Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 78

Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 78
46 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is LÚÐRASVEITIN SVANURINN Leikur frumlega tónlistarblöndu á tónleikum sínum á morgun. Lúðrasveitin Svanurinn heldur jólatónleika sína á morgun kl. 17 í Neskirkju við Hagatorg. Efnisskráin að þessu sinni er fjölbreytt og þar kennir margra grasa. Þar verður meðal annars leikið verkið Cold Shower eftir Tryggva M. Baldvinsson, Tjarnarmars eftir Pál Pampichler Pálsson og verkið Concerto eftir sama höfund, en Svanurinn vill með leik sínum heiðra Pál þar sem hann heldur bráðlega upp á stórafmæli. Einnig fá að fljóta með nokkur létt og leikandi jólalög sem vonandi munu glæða jólaskapið í áheyrendum í upphafi aðventu. Lúðrasveitin Svanurinn fagnar 77 ára afmæli sínu nú um þessar mundir, en sveitin er skipuð ungu fólki frá fimmtán ára aldri. Markmið Svansins er að gera ávallt vel við hlustir áheyrenda og leika ljúf og kunn lög í bland við ný verk og framúr- stefnuleg eftir íslenska og erlenda höfunda. Til stendur að gefa út geisladisk á komandi ári með nýrri íslenskri lúðrasveitatónlist, og hefur sumt af efni disksins aldrei verið leikið opinberlega áður. Verður því spennandi að fylgjast með á næstu mánuðum á hverju sveitin lumar. Aðdáendur lúðrasveitatónlistar ættu ekki að láta þetta tækifæri til þess að hlusta á áhugaverða og frumlega blöndu af sígildum verkum, jólatónlist og íslenskri nútímatónlist framhjá sér fara. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir skólafólk og tónlistarnema. - vþ Jólatónleikar Svansins Barokkhópurinn Rinasc- ente leikur á tónleikum undir yfirskriftinni „Vín og ljúfir tónar“ í safnaðar- heimili Neskirkju við Haga torg í kvöld kl. 20. Þar verður flutt tónlist eftir Bach, Muffat og tvær einsöngskantötur eftir G. F. Händel. Händel samdi kantöturnar á Ítalíu- árum sínum og af því tilefni verður fyrirtækið Vín og matur með kynn- ingu á ítölskum vínum í hléi tón- leikanna. Þetta er í annað skipti sem Rinascente hefur þann háttinn á að tvinna léttum veitingum saman við tónleika sína, en fyrir ári hélt hópurinn tónleika með sama sniði á sama stað. Tónleikagestir voru að vonum ánægðir með veitingarnar og þá sérstöku stemningu sem myndaðist fyrir vikið. „Það er merkilegt hvað það skapar mikla nánd á milli áhorf- enda og flytjenda að hafa tónleika með eilítið frjálslegra sniði en tíðkast,“ segir Hrólfur Sæmunds- son baritón sem er í Rinascente- hópnum. „Við fengum upphaflega hugmyndina að þessu tónleika- formi þegar við vorum að velta fyrir okkur tónleikaaðstæðum á barokktímanum. Í þá daga voru tónleikar minni í sniðum en tíðkast í dag, tónleikagestir neyttu veit- inga og spjölluðu sín á milli og upplifunin var eflaust fremur heimilisleg. Við erum sem tónlistar- menn vön því að koma fram í tón- leikasölum undir frekar formleg- um kringumstæðum og því var það skemmtileg tilbreyting fyrir okkur að koma fram á svona afslöppuð- um tónleikum.“ Auk Hrólfs eru í Rinascente Hallveig Rúnarsdóttir sópran og hljóðfæraleikararnir Dean Ferrell, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sig- urður Halldórsson, Martin Frewer, Svava Bernharðsdóttir og Stein- grímur Þórhallsson, en þau leika öll á upprunaleg hljóðfæri. Hópur- inn hefur skipað sér sess meðal fremstu túlkenda barokktónlistar hérlendis. „Hópurinn var stofnaður fyrir um fjórum árum og í honum er fólk sem hefur einlægan áhuga á barokktónlist og fær útrás fyrir flutning hennar með starfsemi hópsins. Barokktónlist er falleg en það getur verið áskorun að flytja hana. Til að mynda eru kantöturnar sem við Hallveig syngjum skemmtilegar þar sem þær eru í raun viðburðaríkar örsögur. Önnur þeirra fjallar um storm og inni- heldur viðeigandi þrumur og eld- ingar en hin fjallar um óendur- goldna ást. En þær eru jafnframt tæknilega erfiðar og reyna mikið á flytjandann enda sannkölluð virtúósaverk,“ segir Hrólfur. Þess er vert að geta að Stein- grímur Þórhallsson heldur svo sína árlegu orgeltónleika, sunnudaginn 2. desember. Á efniskránni eru verk eftir Bach, Langlais og Jón Þórarinsson. vigdis@frettabladid.is Þrumur, eldingar og veitingar RINASCENTE Hópurinn leikur á tónleikum í safnaðarheimili Neskirkju í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gullperlur í Fríkirkjunni Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona sendi frá sér á dög- unum sína þriðju sólóplötu, Gullperlur. Hún stendur fyrir útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 17, sem eru hinir síðari af tveimur, en síðastliðinn laugardag var hún með útgáfutónleika í Akur- eyrarkirkju. Á tónleikunum hefur Björg sér til fulltingis Braga Berg- þórsson tenór ásamt hljóm- sveit skipaðri þeim Örnu Krist- ínu Einarsdóttur flautuleikara, Ármanni Helgasyni klarínettu- leikara, Elísabetu Waage hörpuleikara, Jóni Guðmunds- syni gítar leikara, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Martin Frewer fiðluleikara, Jónínu Auði Hilmarsdóttur víóluleik- ara, Örnólfi Kristjánssyni selló- leikara og Borgari Þór Magna- syni kontrabassaleikara. Platan Gullperlur hefur að geyma fjölbreytt úrval þekktra gersema úr heimi tónlistar- innar. Á henni er að finna allt frá þekktum íslenskum og erlendum dægurlagaperlum til vinsælla laga úr heimi klass- ískrar tónlistar, söngleikja- og kvikmyndatónlistar. Á meðal laga sem finna má á plötunni eru Adagio eftir Albinoni, You‘ll Never Walk Alone og Liljan, en þessi tónlist fær jafn- framt að óma á tónleikunum á morgun. Þeir Jón Guðmundsson og Einar Jónsson sáu um útsetn- ingar tónlistarinnar á plötunni, en á henni má jafnframt finna nýja íslenska texta eftir Iðunni Steinsdóttur og Svavar A. Jóns- son. Sveinn Kjartansson og Baldvin A. Baldvinsson Aalen önnuðust upptökur en listrænn stjórnandi og tónmeistari var Sverrir Guðjónsson. - vþ BJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR Syngur í Fríkirkjunni á morgun. Sýning Listamennirnir Stephan Stephensen, Rakel Gunnarsdóttir, Lóa Hjálmtýs- dóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson og Sara Riel opnuðu nýverið samsýningu í 101 Gallery, Hverfis- götu 18a. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa allir haldið einkasýningar í galleríinu á árinu. Sýningunni lýkur 3. janúar. > Ekki missa af... Tónleikum til styrktar Abc barnahjálp kl. 19.30 í Grafar- vogskirkju í kvöld. Á tón- leikunum kemur fram fjöldi tónlistarmanna, til að mynda Ragnar Bjarnason, Söngskóli Sigurðar Dementz, Kirkju- kór Lindakirkju og Samkór Reykjavíkur. Miðaverð er 1.950 kr. Syngjum kvæði Jónasar Hinn 16. nóvember sl. voru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar og fór ekki framhjá neinum. Af því tilefni var Fífil- brekkuhópurinn víða á ferðinni en hann skipa þau Sigurður Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Hávarður Tryggva- son kontrabassaleikari, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór, og fluttu þau lög Atla Heimis Sveins- sonar við kvæði Jónasar. Nú hefur Íslenska tónverkamiðstöðin gefið út geisladisk með þessum 26 lögum sem Atli Heimir hefur smíðað við kveðskap Jónasar Hallgrímssonar. Atli Heimir Sveinsson hefur um árabil samið lög við ljóð Jónasar sem margir Íslendingar þekkja og kunna. Lög Atla eru í gömlum stíl sem hann hefur lýst að hann teldi hæfa og mjög söng- hæf sem sýnir fjölhæfni tón- skáldsins en Atli Heimir hefur frekar verið þekktur sem nútíma- tónskáld. Má þar nefna lögin Buxur, vesti, brók og skór og Fíf- ilbrekka, gróin grund. Jónas sendi Dalvísu til Fjölnisfélagsins í Kaupmannahöfn í janúar 1844. Á uppkastið skrifaði Jónas meðal annars: „Ég ætl´að biðj ukkur um að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt við vísuna mína“ og í hrein- ritinu stendur: „Það er annars ógjörningur að eiga ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu.“ Nú er úr því bætt. Meðal annarra ljóða sem eru á disknum eru Vorið góða, Sáuð þið hana systur mína, Ég bið að heilsa, Hvað er svo gott og Heiðlóarvísa. Önnur kvæði hafa ekki notið lags fyrr en nú: hér eru hin óviðjafnan- legu kvæði: Stökur ortar 21. desember 1844, Alsnjóa, Grá titt- lingurinn og Ferða lok sem er lengsta tón smíðin, en í allt eru tæpar 73 mínútur af tónlist á disknum. - pbb TÓNLIST Atli Heimir Sveinsson tón- skáld hefur lengi fengist við að lagsetja kvæði Jónasar Hallgrímssonar og eru 26 þeirra nú komin á disk. www.forlagid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.