Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 24
24 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR 5611 6. 64 2 4927 .5 25 Sk or ra da ls hr ep pu r Ár ne sh re pp ur Kó pa vo gu r Re yk aj ví k Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is HEIMILD: SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITAR FÉLAGA Borgin fær í sínar hendur 1.300 milljónir króna, eignir á Lindargötureit og pláss fyrir Listaháskólann við Laugaveg. Samson fær á móti eignir borgarinnar á Barónsstígsreit, samkvæmt samningum sem samþykkt- ir voru í borgarráði í gær. Uppbyggingin nemur tug- þúsundum fermetra í 101. Borgarráð samþykkti í gær að láta af hendi nokkrar lóðir borgarinnar á Frakkastígsreit í stað lóða fast- eignaþróunarfélagsins Samson Properties, sem er í eigu Björgólfs- feðga, á reitnum hinum megin Hverfisgötu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er reiknað með að Listaháskóli Íslands rísi á Frakka- stígsreitnum, að loknum samninga- viðræðum skólans og Samson. Á Hverfisgötureitnum eru fyrir 96 námsmannaíbúðir, en þeim fjölgar nú um allt að sjötíu, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. „Fjöldi íbúða fer eftir nánari útfærslu,“ segir hann. „En við höfum líka áhuga á því að láta stúd- entaíbúðirnar falla betur að umhverfinu. Þær hafa þótt stinga svolítið í stúf þarna. Það verður gert í samvinnu við stúdentana.“ Dagur segir mikilvægt að Lista- háskólinn verði borgarprýði á reitnum sem nú geymir Vegas „sem ekki er mikill sómi að“. Samningaviðræður Samson og Listaháskóla eru á lokasprettinum, en þær fela í sér að Samson fái í sinn hlut 11.000 fermetra lóð skól- ans í Vatnsmýri. Þau makaskipti voru ekki afgreidd sérstaklega í gær, en Dagur staðfestir að vilja- yfirlýsing fyrrverandi borgar- stjóra um lóðina standi. Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskólans, segir maka- skiptin gærdagsins auðvelda sér að halda samningaviðræðum áfram, enda séu með þeim tryggðir mögu- leikar skólans til að auka við sig og stækka út frá Frakkastígsreitnum. Verslun og íbúðir Borgarráð samþykkti einnig í gær að selja Samson eignir á Baróns- stígsreit og Landsbankareit, við Laugaveg. Á þeim stendur til að reisa eins og hálfa Kringlu, ásamt íbúðarhúsnæði. „Við erum búin að ná samstöðu um að þarna verði lykilhús vernduð og tekið verði mið af götumynd Laugavegar og helst verndun götu- myndar á Vatnsstíg líka. Nú tekur við skipulag þar og uppbygging í samráði við íbúa og aðra hags- munaaðila,“ segir Dagur. Spurður um þensluaukandi áhrif þessarar miklu uppbyggingar segir borgarstjóri að á næsta ári verði aðallega unnið að skipulagi, hönnun og undirbúningi. Það ætti því ekki að hafa afgerandi áhrif. Af hverju Samson? Deiliskipulag þarf að endurskoða á reitunum, en Dagur kveður breyt- inguna ekki eins mikla og ætla mætti; gert hafi verið ráð fyrir upp- byggingu á þeim áður. Spurður hvort ekki hafi fleiri komið til greina í samstarf en Sam- son, segir Dagur: „Við höfum á síð- ustu árum keypt þónokkrar eignir. Markmiðið hefur verið að selja þær til uppbyggingaraðila með álitlegar hugmyndir. Í þessu tilfelli var það Samson.“ Fleiri hafi komið með hugmyndir að uppbyggingu á Bar- ónsstígsreit, en þær strandað af ýmsum ástæðum. Samson átti að auki nær allar eignir reitsins, að sögn borgarstjóra. Hins vegar hafi verið leitað til tveggja óháðra fasteignasala, sem mátu verðmæti eignanna. Samningurinn og sala á eignum á reitunum tveimur við Baróns- stíg færa borginni um 1.300 millj- ónir í aðra hönd, utan stúdentaí- búðanna. Hinn 21. desember næstkomandi stækkar Schengen-svæðið svonefnda, þegar níu af ríkjunum tíu sem bættust í raðir Evrópusambandsins vorið 2004 fá aðild að Schengen-sáttmálanum svonefnda, sem gerir þegnum aðildarríkjanna kleift að ferðast vegabréfslaust yfir innri landamæri svæðisins. Um hvað snýst Schengen-samstarfið? Schengen-samstarfið er kennt við bæinn Schengen í Lúxemborg þar sem þáverandi innanríkisráðherrar stofnríkjanna undirrituðu árið 1985 sáttmála um að afnema hefðbundið landamæraeftirlit til að auðvelda frjálsa för fólks yfir innri landamæri aðildarríkjanna. Það tók fimm ár til viðbótar að útfæra framkvæmd samningsins og hann komst fyrst endanlega til framkvæmda árið 1995. Þá höfðu Portúgal og Spánn bæst við. Grikkland og Austurríki gengu síðan einnig til liðs við samstarfið. Árið 1997 var Schengen-sáttmálinn „innlimaður“ í stofnsáttmála ESB með Amsterdam-sáttmálanum. Aðild Norðurlandanna gekk í gildi árið 2001, og það ekki einungis ESB-aðildar- ríkjanna Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur heldur einnig Noregs og Íslands. Fyrir stækkun Schengen- svæðisins til austurs voru þannig alls fimmtán ríki aðilar að samstarfinu. Bretland og Írland standa að mestu fyrir utan það. Hvað breytist núna í desember? Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland, Malta og Kýpur bætast við Schengen-svæðið, með þeirri undantekn- ingu að stjórnvöld á Kýpur hafa áskilið sér rétt til að viðhalda landamæraeftirliti óbreyttu. Þetta þýðir að ytri landamæri Schengen-svæðisins á meginlandinu færist frá landamærum Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu við Pólland, Tékkland, Slóvakíu, Ungverjaland og Slóveníu austur að landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Austurlandamæri Eystrasaltslandanna verða þá einnig ytri mörk Schengen-svæðisins. Rússneska hólmlendan Kaliníngrad við Eystrasaltið verður líka lokuð inni í Schengen-svæðinu. FBL-GREINING: STÆKKUN SCHENGEN-SVÆÐISINS Ytri mörkin færð lengra í austur Lyfjakaup á netinu eru afar varhugaverð að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Hann líkti þeim við rússneska rúllettu í blaðinu í gær. Er mikið um að fölsuð lyf séu til sölu á netinu? Já, ég tel svo vera. Lyf sem eru ein- göngu til sölu á netinu er sjaldnast hægt að tengja einhverjum sem hefur tilskilin leyfi til að framleiða og selja lyf. Hversu umfangsmikill er þessi iðnaður? Við höfum upplýsingar um að hann sé mjög umfangsmikill, ekki síst í Suðaustur-Asíu, Afríku og Suður- Ameríku og hann fer ört vaxandi, enda eftir miklu að slægjast. Hvað ber að varast? Ekki kaupa lyf á netinu, punktur. Þekkir þú einhver tilfelli hér á landi þar sem fólk hefur keypt fölsuð lyf á netinu? Nei, ekki einhver sértæk tilfelli svo ég muni eftir. Ég held sem betur fer að það sé fremur lítið um þetta hér, en viss um að margir samt láta kannski freistast og því er þessi umræða mikilvæg. SPURT & SVARAÐ LYFJAVERSLUN Á NETINU Ekki kaupa lyf á netinu SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Landlæknir > Fjölmennustu og fámennustu sveitarfélögin 2006 Hér á Listaháskólinn nýi að rísa og voru makaskipti Reykjavíkurborgar og Samson Properties áfangi að því. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Samson, sem falast eftir lóð, eyrnamerktri skólanum, í Vatnsmýri. Nýi skólinn á að vera milli 13.000 og 14.000 fermetrar, en einnig er gert ráð fyrir stækkun hinumegin við götuna. Mörg hús víkja, til dæmis það sem hýsir skemmtistaðinn Vegas við Frakkastíg. Frakkastígsreitur - Listaháskóli1 Í Skuggagörðum eru nú þegar 96 íbúðir námsmanna reknar af Félagsstofnun stúdenta. Samkomulag borgar og Sam- son gerir ráð fyrir að milli fimmtíu og sjötíu íbúðir bætist við. Með þessari viðbót verður einnig reynt að bæta útlit garð- anna í heild sinni. Samson fékk í staðinn íbúðir á Frakkastígsreitnum undir Lista- háskólann. Lindargötureitur – Skuggagarðar2 Tveir reitir – Barónsbúð Á Laugavegs- og Barónsstígsreit- unum er ætlað að rísa um 25 þúsund fermetra verslunarkjarna, sem teygi sig yfir Hverfisgötuna. Nýbyggingin verður að mestu á Barónsstígsreitnum, en Lauga- vegsreiturinn verður meira „felldur inn í“. Á neðanverðum Barónsstígs- reit verður íbúðarhúsnæði, allt að sautján hæðir og 18.000 til 20.000 fermetrar að stærð. Einnig verður allt að fjögurra hæða bílakjallari undir kjarna. 3 Va tn ss tíg ur Skúlagata Lindargata Ba ró ns st íg ur Lindargata Fr ak ka stí gu r Skólavörðustígur Bjarn arstíg ur st íg ur Sæbraut Hverfisgata Grettisgata Vi ta stí gu r Va tn ss tíg ur Ba ró ns st íg ur Fr ak ka st íg ur indargata Kl ap pa rs tíg ur Laugavegur Hverfisgata a Laugavegur Laugavegur Veghúsastígur Vi ta st íg ur Njálsgata Sæbraut Skúlagata Hverfisgata Grettisgata Hverfisgata Lindargötu- skóli 64 5 50 49A 9 4 29 11 22 24 8 57A 43A 41 26A 77 52 60 43A 52 9 29 30 36 50 32 30 39 27 26 3 2A 4 46B 66 51 99A 84 40 22C 20 104 61 32-34 3 12 104A 92C 10 B 88A 67A 7 3 1A 86 22 64 23 29 37 39B 29 45 28 27B 10A 102A 26 42 16 4 33B 66 48 22A 23 100B 103 28 26 58 9 31A 58A 64 78 57 8C 22 16 98A 15 28 28B 11 18A 61-63 6 44A 13B 6A 66-68 40 42A 2 53A 34 41 16 67 49 28C 57-61 91 6 74 80 5 40 33 25 22A 37B 18 30B 6A 100A 82 99A 13 58B 35B 3 6B 27B 13 13A 25 42 19 4B 20B 32B 9 2B 10B 32 90 26 29 8 8A 34B 9A 51B 41A 51 1 35 32 A 49 60 18 17 10 A 68A 30 48B 38 11 44 35 50B 54B 89 60 35 A 105 52 72 8 12 36 98 41 23 24A 14 10 19 46A 55 67 9A 43 11 A 3 30 2 45 4 15 28B 56 31 36B 31A 17 58 48 30 92B 40A 15A 12 106 20 39 54 10 41 7 22B 15 45 28A 83 20C 16B 33 66A 9 42 54 33 8B 5 92A 30 68 26 4A 56 3A 27 44B 7 5831 24 16 92 17 50 19 29 74 40 11 37 70B 63 5 5 27 19B 4 33B 5A 62 101 13 9 44 26 42 85 34 60A 21 70 11 54 76 40 47 26 69 1 10A 69 88B 101A 13B 47 27 38 28 65 5 32B 29B 20 35 64A 43 46 9 20B 71 1 7 36 71 5 38 65A 72 33 59 28 28 19A 7 65 31 43 102 73 39 106A 100 6 73 4 12 20A 53 10 75 34 38B 32B 25 35 45A 17 10 43 18B 21 11 28 18 3 29A 38 45 27A 59 10 13 24A 4 31 12 A 37 37 88C 24 62 87 2 1349 53B 43B 8A 40A 27 - 2 5 11 56 34 6 70 20A 7 44 39 47 19 12A 8 28D 12 55 34A 7 17 10 40B 33 5 19 11A 14 C 14 B 32 46 14 32 31 46A 13 46 13C 4412 34A 42 14 A 90B 1 2 3 Borgin semur um nýjan miðbæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.