Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 85
FÖSTUDAGUR 30. nóvember 2007 53 Auglýsingasími – Mest lesið Bandaríski tónlistarmaðurinn Bonnie „Prince“ Billy fær góða dóma á tónlistarsíðunni Pitchfork fyrir útgáfu sína af lagi Bjarkar Guðmundsdóttur, I´ve Seen It All, sem hún söng með Thom Yorke á plötunni Selmasongs. Útgáfu Bonnie „Prince“, sem heitir réttu nafni Will Oldham, er að finna á nýjustu plötu hans, Ask Forgiveness. „Hinn dáleiðandi og melódíski blær upphaflega lagsins víkur fyrir beinskeyttara og hrárra andrúmslofti. Oldham dregur úr hinni mikilli áferð lagsins og sviptingum og leggur mun meiri áherslu á fallegan textann,“ segir í dómnum. Auk Bjarkarlagsins eru sjö útgáfur Bonnie af lögum eftir aðra tónlistarmenn, þar á meðal lagi R. Kelly, The World´s Greatest. Oldham er ekki ókunnugur Björk því fyrir tveimur árum söng hann dúett með henni í laginu Gratitude á plötunni Drawing Restraint 9. Einnig vann kappinn plötuna The Letting Go með upptökustjóranum Valgeiri Sigurðssyni, sem hefur einmitt starfað mikið með Björk í gegnum tíðina. Góðir dómar fyrir Bjarkarlag BJÖRK Björk söng með Bonnie „Prince“ í laginu Gratitude á plötunni Drawing Restraint 9. BONNIE „PRINCE“ BILLY Bonnie „Prince“ fær góða dóma fyrir útgáfu sína á lagi Bjarkar, I´ve Seen It All. Hljómsveitin múm er þessa dag- ana á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Go Go Smear the Posion Ivy. Fyrstu tónleikarnir voru á hátíðinni Reykjavík to Rotterdam í Hollandi þar sem ellefu íslenskar hljómsveitir til viðbótar komu fram. Ferðinni lýkur með fimm tónleikum í Bretlandi í næsta mán- uði þar sem íslenska hljómsveitin Seabear verður með í för ásamt dúettinum Mr. Silla & Mongoose, sem gaf fyrir skömmu út plötuna Foxbite. Á næsta ári fer múm síðan í tónleikaferð um Japan. Go Go Smear the Posion Ivy hefur fengið mjög góða dóma. Hún fékk átta af tíu mögulegum hjá breska tímaritinu NME og í Uncut var tónlistinni líkt við Belle & Sebastian og Portishead. Í dag- blaðinu Guardian var hljómnum á plötunni síðan líkt við plötuna Kid A með Radiohead. Ferðast um Evrópu MÚM Hljómsveitin múm er á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. Söngkonan Kylie Minogue hefur tilkynnt um tónleikaferð sína um Evrópu á næsta ári. Tónleikarnir verða 24 talsins og hefst ferðin í París hinn 6. maí. Á meðal fleiri viðkomustaða verða Þýskaland, Finnland og Svíþjóð. Kylie, sem er 39 ára, aflýsti síðustu tónleikaferð sinni eftir að hún greindist með brjóstakrabba- mein árið 2005. Sneri hún aftur á sjónarsviðið fyrir tæpu ári og hefur síðan þá verið dugleg við tónleikahald. Læknar hafa þó ráðlagt henni að fara að öllu með gát í þessum túr. Tónleikaferð á næsta ári KYLIE MINOGUE Ástralska söngkonan ætlar í tónleikaferð um Evrópu. MASTERCARD KORTHAFAR FÁ TVO MIÐA Á VERÐI EINS Á ALLAR SÝNINGAR Á MYNDINNI FRÁ 30. NÓVEMBER TIL 6. DESEMBER GREIÐI ÞEIR MEÐ KORTINU. Sjáðu myndina, hlustaðu á diskinn! Fáanlegir í Skífunni. MÖGNUÐ MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF STÚTFULL AF ÆÐISLEGRI BÍTLATÓNLIST! ALL YOU NEED IS LOVE! YFIR 30 BÍTLALÖG Í NÝJUM ÚTFÆRSLUM, SUNGIN AF FRÁBÆRUM AÐALLEIKURUM MYNDARINNAR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.