Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 94

Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 94
62 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Lið úr Iceland Express-deild karla mætast í fimm af átta leikjum 16 liða úrslita Lýsingarbikarsins en dregið var í gær. Stórleikur umferðarinnar er örugglega milli KR og Grindavík- ur en liðin eru í 3. og 2. sæti deildarinnar. Þá mætast Hamar og bikarmeistarar ÍR í Hveragerði en þessi lið mættust einmitt í bikarúrslitunum í fyrra. Aðrir leikir milli úrvalsdeildarliða eru Tindastóll-Keflavík, Þór Akureyri- Snæfell og Stjarnan-Njarðvík. Engir leikir eru milli liða í Iceland Express-deild kvenna en það var einnig dregið í 16 liða úrslit kvenna í gær. Valskonur sitja þar hjá. - óój 16 LIÐA ÚRSLIT KVENNA KR - Ármann/Þróttur Haukar - Keflavík b Skallagrímur - Snæfell Tindastóll - Fjölnir Breiðablik - Hamar Haukar b - Grindavík Keflavík - Njarðvík Valur situr hjá 16 LIÐA ÚRSLIT KARLA KR - Grindavík Þór Þorlákshöfn - Höttur Tindastóll - Keflavík Þór Ak. - Snæfell Hamar - ÍR Stjarnan - Njarðvík Skallagrímur - FSu Fjölnir - Þróttur Vogum Lýsingarbikar karla og kvenna: KR og Grinda- vík mætast KÖRFUBOLTI ÍR-ingar eru aftur búnir að skipta um bandarískan leikmann því Ray Cunningham hefur verið sendur heim. Í stað Cunninghams hafa ÍR- ingar leitað til Nates Brown sem varð bikarmeistari með liðinu í fyrra. Brown var með 16,9 stig og 6,4 stoðsendingar að meðaltali með ÍR-liðinu í fyrra en hóf tímabilið í Frakklandi. ÍR-ingar hófu tímabilið með Sonny Troutman (11,3 stig og 10,3 í framlagi í leik) sem var látinn fara eftir 3 leiki en Cunningham var aðeins með 9,8 stig og 9,3 í framlagi í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. ÍR-ingar eru líka að leita sér að stórum manni en þeir hafa einnig látið tvo Bosman-leikmenn fara frá liðinu. - óój Iceland Express-deild karla: ÍR-ingar reka annan Kana ÚTLENDINGAVANDRÆÐI Jón Arnar Ingvarsson hefur verið óheppinn með erlenda leikmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson hefur látið af störfum sem þjálf- ari kvennaliðs Breiðabliks og ákveðið að færa sig um set og ger- ast aðstoðarþjálfari karlaliðs FH, en þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eftir að ég settist niður með Heimi Guðjónssyni og ræddi málin með honum fannst mér ég ekki geta sleppt þessu tækifæri. Það eru spennandi tímar fram undan hjá FH og ég hlakka til þess að geta hjálpað Heimi og strákun- um í FH með komandi verkefni. FH missti náttúrulega af Íslands- meistaratitlinum á síðasta sumri og það hlýtur að vera fyrsta keppi- kefli hjá liðinu að endurheimta hann,“ sagði Jörundur Áki en kvað þó ákvörðunina að yfirgefa Breiðablik hafa verið mjög erf- iða. „Þetta kom náttúrulega fljótt upp og ég stend og fell með þess- ari ákvörðun minni. Það var vissu- lega ekki létt að sleppa hendinni af Breiðabliksliðinu, sem er klár- lega efnilegasta kvennalið lands- ins og hópurinn er mjög skemmti- legur að vinna með. Ég er þess líka fullviss að ef rétt verður haldið á hlutunum, sem ég er sannfærður um að verði gert, að þá verður þetta Breiða- blikslið meistari innan fárra ára,“ sagði Jörundur Áki og þakkaði stjórn Breiðabliks fyrir fagmann- leg vinnubrögð þegar hann til- kynnti þeim fyriráætlanir sínar. Einar Kristján Jónsson, formaður Breiðabliks, sagði í samtali við Fréttablaðið að liðið hefði viljað halda í Jörund Áka. „Þetta er auðvitað ekki besti tíminn til að standa í þjálfara- skiptum þegar undirbúningstíma- bilið er hafið og mikil vonbrigði fyrir okkur að ná ekki að halda Jörundi Áka hjá liðinu. Á móti kemur náttúrlega að þetta starf hlýtur að vera eftirsótt vegna þess hve mikill og góður efniviður er í Blikaliðinu og því ættum við ekki að lenda í miklum erfiðleikum með að fá góðan eftir- mann í starfið. Við erum komin á fullt með að finna eftirmann og það eru nokk- ur nöfn komin á blað hjá okkur en það skýrist vonandi allt fljótlega eftir helgi,“ sagði Einar Kristján. - óþ Jörundur Áki er hættur sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks og farinn til FH: Gat ekki sleppt þessu tækifæri NÝTT VERKEFNI Jörundur Áki hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs FH og lætur því af störfum sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann og íslenska landsliðsins, hefur enn ekki jafnað sig á höfuðmeiðslum sem hann hlaut í landsleik Íslands og Dan- merkur í síðustu viku eftir sam- stuð við samherja sinn, Grétar Rafn Steinsson. Kristján var því ekki í leikmannahópi Brann þegar liðið tók á móti Dinamo Zagreb á heimavelli sínum í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi. Fram kom á heimasíðu norska liðsins að Kristján yrði ekki í leik- mannahópi Brann fyrir leikinn gegn Dinamo Zagreb vegna áverka sem hann hlaut í landsleik á dög- unum. Ola Jøsendal, læknir Brann, sagði þar enn fremur að Kristján sæi enn tvöfalt. Kristján Örn vildi hins vegar ekki gera of mikið úr meiðslum sínum í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Þetta hljómar örugglega tals- vert verr en þetta er í raun og veru. Ég sé allt í lagi ef ég horfi beint áfram, en þegar ég horfi upp og til vinstri þá sé ég tvöfalt. Þegar ég stóð upp eftir höggið frá Grét- ari þá sá ég bara tvöfalt og þurfti því að biðja um skiptingu. Þegar ég kom svo aftur til Noregs þá sendu læknar Brann mig strax til augnlæknis þegar þeir áttuðu sig á því að þetta væri alvarlegra en leit út fyrir í fyrstu,“ sagði Kristján en kvað batahorfurnar eiga að vera góðar. „Augnlæknirinn telur að við höggið hafi brotnað bein í augntóf- tinni og kjölfarið hafi fituvökvi lekið inn á vöðva í auganu, sem kunni svo aftur á móti að trufla sjónina tímabundið. Þetta er víst ekkert svo rosalega algengt, en þetta á sem sagt bara að lagast af sjálfu sér og það gerist vonandi fljótt því ég vil ekki missa af fleiri leikjum.“ Kristján var mikilvægur hlekkur í deildarsigri Brann á nýafstaðinni leiktíð og var meðal annars valinn í lið ársins hjá norska Íþróttasambandinu. omar@frettabladid.is Kristján Örn enn óleikfær Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann, er enn ekki búinn að jafna sig á höfuð höggi sem hann hlaut í landsleik á dögunum, en augnlæknir í Noregi segir að hann muni ná fullum bata og sjón hans eigi að lagast af sjálfu sér. MEIDDUR Kristján Örn Sigurðsson er enn ekki búinn að jafna sig eftir höfuðhögg sem hann hlaut í landsleiknum gegn Danmörku í síðustu viku. Kristján meiddist strax á þriðju mínútu í leiknum. FRÉTTABLAIÐIÐ/PJETUR SM S LEI KUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta k FRUMSÝND 30. NÓVEMBER SJÁÐU MYNDINA OG SPILAÐU LE IK INN! SENDU SMS JA HMF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! V INN INGAR ERU B Í ÓMIÐAR FYR IR TVO , H I TM AN LE IK IR , DV D MYND IR , VARN IN GUR TENGDUR MYND INN I OG MARGT FLE IRA ! Jón Guðmundsson er í hópi bestu körfubolta- dómara landsins og dæmir reglulega í Ice- land Express deild karla. Hann er samt ekki eini dómarinn í fjölskyldunni því þrettán ára dóttir hans Kristjana Eir Jónsdóttir er komin með dómarapróf líkt og pabbi sinn og þau dæmdu saman æsispennandi leik í vikunni. „Þetta var frábært og ekki skemmdi fyrir hvað hún stóð sig frábærlega vel. Það voru allir himinlifandi með frammistöðu hennar. Þetta kom öllum á óvart, bæði að sjá hana labba inn í salinn og svo þegar hún byrjaði að flauta en hún dæmdi tvær fyrstu villurnar,” sagði Jón um leikinn sem þau dæmdu saman. Jón segir Kristjönu hafa verið mjög ákveðna. „Hún flautaði ekki færri villur en ég þar til fimm mínútur voru eftir. Ég var hissa að sjá hvað þjálfararnir voru glaðir eftir leikinn en þetta kom mér allt skemmtilega á óvart,” segir Jón og leikurinn var ekki af auðveldari gerðinni, æsispenn- andi bikarleikur milli Grindavíkur og UMFH í 10. flokki kvenna sem Grindavík vann með tveimur stigum. „Ég hef ekki verið að ýta henni út í það að verða dómari en hún vildi fara á dómara- námskeið í haust. Hún byrjaði síðan á fullu að dæma í fjölliðamót- um,” segir Jón, sem segir að áhuginn leyni sér ekki hjá stelpunnni. „Þegar það eru fjöllliða- mót í Keflavík þá er hún nánast alla helgina út í Keflavík að flauta,” segir Jón, sem byrjaði að dæma í úrvalsdeild karla 1988. „Það vantar ákveðna hluti hjá henni, sem er bara eðlilegt. Miðað við þessa byrjun sé ég hana alveg ná langt í dómgæslunni,” segir Jón, sem ætti að geta sagt henni til. Kristjana er þegar orðin mikilvægur félagsmaður fyrir Keflavík; auk þess að spila og æfa sjálf dæmir hún mikið fyrir félagið og grípur líka í öll störf sem tengjast ritaraborðinu. „Hún kann þetta allt og það er frábært fyrir félagið að hafa svona manneskju sem getur hlaupið í öll störf,” segir Jón, sem er ánægður með stelpuna sína. JÓN GUÐMUNDSSON OG KRISTJANA EIR JÓNSDÓTTIR: FEÐGIN DÆMDU SAMAN KÖRFUBOLTALEIK Í VIKUNNI Kom pabba sínum skemmtilega á óvart > Strákarnir spila á heimavelli Íslenska 17 ára landslið karla mun spila á heimavelli í undankeppni EM 2009 en dregið var í riðla í Cannes í Frakk- landi í gær. Ísland dróst í riðil með Sviss, Noregi og Úkraínu en á sama tíma lenti 19 ára landsliðið í riðli með Svíþjóð, Austurríki og Makedóníu. Leikirnir hjá 17 ára landsliðunum fara fram 24. 26. og 29. sept- ember 2008 en leikstaðirnir hér á landi hafa ekki verið ákveðnir enn þá. Úrslitakeppni U17 karla fer fram í Þýskalandi árið 2009 en úrslitakeppni U19 karla fer fram í Úkraínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.