fjalla mest um ástina og lífið og eru flestir á bjartari nótunum. Samt kemst það illa til skila og auð- vitað ætti maður að fá þessa stemn- ingu beint í æð en svo er hins vegar ekki. Af því verður heldur ekki skafið að það votti fyrir örlítilli þreytu á útsetningum Kalla Olgeirs. Drengurinn hefur verið ákaflega afkastamikill undanfarin ár og hugmyndir hans því margar hverj- ar útþynntar. Hér fáum við týpískar tilvísanir í létt diskó, ballöður 10. áratugarins og fleira léttmeti sem ná einfaldlega ekki að lyfta lögun- um upp á hærra plan. Upptökurnar eru þó hnökralausar og allt undir- spil nokkuð pottþétt. Góð tónlist snýst samt einfaldlega um svo miklu, miklu meira. Steinþór Helgi Arnsteinsson Örlar á þreytu TÓNLIST Ef væri ég … Regína Ósk ★★ Bakslag frá síðustu plötu og líður helst fyrir óspennandi laga- og texta- smíðar og útþynntar útsetningar. Bandaríska rokksveitin Velvet Revolver hefur aflýst tónleikaferð sinni um Japan eftir að meðlimir hennar fengu ekki landvistarleyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa ekki hreint sakavottorð. „Innflytjendayfirvöld í Japan, sem taka sífellt harðar á málum, rannsökuðu bakgrunn meðlima sveitarinnar, þar á meðal handtökur þeirra,“ sagði í yfirlýsingu Velvet Revolver. „Við ætlum að áfrýja ákvörðuninni.“ Sjaldgæft er að hljómsveitum sé meinað að koma til Japans þrátt fyrir frekar harða stefnu stjórn- valda með landvistarleyfi og í eitur- lyfjamál. Velvet Revolver spilaði síðast í Japan fyrir tveimur árum án nokkurra vandkvæða. „Við skilj- um ekki hvers vegna yfirvöld veita okkur ekki landvistarleyfi eins við fengum árið 2005. Sú tónleikaferð gekk mjög vel og var skemmtileg reynsla fyrir okkur. Við elskum Japan og við hlökkum til að snúa aftur þangað.“ Tónleikaferð aflýst VELVET REVOLVER Hljómsveitin Velvet Revolver er skipuð fyrrverandi meðlimum Guns N´Roses og Stone Temple Pilots. Eitt af því sem var spennandi við tónleika Kims Larsen og Kjukken á laugardagskvöldið var tónleikastaðurinn. Það er alltaf verið að leita að stað til að brúa bilið á milli Nasa/Háskólabíós og Laugar- dalshallar. Hið nýja íþróttahús Vals við Hlíðarenda, sem hefur fengið nafnið Vodafone-höllin, gæti komið til greina og mér vitandi voru þetta fyrstu tónleikarnir þar. Salurinn var orðinn nokkuð þétt pakkaður þegar Kim Larsen steig á svið rúmlega níu ásamt hljóm- sveitinni sinni Kjukken og strax frá upphafi var ljóst að það var góð stemning í salnum. Kim Larsen er auðvitað einstakur. Tónlistin sem Kjukken spilaði á laugardagskvöldið var ekkert alltaf neitt sérstök. Þetta voru mest rokkslagarar frá ferli Kims, misgóðar lagasmíðar. En það var tvennt sem lyfti þessum tónleikum upp úr meðalmennsk- unni. Í fyrsta lagi sviðskarakter Kims sjálfs og sviðsframkoma. Karlinn lýsti upp sviðið með svipbrigðum, látbragði og töktum sem maður getur ekki annað en hrifist af og glaðst yfir. Í öðru lagi er Kjukken hörkugott rokkband. Jesper Rosenkvist trommuleikari var traustur á settinu, nafni hans Haugaard var hreint út sagt frábær á bassanum og hljómsveitarstjórinn og gítar- leikarinn Karsten Skovgaard bætti miklu við lögin með úthugsuðu plokki, lykkjum og sólóum. Fjöl- hæfur og flottur gítarleikari. Sjálfur er Kim fínn ryþmagítarleikari og tók sig vel út með ferkantaða rauða „Bo Diddley-gítarinn“ og sixpensarann. Dagskráin samanstóð af lögum frá öllum ferli Kims Larsen. Allt frá Gasolin-lögum eins og Fifi Dong og Rabaldestræde yfir í ný lög af plötum Kjukken. Hápunkturinn kom um miðbik tónleikanna þegar hljómsveitarmeðlimirnir fjórir röðuðu sér upp fremst á sviðinu og tóku órafmagnaðar útgáfur af lögunum Midt om natten, Joanna og Papirsklip. Þá skein gleðin af hverju andliti í salnum og margir sungu með. Annar hápunktur kom undir lokin þegar sveitin fór í rokkgírinn og tók Rabalde- stræde og Kringsat af fiender. Á milli laga sagði Kim sögur og brandara. Allt á dönsku að sjálfsögðu. Skemmtileg tilbreyting það. Eftir hraustlegt uppklapp kom bandið aftur og tók tvö lög í viðbót. Kim Larsen & Kjukken spiluðu í tæpa tvo tíma, yfir tuttugu lög, og tónleikagestir voru almennt mjög sáttir að sjá þegar þeir yfirgáfu staðinn. Vodafone- höllin virðist vera prýðilegur tónleika staður. Hljómur nokkuð góður og fínt svið. Það er helst að það vanti aðeins fleiri bílastæði … Trausti Júlíusson Einstakir persónutöfrar TÓNLEIKAR Kim Larsen & Kjukken Vodafone-höllin 24. nóvember ★★★★ Gleðin einkenndi tónleika Kims Larsen og Kjukken í Voda- fone-höllinni á laugardagskvöldið. Sviðstilþrif og persónu- töfrar Kims sjálfs ásamt góðri frammistöðu meðspilara hans í Kjukken skópu vel heppnaða kvöldstund. GLEÐIGJAFI Kim Larsen átti salinn á tónleikunum á laugar- dagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.