Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 48
BLS. 8 | sirkus | 30. NÓVEMBER 2007 Þ jóðin hefur fylgst með spútnik-parinu Svövu Johansen og Birni Sveinbjörnssyni frá því þau hnutu um hvort annað á Akureyri vorið 2005. Svava og Björn voru ekki búin að vera par mjög lengi þegar hann kvaddi stóru Ford-fyrirsætuskrifstof- una í New York og fór að vinna í fyrirtækinu NTC. Þegar þau eru spurð að því hvort það hafi ekki verið stór ákvörðun segja þau svo ekki vera. „Fyrir mér var þetta ekki stór ákvörðun, ef Bjössi var tilbúinn í slaginn þá var ég miklu meira tilbúin,“ segir hún og hann bætir því við að hann hefði ekki getað sinnt starfinu með annarri hendi. Það var því annaðhvort að hrökkva eða stökkva. „Í upp- hafi ætlaði ég að prófa þetta í viku en eftir vikuna var ekki aftur snúið, þvílík verkefni sem eru í þessu fyrirtæki,“ segir hann. Ástin spilaði stórt hlutverk í þessari ákvörðun því eftir að hann kynntist Svövu langaði hann að flytj- ast alfarið til Íslands. „Þegar maður er ástfanginn verða allir hlutir miklu auðveldari. Ég verð þó að viðurkenna að vinnuveitendur mínir úti voru ekki mjög sáttir og skildu ekki af hverju ég væri að yfirgefa þá. En ég sé ekki eftir neinu.“ Svava segir að hann hafi komið með nýjan og ferskan blæ inn í fyrirtækið. „NTC er rótgróið og sterkt fyrirtæki sem ávallt hefur verið séð vel um og við höfum bara verið að halda áfram og efla það enn frekar.“ Nú vinna þau saman og stýra fyrirtækinu NTC, sem rekur 18 tískuvöruverslanir, en sú 19., sem er Miss Sixty, verður opnuð um miðjan desember í Kringlunni. Sirkus heimsótti þau á svartinnrétt- aða skrifstofuna þar sem grunnurinn er lagður að fata- stíl landans. Þegar þau eru spurð út í verkaskiptinguna er Björn fljótur að svara. „Ég geri allt og Svava er „bara“ í leikfimi,“ segir hann og hlær. Þegar málið er rætt nánar kemur í ljós að þau eru vakin og sofin yfir rekstrinum. Þau hafa breytt strúktúrnum á fyr- irtækinu mjög mikið á und- anförnum tveimur árum. Svava segir að þau hafi verið ákaflega heppin með gott fólk gegnum árin og ekki síst núna. „NTC byggist upp á fólki með brennandi áhuga á tísku ann- ars vegar og svo með góða rekstrarþekkingu á fatamark- aðinum hins vegar. Í dag er fyrirtækinu skipt upp í 6 deildir þar sem hver rekstrar- stjóri sér um sína deild, fjórar deildir utan um tískuverslanir, en þar heldur rekstrarstjóri utan um allt að fimm verslanir ásamt heildsölu og fata- framleiðslu sem er aðallega erlendis. Hér á skrifstofunni erum við með frá- bært starfsfólk, átta manna hóp auk rekstrarstjóranna og okkar. Í verslun- unum erum við með ábyrga verslun- arstjóra sem sinna innkaupum með rekstrarstjórum og síðan hörkudug- legt afgreiðslu- og sölufólk undir þeim. Í dag starfa um 170 manns hjá okkur og yfir 200 manns í desember. Gegnumgangandi er góður andi í fyrir- tækinu og fólk að vinna í takt,“ segir Svava sem hefur góða yfirsýn yfir fyr- irtækið. Áður sá hún aðallega um inn- kaupin og söluna en hefur staðið upp fyrir rekstrar- og innkaupafólki. „Í okkar hópi eru tíu innkaupa- stjórar en alls eru um 16 manns sem sjá um innkaupin. Það er mikilvægast í svona viðskiptum að hver innkaupa- stjóri beri ábyrgð á sínum innkaup- um. Ég fer þó enn þá á vissar sýningar sem ég get bara ekki sleppt,“ segir hún og hlær. „Og ég ekki heldur,“ skýtur Bjössi inn í. „Mér finnst æðislega gaman að sjá nýjustu herralínurnar frá Paul Smith, Bruuns Bazaar og Tiger. Ég fer með innkaupastjórum í herradeildunum á sýningarnar til að skoða en í fyrra fundum við flott nýtt merki fyrir Kultur menn sem heitir Holland Esquire, ótrúlega skemmti- legt tvist í því merki,“ segir hann og Svava tekur undir það og það færist ljómi í andlit hennar. „Það er svo gaman að sjá nýju línurnar. Ég elska að fara til Mílanó, London eða Parísar og skoða DKNY, Malene Birger, Marit- he Francois Girbaut og fleiri flottar línur. Hvað þá að skoða Billi Bi-skóna. Hann hannar þægilegustu og bestu stígvél og skó sem til eru og ég er viss um að nánast önnur hver kona á Íslandi eigi skó frá því merki,“ segir hún. Björn er framkvæmdamaðurinn í fyrirtækinu. „Þegar ég byrjaði heyrði ég oft að ég væri aldrei í vinnunni því ég var svo sjaldan við á skrifstofunni,“ segir hann hlæjandi en hann þrífst ekki við skrifborð frá níu til fimm. Hann vill vera á ferðinni, fylgjast með öllum verslunum og lagerum. Enda mjög mikilvægir staðir í fyrirtækinu þar sem hlutirnir eru að gerast. „Undan farið höfum við verið að opna og breyta fjórum verslun- um og höfum verið svo heppin að njóta starfskrafta hressa og skemmtilega verktakans Gulla Helga og öllu hans liði. Það er nauð- synlegt að hafa duglegan og samviskusaman hóp iðnað- armanna með sér í öll svona verkefni. Það er bara ekkert sjálfgefið í dag,“ segir hún. Í sameiningu leggja þau línurnar fyrir fyrirtækið til að tryggja að allir horfi í sömu átt. „Við ræðum hlut- ina fram og til baka, tökum ákvörðun og framkvæm- um.“ Þau deila skrifstofu í Galleri-húsinu á Laugavegi en þau eru jafnframt með góða vinnuaðstöðu heima. Það gerir skilin milli vinnu og einkalífs óljós en þau eru alveg sátt við það. „Við vinnum oft í tölvunum eftir kvöldmat og oft getur teygst úr þessu fram yfir miðnætti. Stundum skýst Bjössi fram í eldhús og nær í eitt Jager-skot handa okkur, þá veit ég að það þýðir að þetta sé orðið gott og við tökum eina góða bíómynd eða göngutúr,“ segir hún. Þegar þau eru spurð að því hvort ræður horfa þau á hvort annað en svo tekur Björn af skarið. „Það er skap í henni. Þegar við vorum að kynnast lúffaði ég en núna er ég farinn að standa meira á mínu,“ segir hann og glott- ir og hún brosir til hans á móti og segir að þau séu hvorugt mikið fyrir rifrildi þannig að málin eru yfirleitt leyst á rólegan hátt. „Ætli við séum ekki bara bæði ákveðin og virðum það hjá hvort öðru. Lykillinn að góðu sambandi er einmitt að bera virðingu fyrir hinum aðilanum, taka honum eins og hann er. Þegar maður er ástfanginn af manneskju á maður ekki að bögglast allt lífið við að reyna að breyta henni. Góður textinn hjá Billy Joel, „I love you just the way you are“,“ segir hún. NTC er fyrirtæki sem nær utan um stóran hluta tískumarkaðarins á Íslandi. Þótt innandyra séu um 170 starfsmenn ríkir heimilisleg stemning. „Kvenfólk á öllum aldri er stærsti viðskipta- hópurinn okkar. Rótin í fyrir- tækinu, Sautján, breyttist í Galleri Sautján fyrir sjö árum með tilkomu breyttrar áherslu á fatnað fyrir „ungt fólk á öllum aldri“. Stór hluti verslana NTC eru unglingaverslanir en fyrir- tækið hefur vaxið með eigandanum og því hafa fleiri kvenfataverslanir verið að bætast við. Í dag er Kultur, Eva, Companys og svo Miss Sixty allar fataverslanir sem eru hugsaðar fyrir 25 og eldri. Stærsti hópurinn er jafn- vel flottar konur frá 35 ára og upp úr. Fyrirtækið er samt í þeirri stærð að við náum að bregðast hratt við. Flest- ar okkar verslana eru „margmerkja- verslanir“ þannig að við getum raðað merkjunum upp að okkar smekk.“ Alltaf í veðmálum Talið berst að áhugamálunum. Sökum annasamrar vinnu er ekki mikið um frítíma en þau eru lunkin við að nýta tímann vel. Björn hefur áhuga á golfi og hefur náð að draga Svövu með sér í það, hann er í 16 manna félagi sem heitir Golfmeistarinn, en það er gamall góður æskuvinahópur. „Ég hef alltaf haft gott samband við gömlu góðu vin- ina, jafnvel þegar ég var erlendis hóaði ég öllum saman þegar ég var í stoppi hér,“ segir hann. Fyrir stuttu stofnaði „betri helmingurinn“ annað félag, „Golfgellurnar“, enda vaxandi áhugi hjá mökunum. „Þetta er frábær félagsskap- ur, góður húmor í hópnum og yndisleg íþrótt sem sameinar útivist, keppni og þjálfun,“ segir Svava. Björn er aðdáandi enska boltans og eru þeir æskuvinirnir „Púlarar“. Ferðalög eru líka hluti af lífs- stíl þeirra. „Við höfum gaman af því að kíkja í spilavíti þegar við erum erlendis en við eigum það til að veðja um alla hluti,“ segir Björn og glottir enda mikið keppnisskap í báðum. Svava stundar laxveiði á sumrin og er í góðum félags- skap 24 kvenna sem heitir „Happy Hookers“. „Þetta er yndislega skemmti- legur hópur kvenna sem hittist reglu- lega fyrir tilstilli formannsins Rakelar Olsen, en þetta eru allt kraftmiklar og metnaðargjarnar veiðikonur. Ég er líka að byrja fjórða árið mitt í söng með Jóhönnu Waagfjörð vinkonu minni en við erum að læra hjá Jónsa. Oft er skemmtilegast hjá okkur þremur að hittast og tala og svo er ég líka ómögu- leg ef ég kemst ekki í líkamsræktina mína til Lólóar vinkonu minnar í World Class þrisvar sinnum í viku.“ Með húmorinn í lagi Það fer ekki milli mála að þau eru miklir vinir og gera mikið af því að hlæja saman. „Við erum svo klikkuð og getum gert grín að öllu, í flestum tilfellum gerum við grín að okkur sjálfum,“ segir hann og Svava tekur undir þetta. Um helgar finnst þeim gaman að fá vini sína í mat eða fara í matarboð og eru meðal annars í fleiri en einum matarklúbbi. Svava hefur líka mikinn áhuga á stjörnumerkjum. Þegar hún er spurð að því hvernig hún steingeitin eigi við nautið Björn segir OFURPARIÐ SVAVA JOHANSEN OG BJÖRN SVEINBJÖRNSSON GEISLA AF ÁST, GLEÐI OG HÚMOR. HANN YFIRGAF FYRIRSÆTUFERILINN TIL AÐ KOMA AÐ VINNA MEÐ HENNI OG SAMAN HAFA ÞAU STYRKT TÍSKUVELDIÐ NTC. Í VIÐTALI VIÐ MÖRTU MARÍU JÓNASDÓTTUR SEGJAST ÞAU BÆÐI HAFA MILDAST Í SKAPINU MEÐ ÁRUNUM. ÁSTFANGIN OG VINNUSÖM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.