Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 72

Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 72
40 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERIKISATBURÐIR 1886 Tvö skip frá Reykjavík far- ast í ofsaveðri og þrettán sjómenn drukkna. 1916 Goðafoss strandar við Straumnes fyrir norðan Aðalvík á Hornströndum. Skipið næst ekki aftur á flot en mannbjörg verður. 1982 Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, fær senda bréfasprengju í pósti. 1965 Íslenskir bankar kaupa Skarðsbók á uppboði í London, en hún var þá eina forníslenska handrit- ið í heiminum í einkaeigu. 2005 John Sentamu er skipað- ur erkibiskup ensku kirkj- unnar. Hann er fyrsti þel- dökki maðurinn til að gegna því embætti. WINSTON CHURCHILL FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1874 „Viðmót er lítið atriði sem skiptir sköpum.“ Winston Churchill var for- sætisráðherra Bretlands á tímum seinni heimsstyrjald- arinnar og er einn af þekkt- ustu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Hann gegndi einn- ig hermennsku, var rithöfund- ur, blaðamaður og listmálari. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1953. Þennan dag árið 1936 brann Crystal Palace-byggingin til kaldra kola. Crystal Palace var járn- og glerbygging sem byggð var fyrir iðnaðarsýninguna miklu (The Great Exhibition of Works and Ind- ustry of all Nations) sem stóð yfir í London frá 1. maí til 15. októb- er árið 1851. Höllin var reist í Hyde Park í London. Á sýningunni voru meira en fjór- tán þúsund aðilar með sýnishorn af nýjustu vísindaframförum iðn- byltingarinnar. Byggingin var 564 metra löng og 32 metra há og vakti mikla lukku meðal almenn- ings. Eftir sýninguna var hún flutt í yfirstéttarhverfið Sydenham Hill í Lundúnum. Vinsældir Crystal Palace dvínuðu með tímanum. Safn- ið var lokað á sunnudögum en það var eini dagurinn sem al- menningur átti frí frá vinnu. Annan áratug tuttugustu aldar var byggingin í niðurníðslu en eftir fyrri heimsstyrjöldina var þar opnað stríðsminjasafn. Allt leit út fyrir blómlegri tíma þegar höllin varð eldi að bráð árið 1936. Meðal þess sem brann var búnaður sem John Logie Baird notaði til til- rauna við sjónvarpsútsendingar. Seinna fékk svæðið þar sem höllin stóð nafnið Crystal Pal- ace og þar stendur í dag sam- nefnd íþróttamiðstöð. ÞETTA GERÐIST: 30. NÓVEMBER 1936 Crystal Palace verður eldi að bráð Ferðafélag Íslands fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í vikunni. Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri félagsins, segir að markmið þess hafi í upphafi verið að hvetja landsmenn til að ferðast og kynna sér landið og að það sé enn í fullu gildi. „Strax á fyrstu árum félagsins var farið að byggja skála á hálendinu, gefa út árbækur og standa fyrir ferðum um landið. Árbækurnar hafa síðan komið út óslitið í áttatíu ár og eru ein nákvæm- asta Íslandslýsing sem til er,“ segir Páll. „Hver bók fjallar um ákveðna sýslu eða afmarkað svæði og eru efn- inu gerð mjög góð skil. Bækurnar eru unnar í samstarfi við færustu menn á hverjum stað og má nefna heimamenn, sagnfræðinga og jarðfræðinga.“ Í dag rekur félagið fjörutíu skála víðs vegar um landið, meðal annars í Þórs- mörk og við Landmannalaugar. Á síð- ustu áttatíu árum hefur það staðið fyrir um 2.000 ferðum með yfir 200.000 þátt- takendum og segir Páll áhugann auk- ast með hverju ári. „Sem betur fer eru ferðir um hálendið og náttúru Íslands í tísku og til marks um það má nefna að um 2.000 manns hafa gengið í félagið á síðustu tveimur árum,“ segir Páll. „Það finnst okkur mjög ánægjulegt því úti- vist og ferðalög stuðla að heilbrigði á líkama og sál,“ bætir hann við. Ferðaáætlun félagsins kemur út í jan- úar á hverju ári og eru fjölmargar ferð- ir í boði. Rík áhersla er lögð á skipu- lagðar gönguferðir en einnig jeppa- og skíðaferðir. Ferðirnar eru öllum opnar og ekki þarf að gerast félagi til að vera með. Þá gefst hverjum sem er kostur á að leigja skála. Páll segir unga sem aldna sækja ferð- irnar og að gaman sé þegar þessir hópar nálgist og fari að skiptast á sjónarmið- um. Í félaginu eru um 7.000 félagsmenn og auk ferðanna er blómlegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er til dæmis efnt til myndakvölda, kvöld- vaka, spilakvölda og þorrablóta. Í tilefni af afmælinu var haldinn há- tíðarfundur í Norræna húsinu og fengu 25 manns gullmerki félagsins. „Þetta er fólk sem hefur starfað lengi fyrir félag- ið og unnið með framúrskarandi hætti á sviði náttúrunnar, jarðfræði, að útgáfu- málum og á öðrum kjörsviðum félags- ins,“ segir Páll. Þá var fjörutíu nemendum úr tíunda bekk í Smáraskóla formlega boðið í fé- lagið en það er liður í hátíðarsamþykkt félagsins um að opna það fyrir ungu fólki. Í kjölfarið verður öllum grunn- skólum landsins boðin þátttaka gegn vægu gjaldi og fá áhugasamir námskeið í fjallamennsku og aðstoð við skipulagn- ingu ferða. vera@frettabladid.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS: 80 ÁRA AFMÆLI Félagið opnað ungu fólki PÁLL GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðir um hálendið og náttúru Íslands í tísku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði Víkurinnar, Sjóminjasafns Reykjavíkur, að Grandagarði 8. Almenn- ingi gefst færi á að sjá um- skiptin á safninu 2. desem- ber næstkomandi en þá verð- ur opnuð sýning um níutíu ára sögu Reykjavíkurhafnar í nýjum sal er kallast Bryggju- salur. Stærsti gripurinn sem prýða mun nýtt og stór- bætt móttökurými sjóminja- safnsins er gufuvél frá árinu 1917. Vélin er norsk að upp- runa og sú eina sinnar teg- undar sem varðveist hefur hér á landi. Gufuvélin er tæp- lega átta tonn að þyngd og til að hún kæmist í húsið þurfti að brjóta allstórt gat á vegg þess. Því er ljóst að hún mun ekki fara úr húsinu í bráð heldur setja mikinn svip á anddyri þess um ókomna tíð. Vélin var færð í hús í gær og mun arftaki Sparisjóðs vél- stjóra, BYR, styrkja uppsetn- ingu hennar. Frá vöðvaafli til vélarafls SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK STENDUR Á TÍMAMÓTUM Nú þegar liðin eru þrjú hundruð ár frá stofnun þess hefur það eignast nýtt húsnæði. Hér sést frá uppskipun í Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM CRYSTAL PALACE Var byggð úr járni og gleri fyrir iðnaðarsýn- inguna miklu. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Níels Rafn Níelsson bifvélavirkjameistari, Funalind 15, Kópavogi, lést 27. nóvember á líknardeild LSH í Kópavogi. Guðbjörg E. Sigurjónsdóttir Ómar Níelsson Anna Björg Níelsdóttir Sigurður Sigurðsson Níels Birgir Níelsson Svanborg Gísladóttir Arnar Bjarki, Glódís Rún og Védís Huld. 50 ára afmæli Í dag, 30. nóvember, er ég hálfaldraður! Ætla að halda upp á afmælið í Hlégarði Mosfellssveit! Endilega komið með góða skapið og njótum þess að vera saman. Húsið opnar kl. 20.00, skemmtiatriði frá kl. 21.00, framtíð íslenskrar tónlistar. Matur kl. 23.00! Dans fram eftir nóttu með DJ Sheeba frá Bristol, Englandi! Sjáumst! Kristján Ingi Jónsson P.S. Engar g jafi r takk! Söfnunarbaukur á staðnum fyrir Umhygg ju! Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helena Ottósdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Flúðabakka 1, Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju mánudaginn 3. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð MND félagsins. Sólveig Georgsdóttir Hans Kristján Guðmundsson Ásta Georgsdóttir Ingólfur Birgisson Georg Ottó Georgsson Linda Velander Sigurður Georgsson Sólveig Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Magnússon Háaleitisbraut 16, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00. Ragnheiður Hallgrímsdóttir Hallgrímur R. Pétursson Björg Pétursdóttir Magnús Pétursson Júlíanna Friðjónsdóttir Guðfinna Pétursdóttir Guðmann Bjarnason afabörn og langafabarn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.