Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 81

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 81
FÖSTUDAGUR 30. nóvember 2007 Sigurður Örlygsson listmálari leiðir gesti um sýningu Listasafns Íslands á verkum úr safni Markúsar Ívarssonar á sunnudag kl. 14. Sigurður mun í spjalli sínu skoða einstök verk á sýningunni með augum listmálarans en jafnframt fjalla um listamennina og þróun verka þeirra. Hann mun beina sjónum sérstaklega að þeim mörgu hafnarmyndum sem á sýningunni er að finna. Alls eru sýnd nú ein 28 verk af þeim sextíu sem afkom- endur Markúsar hafa fært safninu að gjöf frá upphafi. Sérstaklega ber að geta höfðinglegrar gjafar málverks eftir Jón Stefánsson af sjálfum Markúsi Ívarssyni sem afkomendur Markúsar færðu safninu nýlega og sem hér býðst nú tækifæri til að sjá. Vakin skal athygli á því að utan skipulagðra leiðsöguferða um sýningar býður Listasafn Íslands einnig upp á þann möguleika að panta leiðsögn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við safnið til að koma slíku í kring. - vþ Þrjátíu leirlistamenn úr Leirlista- félagi Íslands opna á sunnudag sýningu á kertastjökum í Grensáskirkju. Í tilefni af sýningunni mun Leirlistafélagið bjóða upp á kaffi og konfekt eftir messu á sunnudag, en messan hefst kl. 11. Tilgangur sýningarinnar er að vekja eftirtekt á fjölbreytileika og sköpunargleði og veita birtu og yl í umhverfið á þessum dimma árstíma. Óþarft er að tíunda að það veitir margfalt meiri ánægju að horfa á kertið sitt ljóma í fallegum kertastjaka með persónulegu yfirbragði. Leirlistarfélag Íslands er fagfélag um leirlist og er aðili að Sambandi íslenskra mynd- listarmanna. Félagsmenn Leirlistarfélags- ins merkja verk sín með sérstök- um stimpli, LEIR, sem tryggir kaupend- um leirlistar að þar hafi myndlistar menntaður fagmaður farið höndum um gripina. Sýningin er í samvinnu við safnaðarnefnd Grensáskirkju. - vþ Ragnar Th. Sigurðsson opnar sýninguna Litir jarðar í ljós- myndagalleríinu Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, á morgun kl. 12. Ljósmyndirnar á sýningunni eru allar teknar síðastliðið haust og sýna blæbrigði íslenskra villi- jurta í nærmynd. Ragnar, sem er með reyndari ljósmyndurum á Íslandi, sýnir á sér nokkuð nýja hlið því hann er þekktastur fyrir hefðbundnari landslagsmyndir. Ragnar hóf störf sem ljósmyndari á gamla Dagblaðinu árið 1975 og hefur starfað óslitið við fagið síðan. Hann hefur gefið út fjölda fagurlega myndskreyttra bóka, meðal annars í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlis- fræðing. Opið er í Fótógrafí alla daga í desember frá klukkan 12 til 18. Sýning Ragnars stendur til 4. janúar. - vþ Villijurtir að hausti NÁTTÚRUFEGURÐ Ein af ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. SIGURÐUR ÖRLYGSSON Hann fræðir gesti um myndlist í Lista- safni Íslands á sunnudag. Leiðsögn um safn Markúsar Aðventu- stjakar Nýja snilldarplatan með Sverri Stormsker Fólk er yfi r sig hrifi ð af nýju plötu Sverris Stormskers, “There Is Only One” eins og sjá má af eftirfarandi umsögnum: Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður: “Alveg einstaklega frábær diskur hjá Stormsker. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari: “Þessi plata kom mér verulega á óvart. Ég vissi ekki að Stormsker ætti þetta til og ég var eiginlega búinn að gleyma hvað hann er góður lagasmiður.” Einar Bárðarson, umboðsmaður: “Tímamóta!” KK, tónlistarmaður: “Sverrir Stormsker, melody maker af Guðs náð.” Magni Ásgeirsson, söngvari: “There Is Only One er falleg og angurvær plata frá einum skemmtilegasta tónlistarmanni þjóðarinnar. Söngvararnir ná nýjum hæðum í eiginlegri merkingu, lögin eru allt í senn hnyttin, smekklega útsett, vel samin og grípandi, - skyldueign í safnið.” Gunnar Þórðarson, tónskáld: “Stormsker er einn sá albesti.” Trausti Júlíusson gagnr. Fréttablaðsins: “Það hefur lengi verið vitað að Sverrir Stormsker er snillingur. Sverrir er konungur power-ballöðunnar. Það er greinilegt að Sverrir hefur verið í miklum ham þegar hann samdi lögin á þessari plötu. Hvert snilldarlagið rekur annað. Sverrir er la- gasmiður á heimsmælikvarða og það væri virkilega spennandi að heyra lögin hans unnin af einhverjum af stóru pródúse- runum í poppheiminum. Ég er sannfærður um að ef hann væri með góðan umba þá gæti hann lifað góðu lífi af því að selja frægum tónlistarmönnum lög. Robbie Williams hefði t.d. vel getað notað nokkur af þessum lögum á sinni síðustu plötu. Hún hefði batnað mikið við það. Setja Einar Bárðar í málið.” Arnar Eggert Thoroddsen gagnr. Mbl: “Ferill Sverris Stormskers í íslenskri dægurlagatónlist er algerlega einstakur. Hann nýtur hylli almennings um leið og hann stendur kirfi lega utan við alla strauma og stefnur, utangarðsmaður með hreina náðargáfu hvað laga- og textagerð varðar. Þessi hæfi leiki sannast svo um munar á There Is Only One, angurværri og sorgbitinni plötu þar sem á takast fegurð og fallvaltleiki, vonleysi og von. Hið ótrúlega næmi sem Sverrir hefur fyrir melódíu hefur aldreið verið jafn augljóst og hér.” Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur: “Ég er á því að á þessari nýju plötu Stormskers eru mörg þau bestu lög sem hafa verið samin á Íslandi í heila öld, enda samin af persónulegasta, fjölhæfasta og besta tónskáldi landsins. Auk þess er söngur Sverris ótrúlega einlægur og sön- gur hinnar asísku Myru er líklegast sá magnaðasti sem heyrst hefur á íslenskri plötu frá upphafi . Þessi plata er einfald- lega hrein og tær snilld. Dreifi ng: Zonet. Heyra má 4 lög af diskinum á http://stormsker.blog.is, svo og www.stormsker.net þar sem jafnframt er hægt að panta diskinn á afar sanngjörnu verði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.