Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 22
22 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Auglýsingasími – Mest lesið Aðventan gengur í garð á sunnudag. Fyrir utan kannski kaupmenn hafa ófáir jafn mikið að gera þegar nær dregur jólum og kórstjórar. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum kórstjórum sem eru komnir í rásstellingar fyrir jólavertíðina. Kórstjórar á jólavertíð Óskar Einarsson: Jólalögin byrja í ágúst Fyrir hendingu átti Óskar Einarsson, stjórnandi Gospelkórsins, örlitla stund aflögu þegar Frétta- blaðið sló á þráðinn, en hann var þá að aka á milli kóræfinga. „Ég er með ellefu tónleika fyir tólf þúsund manns á sjö dögum,“ segir Óskar. „Og á sunnudaginn eftir viku ætla ég að sofa út!“ „Við byrjum á tónleikum með Garðari Thor Cortes, svo eru sjö jólatónleikar og við syngjum að lokum á þremur tónleikum með Björgvin Halldórs- syni,“ segir Óskar og viðurkennir að það sé óvenjulega mikið að gera í ár. „Eftir áramót verða aðrir tón- leikar með Garðari og svo sænsku söngkonunni Carolu, en því miður hef ég þurft að hafna nokkrum tónleikum sökum anna.“ Óskar segir að undanfarin sex eða sjö ár hafi jólahaldið hjá honum gjör- breyst. „Allur jólaundirbúningurinn fer í þetta; við byrjum að hlusta á jólalög í ágúst, undirbú- um okkur fram á haust og desember er allur lagður undir tónleikahald. En ég á frábæra og skilningsríka konu sem sér til þess að jólin koma líka heim.“ Til að halda sönsum í ann- ríkinu finnst Óskari mikilvægt að vera duglegur í ræktinni og borða hollan mat. „Maður þarf að horfa fram á við, þetta reddast allt.“ Hann játar lika með semingi að í desember sé hann orðinn dálítið leiður á jólalögum. „Ég set að minnsta kosti eitthvað annað en jólatónlist á fóninn heima hjá mér á þessum árstíma,“ segir hann og hlær. Sigrún Þorgeirsdóttir: Hápunkti náð snemma „Þetta er bara fjör,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur. „Við erum svolítið heppnar með það að hápunkturinn er snemma á ferðinni. Svo eru minni atburður framundan, til dæmis jólasamsöngurinn, sem er reyndar ekkert lítill heldur á öðrum nótum.“ Sigrún segir að vissulega hafi fylgt þessu stress þegar hún stýrði kórnum í fyrsta sinn en það er fyrir löngu á bak og burt. „Það þýðir ekkert. Ef ég er stressuð þá verður kórinn stressaður og þá er allt ónýtt. Það er í mesta lagi smá spenningur.“ Sigrún kveðst ekki vera ein af þeim sem skipuleggur jólin langt fram í tímann en passar sig hins vegar á að vera ekki of seint á ferðinni. „Ég reyni að koma því þannig fyrir að ég eigi eina gjöf ókeypta á Þorláks- messu, til að eiga erindi í bærinn - helst bók sem ég get gengið að vísri.“ Þau hjónin eru ekki enn byrjuð á jólaundirbúningnum en Sigrún kvíðir engu. „Nei, nei, það er ástæðulaust. Jólin koma!“ Jóhanna V. Þórhallsdóttir: Enginn bakstur og svoleiðis rugl „Ég er á kafi í jólalögum þessa dagana,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur. „Framundan er risastórt aðventukvöld í Bústaðakirkju hljómsveit og með fimm barnakórum sem troða upp hver á fætur öðrum. Svo er Léttsveitin með stóra tónleika í næstu viku sem bera yfirskrift- ina Mamma er enn í eldhúsinu, svo það er nóg að gera.“ Jóhann segir að kórstarfið setji svip á jólahaldið en alls ekki strik í reikinginn. „Maður er orðinn svo sjó- aður og bara græjar þetta. Ég læt hins vera að baka jólakökur og svoleiðis rugl,“ segir hún og hlær. Fyrir Jóhönnu eru tónleikarnir fyrir löngu orðnir órjúfanlegur hluti af jólaundirbún- ingnum. „Það hefur vissulega komið fyrir að ég hef verið alveg uppgefin en mér finnst þetta bara gaman, að minnsta kosti er engin þreyta í mér í ár. Maður verður svo ungur í anda með aldrinum og ég gæti ekki hugsað mér jólin án söngs.“ Friðrik S. Kristinsson: Hápunktur á aðfangadagskvöld Friðrik S. Kristinsson var á kóræfingu hjá Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju þegar Fréttablaðið truflaði hann. Auk drengjakórs- ins stjórnar Friðrik líka Karlakór Reykjavíkur. „Drengjakórinn verður með tónleika hér 6. desember ásamt félögum úr karlakórnum,“ segir Friðrik, en Karlakór Reykjavíkur ætlar að hefja aðventuna á utanlandsferð. „Alls verður Karlakórinn með sjö tónleika, þar af þrenna í Færeyjum en við ætlum að koma fram í Klakksvík og Þórshöfn en syngjum svo á fernum tónleikum hér heima.“ Tónleikahald hefur lengi verið stór hluti af jólaundirbúningnum hjá Friðrik en hann segir að því fylgi lítið stress. „Ekki lengur að minnsta kosti, maður er orðinn svo vanur þessu. Síðustu tónleikarnir eru reyndar 18. desember í ár þannig ég hef nokkra daga upp á að hlaupa áður en jólin koma.“ Friðrik viðurkennir að vissulega sé hann orðinn vel þreyttur í lokin en fráleitt orðinn leiður á jólasöngvum. „Þvert á móti. Fyrir mér er hápunkturinn á aðfangadagskvöld þegar við syngjum Heims um ból.“ Margrét Pálmadóttir: Tek af vöxtunum, ekki höfuðstólnum „Við æfum í jólastemningu,“ segir Margrét Pálmadóttir, sem rekur söngskólann Domus Vox og stýrir Stúlknakór Reykjavíkur, kvennakórnum Vox feminae og Gospelsystrum Reykjavíkur. Til að tryggja rétta stemningu í kórnum er búið er að skreyta æfingasalinn í Domus Vox og kaupa piparkökur. „Framundan eru tveir stórtónleikar; aðventutónleikar í Hallgrímskirkju 14. desember, þar sem rúmlega 200 stúlkur og konur syngja, og einsöngvaratónleik- arar í Háteigskirkju strax daginn eftir. Svo verðum við auðvitað út um borg og bý, syngjum á spítölum og elliheimilum, í fyrirtækum og versl- unum. „Það er að færast í aukana að fyrirtæki fái kóra til að taka lagið dagana fyrir jól. Maður finnur líka hvað fólk er þakklátt og hvað þetta er gott fyrir starfsandann að fá svona gleðigjafa.“ Dagskráin er þéttskipuð hjá Margréti alveg fram á Þorláksmessu en Margrét segir það ekki trufla sig. „Ég er búin að standa í þessu síðan ég var átta ára; búin að syngja fyrir súkkulaði og konfekti alla ævi. Það kom fyrir í gamla daga að ég varð alveg uppgefin en ekki lengur, ég er búin að læra að taka bara af vöxtunum en ekki höfuðstólnum. Ég lít á þetta sem mína gjöf til samfélagsins og þakka fyrir að fólk vilji mann ennþá, ég er jú orðin hálfrar aldar gömul,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún fái aldrei leið á jólalögum. „En það sem bjargar jólahaldinu hjá mér er að ég á yndislegan eiginmann sem er listakokkur, og undir hans forystu tekur fjölskyldan sig saman og reddar jólaundirbún- ingnum.“ MARGRÉT PÁLMADÓTTIR AÐVENTUTÓNLEIKAR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR ÓSKAR EINARSSON JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR „Mér finnst ekki lykilatriði að finna nýtt orð í stað ráðherra,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, framkvæmdastjóri Verkfræðinga- félags Íslands. „Þetta er náttúrlega orð sem ákveðin venja er fyrir en auðvitað ber það með sér ákveðna karllæga ímynd af því að karl- menn hafa verið í yfirgnæfandi meirihluta í ráðherraembættum gegnum tíðina. Ef það finnst gott orð fyrir bæði kynin þá er sjálfsagt að skoða það og mikilvægt að taka þessa umræðu hvort ástæða sé til að breyta. Mér finnst skipta meira máli að um sé að ræða raunveru- legt jafnræði milli kynjanna, að helmingur ráðherra sé konur, að konur séu hæstaréttardómarar til jafns við karla og að konur séu jafnmargar körlum í stjórn fyrirtækja og svo framvegis. Mér finnst skipta máli að skipan í stöður endurspegli samfélagið.“ SJÓNARHÓLL NÝYRÐI Í STAÐ ORÐSINS RÁÐHERRA Jákvæð umræða JÓHANNA HARPA ÁRNADÓTTIR Framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands. „Það er allt gott að frétta. Ég er núna að reyna að klára önnina í skólanum.,“ segir Högni Egils- son, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sem leggur stund á tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. „Ég er að reyna að rumpa af einu verki sem verður flutt á jólatónleikum Listaháskólans fimmta desember. Síðan er ég að fara að syngja ásamt Hamrahlíðarkórnum í sálmasinfóníu Stravinskíjs í kvöld með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Hljómsveit Högna, Hjaltalín, hefur lokið við plötuna Sleepdrunk Sea- sons. „Platan er væntanleg í verslanir 4. desember,“ segir hann. „Það gekk prýðisvel að taka hana upp en tók langan tíma. Upptökunum lauk í byrjun nóvember og þá fór masterinn í framleiðslu til Þýskalands. Hún verður svo fáanleg í öllum betri plötubúðum og tón- listarmörkuðum. Þetta verður jólaplatan í ár ef Luxor hefur ekki vinninginn.“ Eftir að platan kemur í verslanir tekur við dágóð tónleikasyrpa. „Við erum að spila með bandarísku sveitinni Akron/Family á Organ 7. desember, svo spilum við 20. desember og mögulega líka áttunda.“ Högni segist samt ætla að nýta jólin í afslöppun. „Já, ég ætla bara að slaka á, mögulega fá mér nokkra jólatúborg-bjóra. Þeir eru góðir í ár. Annars er ég ekkert byrjaður að skipuleggja jólin. Ég þarf líka lítið að pæla í jólagjöfum í ár. Ég hugsa að ég gefi flestum bara plötuna, þannig að það er lítið stress í kringum það.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HÖGNI EGILSSON TÓNLISTARMAÐUR Gefur bara Hjaltalín-plötuna í jólagjöf WALLER RÆNT: HALDIÐ UPPI FJÖRI FYRIR AL CAPONE ■ Söngvaranum og píanistanum fræga Fats Waller var rænt árið 1926 og hann borinn inn í stóran sal þar sem honum var skipað að spila og syngja. Til að koma í veg fyrir að hann færi að tuða fékk hann að finna fyrir byssuhlaupi sem þrýst var að baki hans. Þegar hann fékk að yfirgefa staðinn þremur dögum síðar var hann vel drukkinn og með fulla vasa fjár enda sátu menn ekki á þjórfé sínu í afmælisveislum hjá sjálfum Al Capone sem stóð að þessu mannráni. Napurt „Það er reyndar svolítið kalt núna en við reynum að hita þetta upp með sprittkertum og svo erum við með þennan fína prímus.“ SÆVAR ARNFJÖRÐ SEM ÁSAMT KONU SINNI HEFST VIÐ Í TJALDI Í LAUGARDAL. Fréttablaðið 29. nóvember. Fljótur „Þegar ég settist á þing kom ég beint inn í fyrirspurnar- tíma og sá þarna mál sem ég hafði áhuga á. Þá var ekkert annað að gera en að drífa sig.“ JÓN BJÖRN HÁKONARSON, VARAÞINGMAÐUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS, HÉLT RÆÐU Á ALÞINGI EFTIR AÐEINS SAUTJÁN MÍNÚTNA ÞINGMENNSKU. Morgunblaðið 29. nóvember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.