Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 62

Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 62
BLS. 14 | sirkus | 30. NÓVEMBER 2007 SPURNINGAKEPPNI sirkuss Rétt svör: 1. Englar dauðans. 2. Árni Sigfússon 3. Hlíðaskóli 4. Ein 5. Iðuhúsið. 6. Ingólfur Guðbrandsson. 7. Theodór Elmar Bjarnason. 8. Billy August. 9. Paul Nikolov. 10. Nicole Riche. ■ Guðmundur 1. Pass 2. Árni Sigfússon 3. Hlýtur að vera Hagaskóli 4. Ein 5. Hef ekki hugmynd 6. Veit ekki Eðal-„buffið“ Hannes Heimir burstaði Guðmund í Hjálmum með sinni alkunnu snilld. Hannes hlaut sex stig af tíu mögulegum á móti tveimur stigum Guðmundar. Guðmundur skorar á Flís-töffarann Davíð Þór Jónsson tónlistarmann til að taka á „buffinu“ í næstu viku. 1. Hvað heitir spennusaga Þráins Bertelssonar sem kom nýverið út? 2. Hver gegnir stöðu bæjarstjóra Reykjanesbæjar? 3. Hvaða grunnskóli bar sigur úr býtum á Skrekk, hæfileikakeppni ÍTR í síðustu viku? 4. Hvað heitir nýr geisladiskur söngkonunnar Birgittu Haukdal? 5. Hvaða íslenska verslun hlaut Njarðarverðlaun- in, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar? 6. Hver er stofnaði Pólýfónkórinn árið 1957. 7. Hvaða íslenski landliðsmaður í fótbolta var kosinn besti leikmaðurinn í landsleik Íslendinga og Dana, í Parken 21. nóvember. 8. Hvaða leikstjóri mun leikstýra Slóð fiðrildanna sem gerð er eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar? 9. Hvað heitir fyrsti þingmaður Íslendinga sem er af erlendu bergi brotinn? 10. Hvaða „stjörnumóðir“ gaf allar fæðingargjaf- ir barnsins síns til fátækra nýverið? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. „BUFF“-PILTURINN HANNES HEIMIR HELDUR SIGURGÖNGU SINNI ÁFRAM OG HEFUR ALLS UNNIÐ ÁTTA MÓTHERJA. HÉR REYNIR HANNES VIÐ GUÐMUND KRISTIN JÓNSSON TÓNLISTARMANN Í REGGÍBANDINU HJÁLMUM. 6 RÉTT SVÖR 2 RÉTT SVÖR■ Hannes Heimir 1. Englar dauðans 2. Árni Sigfússon 3. Hlíðaskóli 4. Ein 5. Ekki hugmynd 6. Ingólfur Guðbrandsson 7. Veigar Páll 8. Liv Ullmann 9. Paul Nikolov 10. Madonna 7. Verð stoltur að segja pass við þessari 8. Baltasar Kormákur 9. Veit að eftirnafnið er Grapewine 10. Giska á Angelinu Jolie Ekki hafa kveikt á útvarpinu í bílnum. Þannig sleppur þú við auglýsingaáreiti og öll leiðinlegu jólalögin sem gefin hafa verið út. Tengdu iPod-inn við græjurnar eða hlustaðu á uppáhaldsgeisladiskana þína og njóttu stundarinnar. „Leiðinlegasta starfið sem ég hef sinnt hlýtur að vera þegar ég var að raða í poka í Hagkaupum,“ segir Ágúst Ólaf- ur Ágústsson þingmaður og bætir við að starfið hafi verið hluti af fjáröflun- arátaki knattspyrnufélagsins Gróttu. „Þetta var atvinnubótavinna á ungl- ingsárunum en að mínu mati er fátt leiðinlegra en að raða matvörum í poka fyrir annað fólk. Auk þess var þetta rétt fyrir jólin svo fólk var ekki upp á sitt besta. Ég varð að þola sví- virðingar fyrir rangar uppraðanir og lekar jógúrtdósir og skilningur minn á verslunarfólki óx mikið við þessa reynslu mína,“ segir Ágúst Ólafur og bætir við að honum þyki líka leiðin- legt þegar það er lítið að gera í vinn- unni. „Eitt sumarið vann ég hjá Ríkis- skattstjóra. Það var fróðleg vinna en það var lítið sem ekkert að gera. Ég hef líka unnið í frystihúsi og endur- tekningin þar var of mikil fyrir minn smekk. Ofsaleg rútínuvinna en samt sem áður mikil reynsla. Starf mitt í dag er afar skemmtilegt og það er lúxus að fá að starfa við áhugamálið. Það skiptir máli að hafa gaman af vinnunni því við eyðum svo miklum tíma í henni og ég hvet alla sem eru í leiðinlegri vinnu að hætta. Lífið er of stutt til að vinna leiðinlega vinnu.“ indiana@frettabladid.is ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON „Það skiptir máli að hafa gaman af vinnunni því við eyðum svo miklum tíma í henni og ég hvet alla sem eru í leiðinlegri vinnu að hætta.“ „Allir kjólarnir mínir og skópörin sem skipta hundruðum koma fyrst upp í huga minn, Það er erfitt að gera upp á milli „barnanna sinna“ en ætli hvíta skósíða Calvin Klein ullarkápan mín hafi ekki vinninginn, en hann Sæmi, kærasti minn gaf mér hana í jólagjöf síðustu jól og því stendur hún hjarta mínu afar nærri og hlýjar mér frá innstu hjartarótum.“ Helga Braga Jónsdóttir leikkona. „Svörtu sérsniðnu jakkafötin mín skipa sérstakan sess í fataskápnum og eru í miklu uppáhaldi, Þau er fyrstu sérsniðnu jakkafötin sem ég hef átt og það er ekki hægt að bera að bera þau saman við fjöldafram- leidd föt enda eru þau sniðin að mér og mínum þörfum. Það er gott að vera í jakkafötum, „they make you look good“. Róbert Douglas leikstjóri: „Þessa dagana þegar líður á veturinn er hnausþykkur mokkaskinnsjakki í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Jakkann fann ég í „second hand“ búð í Amsterdam og var hann nánast ónotaður þegar ég festi kaup á honum. Hann hefur reynst mér afar vel í kulda og gaddi og er lífsnauðsyn- legur þegar veturinn ber að garði. Punkturinn yfir i-ið er síðan rússahúfan sem ég keypti af rússneskum uppgjafa- hermanni við Brandenborgartorg í steikjandi hita. Annars á ég líka fjári fínar náttbuxur en geng síður í þeim við mokkaskinnsjakkann og enn síður við húfuna góðu.“ Einar Þorsteinsson, fréttamaður á Rúv. „Brúnu leðurstígvélin mín úr 38 þrepum eru eftirlætis „flíkin“ mín. Ég er mikið fyrir skó og á heljarinnar skósafn en enda alltaf í stigvélunum sem ganga við allt. Þau eru fullkomin fyrir mig og mína fætur og mér finnst þau flottustu skór í heimi.“ Íris Eggertsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi í KVK. uppá- halds... ■ Hver er uppáhalds flíkin þín? LEIÐINLEGASTA STARFIÐ: LÍFIÐ OF STUTT FYRIR LEIÐINLEGA VINNU Haltu partí heima hjá þér. Það er ekkert jafn afslappandi eins og að skvetta aðeins í sig og svo er dásamlegt að geta reykt inni án þess að brjóta lög. Slökktu á gsm-símanum og tölvunni og lestu bók. Ekki kaupa jólagjafir. Færðu fólki umslag sem inniheldur seðla. Viðkomandi getur sleppt því að bíða í röð milli jóla og nýárs til að skipta gjöfinni. Farðu í fótabað heima hjá þér. Það er ekkert jafn róandi! leiðir... til að sleppa við jólastress
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.