Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 50

Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 50
 30. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● dýrin okkar Bassi gleymist ekki í jólaundir- búningnum og nýtur góðs af listakokki heimilisins. Bassi er gulur labrador-hundur úr Kolkuóss-ræktun, margverðlaun- aðri veiðihundaræktun á Akra- nesi. Bassi hefur þó lítið komið ná- lægt veiði í gegnum tíðina heldur veitt Gunnari Má Gunnarssyni og fjölskyldu hans ómælda ánægju sem heimilishundur. Bassi er sjö ára en það er ekki að sjá á honum að hann sé að fara að taka lífinu með neinni ró enda verið síkátur alla tíð líkt og labradora er siður. Gunnar Már og fjölskylda flutt- ust búferlum til Danmerkur og bjuggu í tvö ár á litlum búgarði nálægt borginni Kolding sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn. Þar hafði Bassi yfirumsjón með því að heilsa gestum og gang- andi og sjá til þess að allt væri nú í stakasta lagi með fjölskylduna og íslenska hesta húsráðenda eins og sveitahundum er tamt. Margir hundaeigendur kann- ast við að hundar þeirra taki á móti heimilisfólki þegar það kemur heim með því að færa þeim skó eða annað lauslegt og segir Gunnar Bassa ekkert gefa eftir í þeim efnum, alltaf skuli hann færa húsbóndanum skó til að bjóða hann velkominn heim úr vinnunni. Bassi fær jólamat líkt og aðrir fjölskyldumeðlimir og nýtur góðs af því að Aldís kona Gunn- ars er annálaður sælkerakokkur. Bassi fær þá tilbrigði við jóla- matinn en þó er þess gætt að hann fái eitthvað sem fer vel í hundsmaga. Alltaf leynast gjaf- ir til Bassa undir jólatrénu og hefur honum þar áskotnast allt frá leikföngum upp í góðgæti. Davíð sonur Gunnars og Aldís- ar hefur í gegnum tíðina svo séð til þess að Bassi fari ekki í jóla- köttinn með því að setja á hann jólaslaufu til að fullkomna jóla- stemningu heimilisins. - gkj Síkátur Bassi Bassi er ávallt kátur og sómir sér vel við hliðina á styttum úr smiðju annars eiganda síns, Aldísar Einarsdóttur leirlistakonu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dísa færir taflmenn á borði, dregur spil og veit fátt betra en að kúra undir sæng hjá húsmóðurinni. Dísa og Kobbi eru tíu og ell- efu ára dísarpáfagaukar í eigu Jóhönnu Garðarsdóttur. Reynd- ar er ekki loku fyrir það skotið að Kobbi sé kvenkyns en hann er óvenjulegur á litinn og því ekki hægt að kyngreina hann á litnum einum saman eins og oft er hægt hjá þessari tegund. Jóhanna hefur átt fuglana frá unga aldri og þau hafa aldrei parað sig en hún segir oft erfitt að para dísarpáfa. Þau fá að vera mikið laus til að þenja vængina utan búrsins en Jóhanna segir það ekki kunna góðri lukku að stýra að hafa þau án eftirlits því að þeim finnist bækur og hin ýmsu húsgögn afar girnilegur aukabiti. Kobbi er óframfærnari og segir Jóhanna mikinn mun vera á þeim þar sem Dísa fæddist inni á heimili á Íslandi en Kobbi var fluttur inn ásamt hópi af öðrum dísarpáfum og fór í einangrun í Hrísey áður en Jóhanna keypti hann í gæludýrabúð. Dísa hefur því alltaf verið gæfari og mót- tækilegari fyrir tamningu. Dísa er framfærnari utan búrsins en inni í búrinu er Kobbi kóngur í ríki sínu. Ekki segist Jóhanna gefa fuglunum jólagjafir en þeir fá aukabita á jólunum í formi epla, banana, hrísgrjóna og pasta sem þeir eru afar sólgnir í. Þó gæti svo farið að Dísa og Kobbi fengju jólagjöf þetta árið því að kaðall sem þau höfðu inni í búrinu hjá sér var farinn að láta verulega á sjá svo Jóhanna henti honum. Þetta var mikill uppáhaldshlutur hjá fuglunum svo að húsfreyjan verður að fara á stúfana og finna nýjan kaðal svo þeir taki gleði sína á ný. - gkj Fiðruð Dísa og Kobbi Páfagaukarnir Dísa og Kobbi ásamt eig- andanum Jóhönnu Garðarsdóttur. Þau skötuhjúin fá aukabita á jólunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kötturinn Guðmundur var nær dauða en lífi eftir fall af þriðju hæð. Unni Sigurþórsdóttur áskotnaðist högninn Guðmundur fyrir fjórum árum. Hann var áður í eigu Banda- ríkjamanna sem fylgdu hinum víðfræga háhyrningi Keikó til Ís- lands. Ekki er ljóst hvers vegna Guðmundur fékk þessa virðulegu íslensku nafngift hjá bandarísk- um eigendum en þar hét hann auð- vitað Gúdmúndúr með enskum hreim. Í daglegu tali er hann hins vegar kallaður Gummi. Í fyrrahaust datt hann fram af svölunum hjá Unni og hvarf spor- laust. Var hans mikið leitað og tal- inn af eftir þrjár vikur. En viti menn, sex vikum eftir að Gummi hvarf fékk Unnur símtal frá Dýra- spítalanum í Víðidal um að hjá þeim væri óskilakisi sem gæti tilheyrt henni. Starfsfólk Dýra- spítalans hafði þá hringt í Sigríði í Kattholti, sem kom um hæl upp í Víðidal og þekkti kisa af mynd sem henni hafði verið send stuttu eftir að Gummi týndist. Gummi hafði lést úr fimm kíló- um í tæp þrjú kíló á aðeins sex vikum og stóð ekki í fæturna sökum næringarskorts. Eins ólík- lega og það hljómar hafði hann þó ekki slasast við fallið af þriðju hæð en líklega lokast einhvers stað- ar inni allan þennan tíma. Gummi braggaðist fljótt þegar heim var komið eftir nokkurra daga legu á Dýraspítalanum með næringu í æð og ekki sést á honum í dag að hann hafi verið nær dauða en lífi fyrir ári síðan. Unnur segir Gumma alltaf fá jólagjöf og í fyrra pakkaði hún inn gómsætum harðfiski sem Gummi fékk svo að rífa upp sjálfur við mikinn fögnuð. Gummi er hins vegar afar nægjusamur og oft finnur hann að eigin áliti mikla fjársjóði á gólfinu í formi hár- teygju, flöskutappa, spennu eða annarra smáhluta sem hann leikur sér svo með í nokkra daga. Gummi hefur einnig ratað á jólakort húsfreyjunnar þar sem hann skartaði forláta jólasveina- húfu og óskaði vinum og ættingj- um Unnar gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs - gkj Gummi er ekki feigur Gummi með eiganda sínum Unni. Gummi hefur ekki alltaf verið í eigu hennar en hann ólst upp hjá umsjónarmönnum Keikós heitins í Vestmannaeyjum og var þá kallaður Gúdmúndúr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.