Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 6

Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 6
6 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Íslendingar eiga í fyrsta sinn svo vitað sé með beinum hætti stóran hlut í félagi sem framleiðir hergögn. Iðnaðarsam- stæðan Stork N.V. í Hollandi þjón- ustar hergagnaiðnað og smíðar hluti sem notaðir eru í margvís- legum lofthernaði auk þess að sinna viðhaldi. Eyrir Invest, Marel og Landsbankinn hafa átt í þessu félagi. Stork Aerospace framleiðir meðal annars hluti í F-16 orrustu- þotur Lockheed Martin, kemur að smíði stéls og fleiri hluta í NH90 herþyrlunni fyrir Eurocopter og smíðar vélarhluta í Tiger-bardaga- þyrluna. Þá er hergagnaframleið- andinn Raytheon meðal við- skiptavina Stork, en fyrir- tækið kemur meðal ann- ars að gerð skotrörs MK56- eldflaugaskotpallsins. Sömuleiðis framleiðir Stork búnað fyrir her- gagnaframleiðandann Thales. Í fyrra nam velta Aerospace, hluta Stork N.V., 549 milljónum evra, eða um fimmtíu milljörðum króna. Í framleiðsluhluta Stork Aerospace falla 53 prósent undir loftvarnasvið, en 47 prósent undir borgaralegan flugiðnað. Í þjónustu- hlutanum nemur hlutdeild loft- varna hins vegar ellefu prósentum. Eignarhaldsfélagið LME hafði safnað að sér 43 prósenta hlut í iðnaðar- samstæðunni Stork N.V. í Hol- landi. Með yfirtöku Marels á Stork Food Systems, sem er nú að ganga í gegn, selur LME allan hlut sinn. Eyrir Invest og Landsbankinn, sem áttu LME með Marel, taka þátt í yfirtökutilboði London Acquisition á Stork N.V. Eyrir Invest fer með fimmtán prósenta eignarhlut í London Aquisition og Landsbankinn tíundapart. - bg ALÞINGI Útgjöld ríkisins á næsta ári hækka um 1.268 milljónir króna frá kynntum fjárlögum samkvæmt breytingartillögum meirihluta fyrir aðra umræðu um fjárlögin 2008 á Alþingi í gær. Reiknað er með 37,7 milljarða króna rekstrarafgangi. Þingmenn Vinstri grænna mót- mæltu því harðlega við upphaf þingfundar að þingmenn hefðu fengið gögn um málið hálfum sólar- hring fyrir umræðuna og því ekki haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir umræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði þingmenn hafa rökstutt það rækilega að ekki hefði verið rétt að málum staðið, og krafðist þess að umræðu um fjár- lagafrumvarpið yrði frestað. Á það féllst Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ekki, og sagði að þingsköp hefðu verið virt í málinu. Að auki hefðu fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd haft aðgang að upp- lýsingum og getað uppfrætt sam- flokksmenn sína. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður VG, sagði að afgreiðsla málsins hefði verið afbrigðileg, og spurði hversu oft það hefði komið fyrir að nefndaráliti hefði verið dreift tólf tímum fyrir upphaf umræðu. Sturla sagðist ekki hafa upplýsingar um það. Fjárlagafrumvarpið var rætt fram eftir kvöldi í gær, og var umræðum ekki lokið þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Talsverðar breytingar verða gerðar á frum- varpinu samkvæmt tillögum meiri- hluta fjárlaganefndar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær verða fjárframlög til ýmissa sjúkrahúsa aukin verulega, alls um 480 milljónir króna, til þess að þau Útgjöld hækka um 1,3 milljarða króna Þingmenn VG mótmæla vinnubrögðum Alþingis við umræður um fjárlög. Framlög til nokkurra sjúkrahúsa aukast um 480 milljónir króna. Landspítalinn fær 200 milljónir. Framlög til hátæknisjúkrahúss skorin niður um 700 milljónir. ■ Lagðar verða alls 152,6 milljónir til verkefna tengdra fyrirhugaðri olíuleit á Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygg. Annars vegar fær Hafrannsóknastofnun 51,2 milljónir til rannsókna á lífríki og umhverfi. Hins vegar fær Orkustofnun 101,4 milljónir til að hefja undirbúning að útgáfu leyfa til rannsóknar og vinnslu á olíu og gasi. ■ Samkeppniseftirlitið fær 25 milljóna króna aukaframlag á næsta ári. Mark- miðið er að efla stofnunina, en hún hefur ráðist í fleiri og flóknari rannsóknir en gert hafði verið ráð fyrir, og þurft að beita húsleitum í meira mæli. ■ Framlag til alþjóðlegrar friðargæslu verður aukið um 58 milljónir á næsta ári. Stærstur hluti framlagsins, 52 milljónir, rennur til verkefna í Darfur-héraði í Súdan. Á sama tíma verða framlög til íslensku friðargæslunnar skorin niður um 50 milljónir króna. ■ Meirihlutinn leggur til 75 milljóna króna aukið framlag til Háskólans á Akureyri til að styrkja reksturinn. RÚMAR 150 MILLJÓNIR VEGNA OLÍULEITAR geti tekið við verkefnum frá Land- spítalanum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri mun fá 50 milljónir króna auka- lega, Heilbrigðisstofnunin á Akra- nesi 59 milljónir, Heilbrigðisstofnun Suðurlands 132 milljónir, Heilbrigðis stofnun Suðurnesja 60 milljónir og St. Jósefsspítali í Hafn- arfirði fær 179 milljónir. Landspítalinn fær sams konar framlag, 200 milljónir króna, sem kemur til viðbótar 820 milljóna króna hækkun á rekstrargrunni spítalans. Er með þessu reiknað með að spítalinn geti verið rekinn innan heimilda. Þá er lagt til í breytingartillögun- um að 700 milljón króna lækkun verði á framlagi til nýs hátækni- sjúkrahúss, enda ljóst að fram- kvæmdir muni ekki fara eins hratt af stað og upphaflega hafi verið áætlað. brjann@frettabladid.is FJÁRLÖG RÆDD Þingmenn Vinstri grænna mótmæltu vinnubrögðum meirihlutans við aðra umræðu fjárlaga í gær. Þingmenn meirihlutans bentu á að þingsköp hefðu verið virt, þótt sá tími sem leið milli þess sem gögnum var dreift og umræður hófust hafi verið í stysta lagi. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Málefni aldraðra og öryrkja verða skoðuð sérstaklega milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlögin, sagði Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, þegar hann mælti fyrir breytingartillögum meirihluta nefndarinnar á Alþingi í gær. Hann sagði að vegna breytinga á stjórnarráðinu myndu málefni aldraðra og öryrkja færast til félagsmálaráðuneytis. „Án þess að gefa hér nein loforð, þá er það mikilvægt að þau fyrirheit sem lagt var upp með til að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja gangi eftir og Alþingi geti þá stutt umræddar breytingartillögur sem verða teknar til umfjöll- unar í fjárlaganefnd áður en þær koma til umfjöllunar á Alþingi,“ sagði Gunnar. Þriðja umræðan um fjárlögin er á dagskrá 10. desember. RÆTT UM ALDRAÐA OG ÖRYRKJA SÍÐAR GUNNAR SVAVARSSON © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 GLÄNSA aðventuljós 7 armar L33xH14 cm 695,- GLÄNSA aðventuljós 7 armar L59xB94, H45 cm 3.990,-ISIG kerti Ø7, H15 cm gyllt/silfurlitað 195,- ISIG kerti 5 stk. H20, 12 og 7 cm ýmsir litir 495,- ISIG kerti Ø7, H15 cm 150,- Bjartar vetrarnætur Um ævistarf þessa fjölhæfa frumkvöðuls má segja að hug hans og höndum hafi verið fátt ofviða sem hann fékk áhuga á. Ekki var þó mulið undir hann í bernsku og ungur maður fékk hann berklaveiki og glímdi lengi við hana. Í bók sinni, Sótt á brattann, segir Ævar frá lífshlaupi sínu og viðfangsefnum svo að unun er að lesa. Ævar er löngu þjóðkunnur maður en lúpínuseyði hans hefur hjálpað fjölda manns til heilsu. www.skjaldborg.is Af lífshlaupi frumkvöðuls Telur þú að best sé að búa á Íslandi? Já 52% Nei 48% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum? Segðu skoðun þína á visir.is NH90 HERÞYRLA Stork í Hollandi smíðar stél og fleiri hluta svona þyrla. Eyrir Invest og Landsbankinn gerðu tilboð um að taka yfir Stork N.V. í Hollandi: Taka þátt í hergagnaframleiðslu KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Karlmaður í Gríms- ey hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela 12.900 lítrum af olíu. Dóminn kvað upp Héraðs- dómur Norðurlands eystra. Maðurinn nældi sér í olíuna á þriggja og hálfs árs tímabili, þegar hann starfaði sem umboðs- maður Olíudreifingar ehf. Olíuna hagnýtti hann sér til að hita upp heimili sitt og húsnæði sem hann rak í verslun sína Grímskjör í Grímsey. Maðurinn játaði sök fyrir dómi og lagði fram gögn um að hann hefði greitt Olíudreifingu ehf. skuld vegna olíu. - jss Karlmaður í Grímsey: Dæmdur fyrir olíustuld
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.