Fréttablaðið - 26.11.2007, Side 62
34 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. steypuefni 6. í röð 8. hlemmur
9. útdeildi 11. slá 12. heilan 14.
gimsteinn 16. hvað 17. kraftur 18.
heyskaparamboð 20. átt 21. glufa.
LÓÐRÉTT
1. garga 3. á fæti 4. skírnarnafn 5.
hallandi 7. sálmabók 10. skordýr 13.
herma 15. hjartaáfall 16. slím 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gifs, 6. rs, 8. lok, 9. gaf,
11. rá, 12. allan, 14. tópas, 16. ha, 17.
afl, 18. orf, 20. na, 21. rifa.
LÓÐRÉTT: 1. orga, 3. il, 4. fornafn,
5. ská, 7. saltari, 10. fló, 13. apa, 15.
slag, 16. hor, 19. ff.
Connie Filippello hefur verið ráðin
kynningarfulltrúi Garðars Thors
Cortes. Þetta segir Einar Bárðar-
son, umboðsmaður Garðars.
Connie er eldri en tvævetur í
þessum bransa en hún hefur
séð um kynningarmál
fyrir George Michael í 23
ár og meðal annarra
skjólstæðinga hennar
eru ítalska útgáfan af
Vogue, stórsöngkonan
Mariah Carey, breski
leikarinn Rupert
Everett og fatahönnuðirnir Tommy Hilfiger
og Versace. „Þetta er mikil snilld, hún er
algjör jarðýta og fer aldrei í kaffi,“ segir
Einar. „Við höfum ekki verið með neinn
kynningarfulltrúa á okkar snærum hingað
til en þannig fólk verður maður að hafa
innan sinna vébanda í Bretlandi,“ bætir
Einar við og var að vonum sáttur við að
hafa náð að klófesta hina reyndu
Filippello.
Og Garðar er þegar farinn að
vekja athygli meðal frægra
skjólstæðinga Filipello því tísku-
drottningin Donatella Versace bauð
Garðari nýverið að vera viðstaddur
jólaboð Versaces í London. En þar sem
Garðar var búinn að bóka sig varð hann
að afþakka gott boð. Þetta mun vera í
annað skiptið sem Garðar þarf að
afþakka þetta boð og mun Donatella
hafa mikinn áhuga á því
sem Garðar er að gera.
„Hún er mikill
aðdáandi hans,“
segir Mark
Devine hjá
Mother Manage-
ment, umboðs-
skrifstofu
Einars Bárðar-
sonar í London.
- fgg
Garðar í hóp með George Michael
Háskólaneminn Páll Ernisson
leysti jólagjafavandamál ársins
með því að búa til borðspilið
Ísafjörður – einokun. „Hugmyndin
er nánast eins stolin og hún getur
verið,“ segir Páll og hlær við.
„Fyrirmyndirnar eru spil á borð
við Matador. Þetta snýst allt um
fasteignabrask,“ útskýrir hann.
Páll er fæddur og uppalinn á
Ísafirði, en stundar nú nám í
landfræði við Háskóla Íslands.
Þar sem fjármagn til jólagjafa-
kaupa var af skornum skammti,
eins og gjarnt er um með náms-
menn, varð eigin framleiðsla ofan
á. „Ég kann ekki að prjóna, svo
þetta kemur í staðinn,“ segir hann
og hlær. Upphaflega var spilinu einungis ætlað að
fara í jólapakka til fjölskyldunnar, en það verður
einnig tekið til sölu í verslun systur hans, Blóma-
turninum á Ísafirði. „Hún er búin að taka niður tíu
pantanir nú þegar, og ég er búinn að
selja tíu spil,“ segir Páll, en 50 spila
upplagið kemur út 1. desember.
Þó að hugmyndin sé ekki alveg ný
af nálinni hefur Páll staðfært spilið
svo það henti ísfirskum veruleika.
Hættuspjöld vísa meðal annars í
ísfirsku fegurðarsamkeppnina
Óbeislaða fegurð, ísfirsk fyrirtæki
styrkja spilið og göturnar eru að
sjálfsögðu ísfirskar.
Verðlagning þeirra reyndist þó
nokkuð snúin. „Ég var eiginlega
hræddastur um að móðga pabba.
Hann býr í Mjógötu, sem er ódýr-
asta gatan í spilinu. Honum finnst
það hræðilegt,“ segir Páll og hlær
við.
Hann vonast til þess að spilið verði jólagjöfin í
ár. „Að minnsta kosti fyrir þá sem hafa ekki efni á
að kaupa GPS tæki á línuna,“ segir hann glettnis-
lega. - sun
Ísafjarðar-Matador er jólagjöfin í ár
Í STAÐINN FYRIR SOKKA Háskólanem-
inn Páll Ernisson kann ekki að prjóna
sokka í jólapakkana og brá því á það
ráð að búa til borðspil til að gefa vinum
og vandamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Frammi í búð spilum við
einhverja rólega tónlist, klassískt
og íslenskt í bland. En við erum
svo margar að vinna fyrir aftan
og flökkum því á milli útvarps-
rása. Þá er ýmist spiluð Gufan,
Bylgjan eða FM.“
Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir fata-
hönnuður.
Í GÓÐUM HÓPI
Garðar Thor er
kominn með
góðan kynningar-
fulltrúa í Bretlandi.
KANNSKI DÚETT George
Michael, Mariah Carey
og Rupert Everett er öll
meðal skjólstæðinga Connie
Filippello, sem hefur verið ráðin
kynningarfulltrúi Garðars.
„Við erum í samningaviðræðum
við Sam Shepard um að taka að sér
hlutverk pabbans en þar sem það
er þakkargjörðarhátíð hérna í
Bandaríkjunum núna gengur þetta
eilítið hægt,“ segir Sigurjón Sig-
hvatsson kvikmyndaframleiðandi
en tökur á stórmyndinni Brothers í
leikstjórn Jim Sheridan hefjast á
morgun, þriðjudag. Brothers er
endurgerð dönsku myndarinnar
Brødre eftir Susanne Bier og
fjallar um örlög tveggja bræðra í
skugga stríðsins gegn hryðjuverk-
um.
Myndin hefur fengið mikla
umfjöllun hjá fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum enda er hún ein örfárra
stórmynda sem eru í vinnslu um
þessar mundir en verkfall hand-
ritshöfunda hefur sett fremur
óvænt strik í reikninginn hjá kvik-
myndaframleiðendum. Þegar
hefur nokkrum kvikmyndum verið
slegið á frest, þeirra á meðal Engl-
um og djöflum sem byggð er á bók
Dan Brown og tvær kvikmyndir
Johnny Depp eru í biðstöðu. „Við
vorum byrjaðir að æfa eftir hand-
ritinu áður en verkfallið byrjaði,“
segir Sigurjón og viðurkennir að
kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkj-
unum hafi ekki verið nægjanlega
vel búinn undir þennan skell.
„Annars vegar töldu menn að það
myndi hreinlega ekki skella á og
þegar það gerðist bjuggust menn
ekki við því að deilan myndi lenda
í svona hnút,“ segir Sigurjón.
Mestu athyglina hefur þó vakið
að Brothers skartar þremur stór-
stjörnum af ungu kynslóðinni,
þeim Natalie Portman, Tobey
Maguire og Jake Gyllenhaal. Sigur-
jón segir það auðvitað frábært að
hafa landað þessu þríeyki en bætir
því við að það hafi verið hart bar-
ist um hlutverkin í myndinni. „En
það fylgir þeim auðvitað mikill
kostnaður, einkalífverðir, einkabíl-
stjórar og einkakokkar,“ segir
Sigur jón.
Þótt myndin sé kannski ekki sú
dýrasta sem Sigurjón hefur fram-
leitt er auðheyrt á honum að hann
er spenntur fyrir útkomunni. Ríkis-
stjórinn í Nýju-Mexíkó tilkynnti
sérstaklega um komu myndar-
innar og er talið að yfir þúsund
manns komi að gerð hennar, þar á
meðal hátt á fjórða hundrað stat-
istar. „Svona er þetta bara í Banda-
ríkjunum og við vorum einmitt að
ræða þetta, ég og leikstjórinn,
hvað í andskotanum við værum að
gera með allt þetta fólk,“ segir
Sigur jón og hlær en útskýrir síðan
að handritið eitt hafi kostað meira
en danska myndin í framleiðslu.
freyrgigja@frettabladid.is
SIGURJÓN SIGHVATSSON: BROTHERS Í TÖKUR Á MORGUN
Kvikmynd Sigurjóns ein
fárra sem lifa verkfallið af
Vakið hefur töluverða athygli
hversu þéttur og safaríkur
leikhópurinn í Brothers
er. Þau Natalie Portman,
Jake Gyllenhaal og Tobey
Maguire eru öll stór nöfn á
hinu stóra sviði í Hollywood.
ATHYGLISVERÐUR
LEIKHÓPUR
SÁTTUR MEÐ GANG MÁLA Sigurjón
Sighvatsson segir að á meðan aðrar stór-
myndir séu frystar eða settar í biðstöðu
hafi þeir verið byrjaðir að æfa þegar
verkfall handritshöfunda skall á.
Jóhann Ólafsson & Co hafa lýst
yfir áhuga á að kaupa mynd af
Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey en
nú stendur yfir ljósmyndasam-
keppni Fréttablaðsins á vísir.is.
Jóhann Ólafsson & Co hafa flutt inn
OSRAM-perur í 58 ár en það eru
einmitt VOLTA-perurnar frá fyrir-
tækinu sem notaðar eru til að lýsa
upp himininn í Viðey. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
fyrirtækið mikinn hug á
því að senda myndir út
til Þýskalands þar
sem perurnar eru
framleiddar en
yfir hundr-
að myndir
hafa borist í
ljósmynda-
samkeppnina
sem lýkur 1.
desember.
Snæbjörn Sigurður Steingríms-
son, óheppinn nafni framkvæmda-
stjóra SMÁÍS, var ákaflega þakklátur
eftir að frétt birtist á þessari síðu
um að honum hefði verið hótað af
brjáluðum Torrent-verjum. SMÁÍS og
Torrent eiga nú í dómsmáli og hefur
framkvæmdastjórinn verið
harðorður í garð þessara
„sjóræningja“ á netinu.
Sími Snæbjörns
Sigurðar hefur hins
vegar algjörlega
þagnað og hafa
netverjarnir nú
áttað sig á því að
þeir höfðu rangan mann fyrir sök.
Ritstjóri Mannlífs, Þórarinn Baldur
Þórarinsson, virðist hafa átt
kollgátuna í ritstjórnarpistli sem
birtist í blaðinu fyrr í sumar en þar
varpaði hann fram þeirri hugmynd
að skipta út starfsheitinu ráðherra
fyrir eitthvað aðeins minna karl-
lægt. Eins og margir ættu að vita
hefur Steinunn Valdís Óskarsdóttir
nú óskað eftir umræðum um að
breyta þessum starfstitli sem hlotið
hefur góðan hljómgrunn.
Þórarinn stakk í sínum pistli
upp á því að íslenskir
ráðherrar yrðu „ritarar“
eins og í Bandaríkjun-
um og er nær öruggt
að bæði karlar og konur
gætu sætt sig við slíkan
titil. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Allur ágóði
af Masa rennur til
Barnaspítala Hringsin
s.
MASI FÆST HJÁ
HAGKAUP OG N1
Einnig er hægt að pan
ta í gegnum
poppskólinn@poppsk
olinn.is
eða í síma 897 9409