Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 18

Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 18
18 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR FRAMKVÆMDIR Í morgunmyrkrinu er ekki auðvelt að komast að Háskólatorginu, nú fáum klukku- stundum áður en húsið verður vígt. Það er skylda að vera með hjálm og þegar athafnasvæðið var heimsótt á þriðjudegi var enn margt eftir. „Við gætum alveg notað hálfan mánuð til,“ segir Ingjaldur Hanni- balsson byggingarstjóri með dul- arfullu brosi, „en húsið verður vígt hinn fyrsta. “ Á þriðjudag var allt á fullu, tugir karlmanna voru að störfum á jarð- hæðinni, hvert sem litið var mátti sjá menn að starfi og ekki töluðu þeir allir íslensku. „Það er talsvert af Serbum hérna, og Pólverjum,“ segir Finnur Arnar Arnarson en hann vann til verðlauna fyrir til- lögu sína að gríðarstóru myndlistar- verki sem grípur strax athyglina þegar inn í húsið er komið. „Ég er kominn yfir það stig að þurfa hjálm,“ segir hann. Keilan gengur upp úr þakinu Tímaplanið er þétt og hann fékk kvöldið fyrir sig. „Það er betra að taka ljósmynd á morgun, þá verður búið að rjúfa þakið yfir keilunni og birtan brýst inn í hana. Upp úr þak- inu gengur stór keila og inni í henni fljúga fuglar,“ segir hann. Það er næsta skrefið hjá myndlistarmann- inum að koma þeim fyrir. „Þótt fyrir varinn væri nægur er alltaf gott að eiga einhvern tíma aflögu,“ segir Finnur. Frá gólfinu má sjá hvernig keilan sem er eins og stungið upp í loftið yfir Háskólatorginu styrkir tilfinn- inguna í stóru opnu rými þeirra Ögmundar Skarphéðins sonar og Ingimundar Sveinssonar sem hönn- uðu húsið. Þetta er tíu þúsund fer- metra bygging á þremur hæðum sem mun leysa af hólmi eldri bygg- ingar. Hér verður Bóksala stúd- enta til húsa, hér verður loksins myndarleg veitingastofa á gömlu háskólalóðinni við Suðurgötu, hér verða fundarsalir, aðstaða fyrir stærri samkomur og ýmiss konar þjónusta fyrir námsmenn. Gefur tilefni til aukinna samskipta Níu ár eru síðan Páll Skúlason lýsti draumi sínum í ræðu: „Á háskóla- lóðinni þarf að rísa vegleg þjón- ustu- og félagsmiðstöð – menning- armiðstöð Háskóla Íslands – sem gefur tækifæri og tilefni til stór- aukinna samskipta stúdenta, kenn- ara og annars starfsfólks svo og allra sem til Háskólans koma. Ég kalla þennan þjónustukjarna „Háskólatorgið“, því þangað ætti daglegt erindi stór hluti þeirra sex til sjö þúsund manna sem á svæð- inu starfa og hann þyrfti því að vera miðsvæðis á háskólalóðinni.“ Til að gera langa sögu stutta var gerð þarfagreining og fundin lóð á dauðu svæði milli aðalbyggingar og íþróttahúss Háskólans. Húsið er í raun upp komið tvær byggingar tengdar, mun hýsa á þriðja hundr- að starfsmenn og þangað munu sækja um fimmtán hundruð gestir dag hvern. Það var á sínum tíma skilyrt að húsið skyldi aðeins kosta 1.600 miljónir og var boðið út á föstu verði. Íslenskir aðalverktak- ar og arkitektarnir Ingimundur Sveinsson og Ögmundur Skarphéð- insson hrepptu hnossið. „Þú mátt spyrja um peninga,“ segir Ingjald- ur, „Við bættum hæð við og fullbú- ið mun húsið kosta 2,3 milljarða.“ Listin vísar til vesturfaranna Framlag Háskólasjóðs Eimskipa- félags Íslands reið baggamuninn við framkvæmdina. Það var því vel til fundið að ákveða að húsið skyldi geyma listaverk sem minnt- ist þeirra sem gáfu þann sjóð, en hann varð til þegar Vestur-Íslend- ingar gáfu hlutabréf sín Háskól- anum. Var efnt til samkeppni og Finnur Arnar vann verðlaun fyrir tillögu sína. Markmið verksins var að vinna með keiluformið og átti hugmyndafræðilegt inntak þess að hafa skýra skírskotun til vest- urfaranna. Þá átti það að tengjast Háskóla Íslands og mikilvægi menntunar og þess að þekkja fleira en heimahaga og vekja eins konar ævintýraþrá með njótand- anum. Og nú horfum við upp í Keiluna í lofti Háskólatorgsins og bíðum þess að fuglar taki að fljúga inni í henni og enn hærra við himin beri fugla í oddaflugi vestur á bóginn. Höfuðáttirnar fjórar eru greyptar á neðri brú keilunnar en á barmi hennar stendur: Vits er þörf þeim er víða ratar. Þetta er glæsilegt verk og handan amsturs iðnaðar- manna má sjá að Háskólatorgið verður glæsileg bygging og skapar loks vettvang á gömlu Háskólalóð- inni sem þúsundir eldri nemenda muna að var þar ekki áður. Húsið verður vígt á morgun við hátíð- lega athöfn. pbb@frettabladid.is Út um keiluna fljúga fuglarnir Glæsileg tíu þúsund fermetra bygging mun stórbæta aðstöðu nemenda, kennara og starfsfólks við Háskóla Íslands. Háskólatorg verður vígt á morgun. Verkefnið hefur staðið yfir í níu ár. Fullbúið mun húsið kosta 2,3 milljarða. FINNUR ARNAR ARNARSON Á heiðurinn af keilu sem er eins og stungið upp í loftið yfir Háskólatorginu. Á henni stendur; Vits er þörf þeim er víða ratar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÁSKÓLATORG Ögmunur Skarphéðinsson og Ingimundur Sveinsson hönnuðu húsið sem rýmir Háskólatorg, en reiknað er með að fimmtán hundruð gestir muni sækja torgið heim á degi hverjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.